Umsjónarmaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Glaður maður en býst við batnandi tölum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segist vera himinlifandi með fyrstu tölur sem hafa birst í kvöld en Kristín Ólafsdóttir fréttakona tók hann tali á kosningavöku Miðflokksins Hann segist þó geta búist við batnandi tölum þegar menn nái að ryðjast í gegnum snjóskaflana í Norðausturkjördæmi.

Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar var í banastuði þegar Margrét Helga Erlingsdóttir fréttakona náði af henni tali á kosningavöku Viðreisnar á Hótel Borg í kvöld. Hún sagði Viðreisn klára í ríkisstjórn og kom fram að hún hefði skipað sínu fólki að tala ekki um aðra flokka á lokametrum kosningabaráttunnar.

Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjör­klefanum

Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna segist löngu hætt að vera stressuð fyrir kvöldinu. Hún segist finna það hjá kjósendum að margir hafi ákveðið að kjósa flokkinn, jafnvel á allra síðustu stundu í kjörklefanum.

Sig­mundur taki stríðnina alla leið

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, systir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, kíkti í settið til Sindra Sindrasonar í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Hún segir bróður sinn hafa verið brjálæðislega stríðinn í æsku og er bjartsýn á gengi flokksins í kvöld en Nanna skipar jafnframt 2. sætið í Kraganum fyrir flokkinn.

Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum

Sjónvarpskonan Birna María Másdóttir betur þekkt sem Bibba fór á stjá í vikunni og kannaði stemninguna hjá stjórnmálaflokkunum á kosningamiðstöðvum þeirra. Innslagið var sýnt í kosningasjónvarpi Stöðvar 2.

Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur

Kjördagur Alþingiskosninga 2024 nálgast senn. Eftir rúmar fimm vikur af kosningabaráttu nálgast baráttan því hápunkt sinn, kosningakvöldið sjálft þar sem flokkarnir halda kosningavökur sínar. Kosningavökur eru þekkt fyrir að vera ein skemmtilegustu partýin, þó það fari auðvitað eftir því hvernig flokknum gengur.

Sjá meira