Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hvetja Ís­lendinga í Harvard til að hafa sam­band

Samband íslenskra námsmanna erlendis hvetur íslenska nemendur við Harvard háskóla til þess að hafa samband, í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn tilkynnti forsvarsmönnum skólans í gær að heimild skólans til þess að taka við nemendum erlendis frá hafi verið felld úr gildi.

„Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka man­sal“

Dómsmálaráðherra boðar í dag til Jafnréttisþings 2025 en yfirskrift þess er Mansal, íslenskur veruleiki - áskoranir og leiðir í baráttunni. Ráðherrann segir tímabært að horfast í augu við þann veruleika að mansal fyrirfinnist á Íslandi.

Af og frá að slakað sé á að­haldi

Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 0,25 punkta lækkun á stýrivöxtum sem kynnt var í dag. Greiningaraðilar höfðu flestir gert ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum en hagfræðingur hjá Landsbankanum segir mikla óvissu uppi vegna stöðunnar í alþjóðaviðskiptum.

Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun lækkun stýrivaxta um 25 punkta og verða þeir 7,5 prósent. Seðlabankastjóri segir hagkerfið að kólna en erfitt sé að spá fyrir um hvort hægt verði að halda áfram lækkun stýrivaxta, sumarið verði að segja til um það.

Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife

Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir það sitt mat að stýrivextir Seðlabankans eigi að lækka í vikunni en vaxtaákvörðunardagur er á miðvikudag. Hann veltir því upp hvort einkaneysla sé að aukast einmitt vegna hárra vaxta og segir hækkandi leiguverð þar spila inn í.

Gegndar­laus á­róður hafi tryggt gott gengi Ísraels

Austurríki kom, sá og sigraði Eurovision söngvakeppnina í gær. Á tíma leit hinsvegar út fyrir að Ísrael myndi bera sigur úr býtum, þrátt fyrir umdeilda þátttöku. Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu keppninnar en aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist ekki hissa á góðu gengi Ísrael, það sé að þakka gegndarlausum áróðri á samfélagsmiðlum.

Sjá meira