Umsjónarmaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Með okkar augum fengu Kærleikskúluna

Tuttugasta og önnur Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í dag, miðvikudaginn 4. desember. Með okkar augum fær Kærleikskúluna að þessu sinni og þá er Blóm og ást þurfa næringu eftir Hildi Hákonardóttur Kærleikskúla ársins 2024.

Taka sér hlé hvort frá öðru

Bandaríska söngkonan Sabrina Carpenter og írski leikarinn Barry Keoghan hafa ákveðið að taka sér hlé hvort frá öðru. Þau hafa verið að stinga saman nefjum í tæpt ár.

Þjóðþekktir ein­staklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF

Sandra Barilli og Fannar Sveinsson fá tískuráð, grínkennsla og kíkja í heimsókn til forseta Íslands í söfnunarþætti UNICEF. Þátturinn ber heitið Búðu til pláss og verður í beinni útsendingu á föstudaginn kl. 19:40 á þremur sjónvarpsstöðvum samtímis: Stöð 2, RÚV og Sjónvarpi Símans.

Fitusmánuð á rauða dreglinum

Breska leikkonan Kate Winslet segir að hún hafi verið fitusmánuð af fréttafólki þar sem hún var stödd á rauða dreglinum í aðdraganda afhendingar Golden Globes verðlaunanna árið 1998. Þar var hún stödd ásamt öðrum aðstandendum stórmyndarinnar Titanic sem sópaði til sín verðlaunum þetta árið.

Vilja vara aðra við ör­lögum dóttur sinnar í Laos

Foreldrar hinnar 21 árs gömlu Freja Vennervald Sørensen sem lést í síðasta mánuði í Laos úr metanól-eitrun segjast vilja halda sögu dóttur sinnar á lofti og þannig vara aðra við og koma í veg fyrir að þeir hljóti sömu örlög og hún og vinkona hennar.

Danska ríkið kaupir Kastrup

Danska ríkið hyggst kaupa 59,4 prósenta hlut í Kastrup flugvelli af lífeyrissjóðnum ATP. Ríkið átti áður rúmlega fjörutíu prósenta hlut í flugvellinum og mun því eiga 98 prósenta hlut eftir kaupin.

Harold með ó­læknandi krabba­mein

Hin 86 ára gamla Neighbours stjarna Ian Smith sem fer með hlutverk Harold Bishop í þáttunum frægu hefur tilkynnt að hann sé kominn með ólæknandi krabbamein í lungu. Hann hyggst því hætta alfarið að leika.

Orð ársins vísar til rotnunar heilans

Oxford orð ársins að þessu sinni hefur verið valið og vísar til rotnunar heilans. Orðið er „brain rot“ og fangar áhyggjur af endalausri neyslu á misgáfulegum upplýsingum af samfélagsmiðlum.

Vegir víða á óvissustigi

Vegir á Suðurlandi, Vesturlandi og á Vestfjörðum verða á óvissustigi síðdegis vegna gulrar veðurviðvörunar og geta lokað með stuttum fyrirvara. Líkt og fram hefur komið er spáð suðaustan hríð síðdegis upp úr klukkan 14:00.

Sjá meira