Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Hildur Björnsdóttir verður áfram oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum 16. maí næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. 6.1.2026 16:43
Áfram auknar líkur á eldgosi Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og áfram eru auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 6.1.2026 15:36
Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að áfram verði unnið að tvíhliða varnarsamningi við Evrópusambandið en segir samstarf Íslands og Bandaríkjanna í varnarmálum enn gott þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum og hótanir um innlimun Grænlands. Yfirlýsingar um annað eru að mati ráðherra glannalegar en hún vill ræða málið á vettvangi NATO. Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB verði lagt fram á þessu þingi. 6.1.2026 14:29
Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Svissneski skemmtistaðurinn sem varð alelda á nýársnótt með þeim afleiðingum að fjörutíu manns létust og fjöldi særðist alvarlega hafði ekki verið skoðaður af eftirlitsmönnum í fimm ár. Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi sem haldinn var vegna málsins en þar var tilkynnt að skemmtiblys verði bönnuð með öllu á næturklúbbum í Sviss. 6.1.2026 11:19
Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var rétt eftir klukkan tíu í morgun með mikinn viðbúnað á gatnamótum Laugavegs og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík. 6.1.2026 10:20
„Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Leigubílstjóri segir stöðuna á leigubílastæðinu við Keflavíkurflugvöll enn þá minna á villta vestrið þvert á loforð forsvarsmanna Isavia um að gæsla á stæðinu yrði bætt. Frumvarp ráðherra um breytingar á leigubílalögum er nú til umfjöllunar í nefnd. 6.1.2026 07:00
Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hefur miklar áhyggjur af framtíð kvikmyndahúsa. Hann segir breytingar í kvikmyndaiðnaðinum nú gerast á ógnarhraða og óttast að kvikmyndahús endi á svipuðum stað og djassklúbbar hvað varðar aðsókn. 5.1.2026 14:31
Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Seint á árinu 2016 fóru bandarískir útsendarar í Havana að tilkynna um óútskýrð veikindi sem síðar fengu heitið Havana-heilkennið. Einkennin voru meðal annars höfuðverkur, svimi, jafnvægisleysi, minnistruflanir og skynjun á undarlegum hljóðum eða þrýstingi í höfði. 5.1.2026 13:48
Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Valdimar Víðisson bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér til að leiða lista Framsoknar í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu. 5.1.2026 11:20
Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Örn Geirsson meistari í prentsmíði hefur ákveðið að gefa kost á sér í fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu. 5.1.2026 10:15