Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Foreldrar fyrsta barnsins sem fæddist á þessu ári áttu ekki von á drengnum í heiminn fyrr en viku síðar. Það kom því vel á óvart þegar drengurinn fæddist undir flugeldaregni skömmu eftir miðnætti á nýársnótt en um er að ræða fyrsta barn þeirra beggja. 3.1.2026 07:01
2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga. Meðalhiti í byggðum landsins var 5,2 stig sem er 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og hefur aldrei verið hærri. Áður var árið 2014 hlýjasta árið á landsvísu. 2.1.2026 16:41
Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Frá og með deginum í gær er öllum eigendum ökutækja óháð orkugjafa skylt að greiða kílómetragjald. Eigendur bifhjóla og fólksbíla þurfa nú að skrá kílómetragjald að lágmarki einu sinni á ári á meðan eigendur vörubíla þurfa að gera það að lágmarki á sex mánaða fresti. Síðasti dagur skráninga er 20. janúar 2026 en sé engin skráning gerð fyrir 1. apríl verður að greiða vanskráningargjald og fara með bílinn á skoðunarstöð. 2.1.2026 15:04
Heyra ekkert í Harry og Meghan Vilhjálmur Bretaprins og Katrín Middleton heyra ekkert í Harry Bretaprinsi og Meghan Markle og hafa ekki gert í langan tíma. Prinsessunni þykir lífið hinsvegar of stutt til að hafa áhyggjur af samskiptunum, hún vill njóta. 2.1.2026 14:22
Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Metfjöldi hunda hefur verið tilkynntur týndur undanfarna daga vegna flugelda, 35 hundar hafa verið tilkynntir týndir frá 28. desember og níu frá því á miðnætti á gamlárskvöldi. Sjálfboðaliði Dýrfinnu segist telja nær öruggt að fleiri hundar muni týnast næstu daga á meðan flugeldum er skotið upp, eigendur þurfi að vera á varðbergi. 2.1.2026 13:30
Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Árið 2025 var bæði viðburðarríkt og krefjandi fyrir íslenskan verðbréfamarkað. Úrvalsvísitalan (OMXI15) lækkaði um 2,08 prósent á árinu og stóð í lok árs í 2836,3 stigum. 2.1.2026 12:46
Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð hjá Costco lækkaði í morgun í takti við innleiðingu kílómetragjalds. Athygli vekur að verðið lækkaði í tvígang og leit um tíma út fyrir að munurinn á milli Costco og annarra söluaðila yrði lítill sem enginn. Nú kostar lítrinn 171,1 krónu á bensíni og 193,3 krónur á dísel hjá Costco. Lækkunin á bensíni í prósentutölum er ívið meiri en hjá samkeppnisaðilum. 2.1.2026 10:43
Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Bóndi í Grímsnes- og Grafningshreppi hvetur sumarbústaðaeigendur til þess að skjóta upp flugeldum frekar heima hjá sér heldur en út í sumarbústað. Hann segir óvenju mikið hafa verið skotið upp í sveitinni á gamlársdag í ár með tilheyrandi eltingaleikjum við hrossin á bænum. 2.1.2026 09:57
Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Karolína Helga Símonardóttir varaþingmaður Viðreisnar hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum í vor og því boðað framboð gegn sitjandi oddvita, Jóni Inga Hákonarsyni. 2.1.2026 09:23
Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Karlmaður fannst látinn utandyra í Borgarnesi á öðrum degi jóla. Ekkert bendir til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 29.12.2025 16:09
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent