Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Samband íslenskra námsmanna erlendis hvetur íslenska nemendur við Harvard háskóla til þess að hafa samband, í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn tilkynnti forsvarsmönnum skólans í gær að heimild skólans til þess að taka við nemendum erlendis frá hafi verið felld úr gildi. 23.5.2025 12:02
Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Þrjár stelpur sem toppuðu Hvannadalshnúk á fjallaskíðum segjast stoltar af sér. Þær hafi ekkert verið smeykar upp og að skemmtilegast hafi verið að renna sér niður. 23.5.2025 07:03
Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sérfræðingur sænsku lögreglunnar í mansalsmálum segir Svía og Íslendinga eiga mikið inni þegar kemur að baráttunni gegn mansali. Breytingar á löggjöf hafi skipt sköpum en mansalið tengist að hennar sögn nær alltaf skipulagðri brotastarfsemi. 22.5.2025 19:02
„Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Dómsmálaráðherra boðar í dag til Jafnréttisþings 2025 en yfirskrift þess er Mansal, íslenskur veruleiki - áskoranir og leiðir í baráttunni. Ráðherrann segir tímabært að horfast í augu við þann veruleika að mansal fyrirfinnist á Íslandi. 22.5.2025 13:02
Af og frá að slakað sé á aðhaldi Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 0,25 punkta lækkun á stýrivöxtum sem kynnt var í dag. Greiningaraðilar höfðu flestir gert ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum en hagfræðingur hjá Landsbankanum segir mikla óvissu uppi vegna stöðunnar í alþjóðaviðskiptum. 21.5.2025 19:00
Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun lækkun stýrivaxta um 25 punkta og verða þeir 7,5 prósent. Seðlabankastjóri segir hagkerfið að kólna en erfitt sé að spá fyrir um hvort hægt verði að halda áfram lækkun stýrivaxta, sumarið verði að segja til um það. 21.5.2025 12:02
Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veðurfræðingur segir frávik í loftstraumum valda hlýjunni sem hefur verið undanfarna daga. Næstu þrjá daga verður áfram gott veður áður en væta tekur við. Honum þykir líklegt að maímet hafi fallið á þónokkrum stöðum í dag. 18.5.2025 23:35
Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Borgarstjóri segir ekki standa til að taka hagsmuni sela í Húsdýragarðinum framyfir hagsmuni íþróttafélaga. Einungis sé um að ræða tilfærslur í fjárfestingaáætlun borgarinnar. 18.5.2025 21:12
Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir það sitt mat að stýrivextir Seðlabankans eigi að lækka í vikunni en vaxtaákvörðunardagur er á miðvikudag. Hann veltir því upp hvort einkaneysla sé að aukast einmitt vegna hárra vaxta og segir hækkandi leiguverð þar spila inn í. 18.5.2025 16:32
Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Austurríki kom, sá og sigraði Eurovision söngvakeppnina í gær. Á tíma leit hinsvegar út fyrir að Ísrael myndi bera sigur úr býtum, þrátt fyrir umdeilda þátttöku. Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu keppninnar en aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist ekki hissa á góðu gengi Ísrael, það sé að þakka gegndarlausum áróðri á samfélagsmiðlum. 18.5.2025 12:03