Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. desember 2025 21:00 Drengirnir hittu Ingu til að ræða málið. Tveir drengir sem misstu feður sína með nokkurra mánaða millibili náðu í dag að breyta kerfinu eftir að hafa stigið fram hér í kvöldfréttum Sýnar og varpað ljósi á reglugerð þar sem hallaði á annan þeirra. Félagsmálaráðherra skrifaði í dag undir breytta reglugerð og segir að hún hefði leiðrétt ósanngirnina fyrir löngu ef hún hefði bara vitað af málinu fyrr. Það var á alþjóðlegum degi barna í sorg fyrir rétt um þremur vikum sem þeir Sindri Dan Vignisson og Sigurjón Nói Ríkharðsson stigu fram í sjónvarpsviðtali og opnuðu sig um sára reynslu af föðurmissi. Þeir vildu leiðrétta þá skekkju í reglugerð um barnalífeyri vegna menntunar því aðeins Sigurjón gat fengið barnalífeyri en ekki Sindri vegna fyrirkomulags á arfi. „Við höfum deilt sömu reynslu og gengið í gegnum það sama en bara út af því að ég er í óskiptu búi þá á bara ég möguleika á að fá þetta en ekki hann,“ sagði Sigurjón í viðtalinu og Sindri skoraði á ráðherra. „Ég skora bara á ráðherra að fá sér kaffi með okkur og ræða þetta aðeins.“Þetta sögðu drengirnir þá en í dag svaraði félagsmálaráðherra kallinu og bauð þeim í heimsókn og kaffi við undirritun breyttrar reglugerðar. „Ég var ofurstolt að þessir ungu menn skyldu hafa þennan kjark og þetta þor og það kom mér á óvart að þessi ósanngirni væri raunverulega til staðar. Það kom auðvitað ekkert annað til greina, fyrst þetta var í mínum höndum að leiðrétta þetta,“ sagði Inga Sæland félagsmálaráðherra við undirritun reglugerðarinnar í dag. Áður var ungmenni synjað um mánaðarlegan barnalífeyri vegna menntunar ef það átti meira en 4 milljónir króna inni á bankareikningi. Þetta eignaviðmið var frá og með deginum í dag afnumið en breytingin er afturvirk frá 1. ágúst.„Ég er bara ótrúlega stoltur af öllu þessu og rosalega glaður. Ég er bara geggjað glaður!“ segir Sindri og Sigurjón tekur í sama streng.„Það er gaman að fá að breyta og bæta.“Drengirnir hafa fengið góð og sterk viðbrögð í samfélaginu. „Fólk hefur sagt við mig: vá ég vissi þetta ekki og vá hvað ég er stoltur af þér, þetta er rosalega sniðugt og mikilvægt!“ Sorg Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Krakkar Fjölskyldumál Tengdar fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Drengir sem misstu feður sína með nokkurra mánaða millibili gagnrýna að aðeins annar þeirra eigi rétt á menntunarmeðlagi vegna fyrirkomulags föðurarfsins. Þeir skora á ráðherra að þiggja kaffibolla með sér og fara yfir málin. Margrét Helga fréttamaður hitti drengina tvo í Vídalínskirkju á alþjóðlegum degi barna í sorg. 20. nóvember 2025 19:27 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Félagsmálaráðherra skrifaði í dag undir breytta reglugerð og segir að hún hefði leiðrétt ósanngirnina fyrir löngu ef hún hefði bara vitað af málinu fyrr. Það var á alþjóðlegum degi barna í sorg fyrir rétt um þremur vikum sem þeir Sindri Dan Vignisson og Sigurjón Nói Ríkharðsson stigu fram í sjónvarpsviðtali og opnuðu sig um sára reynslu af föðurmissi. Þeir vildu leiðrétta þá skekkju í reglugerð um barnalífeyri vegna menntunar því aðeins Sigurjón gat fengið barnalífeyri en ekki Sindri vegna fyrirkomulags á arfi. „Við höfum deilt sömu reynslu og gengið í gegnum það sama en bara út af því að ég er í óskiptu búi þá á bara ég möguleika á að fá þetta en ekki hann,“ sagði Sigurjón í viðtalinu og Sindri skoraði á ráðherra. „Ég skora bara á ráðherra að fá sér kaffi með okkur og ræða þetta aðeins.“Þetta sögðu drengirnir þá en í dag svaraði félagsmálaráðherra kallinu og bauð þeim í heimsókn og kaffi við undirritun breyttrar reglugerðar. „Ég var ofurstolt að þessir ungu menn skyldu hafa þennan kjark og þetta þor og það kom mér á óvart að þessi ósanngirni væri raunverulega til staðar. Það kom auðvitað ekkert annað til greina, fyrst þetta var í mínum höndum að leiðrétta þetta,“ sagði Inga Sæland félagsmálaráðherra við undirritun reglugerðarinnar í dag. Áður var ungmenni synjað um mánaðarlegan barnalífeyri vegna menntunar ef það átti meira en 4 milljónir króna inni á bankareikningi. Þetta eignaviðmið var frá og með deginum í dag afnumið en breytingin er afturvirk frá 1. ágúst.„Ég er bara ótrúlega stoltur af öllu þessu og rosalega glaður. Ég er bara geggjað glaður!“ segir Sindri og Sigurjón tekur í sama streng.„Það er gaman að fá að breyta og bæta.“Drengirnir hafa fengið góð og sterk viðbrögð í samfélaginu. „Fólk hefur sagt við mig: vá ég vissi þetta ekki og vá hvað ég er stoltur af þér, þetta er rosalega sniðugt og mikilvægt!“
Sorg Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Krakkar Fjölskyldumál Tengdar fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Drengir sem misstu feður sína með nokkurra mánaða millibili gagnrýna að aðeins annar þeirra eigi rétt á menntunarmeðlagi vegna fyrirkomulags föðurarfsins. Þeir skora á ráðherra að þiggja kaffibolla með sér og fara yfir málin. Margrét Helga fréttamaður hitti drengina tvo í Vídalínskirkju á alþjóðlegum degi barna í sorg. 20. nóvember 2025 19:27 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Drengir sem misstu feður sína með nokkurra mánaða millibili gagnrýna að aðeins annar þeirra eigi rétt á menntunarmeðlagi vegna fyrirkomulags föðurarfsins. Þeir skora á ráðherra að þiggja kaffibolla með sér og fara yfir málin. Margrét Helga fréttamaður hitti drengina tvo í Vídalínskirkju á alþjóðlegum degi barna í sorg. 20. nóvember 2025 19:27