Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9.1.2025 10:30
Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi ráðleggur fólki að reyna að njóta núlíðandi stundar. Það sé eðlilegt að fyllast aðskilnaðarkvíða þegar ástvinir séu kvaddir eftir gott jólafrí. Sumir finni fyrir kvíðanum allan tímann á meðan ástvinurinn er á landinu. 8.1.2025 20:03
Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Ferðalok Arnaldar Indriðasonar var mest selda bók síðasta árs samkvæmt Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. Sé litið til síðustu tíu ára, þá hefur Arnaldur sjö sinnum átt söluhæstu bók ársins. Þetta segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút. 8.1.2025 10:03
Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Tekjuhæsta mynd ársins 2024 í íslenskum kvikmyndahúsum var íslenska kvikmyndin Snerting í leikstjórn Baltasars Kormáks. Næst tekjuhæsta myndin var Hollywood ofurhetjumyndin Deadpool & Wolverine. 7.1.2025 15:21
Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Það kom aldrei til tals hjá strákunum í einni vinsælustu hljómsveit landsins Iceguys að taka þátt í Söngvakeppninni í ár. Þetta segir umboðsmaður sveitarinnar. 7.1.2025 13:32
„En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Óhætt er að segja að kveðjum hafi rignt yfir Bjarna Benediktsson eftir að hann tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér aftur sem formaður Sjálfstæðisflokksins og að hann hyggðist ekki taka sæti á þingi. Ýmsir fyrrverandi samherjar og andstæðingar hans hafa lagt orð í belg. 7.1.2025 10:00
Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Björgvin Halldórsson segir að hæfileikar félaga hans Gunna Þórðarsonar hafi komið snemma í ljós. Gunni hafi verið skipstjórinn í brúnni í stúdíóinu og segist Björgvin hafa lært mikið af honum. 6.1.2025 18:01
KSI kýlir út í íslenska loftið Breska samfélagsmiðlastjarnan og athafnamaðurinn KSI er staddur á Íslandi. Hann virðist njóta lífsins vel í íslenska loftinu á Reykjanesi. 6.1.2025 14:12
Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Sverrir Þór Sverrisson segist ekki nenna að pæla í því þegar hann fær á sig neikvæða umræðu fyrir grín sem fólki finnst fara yfir strikið. Sveppi, sem er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir aðalatriðið að konan hans og börnin séu sátt við hann. Í þættinum rifjar Sveppi upp hvernig hann byrjaði fjölmiðlaferilinn á því að ganga hringinn í kringum Ísland. 6.1.2025 10:59
Hafdís leitar að húsnæði Einkaþjálfarinn og samfélagsmiðlastjarnan Hafdís Björg Kristjánsdóttir leitar nú að nýju húsnæði fyrir sig og strákana sína. Hún og Kristján Einar Sigurbjörnsson betur þekktur sem Kleini eru hætt saman. 6.1.2025 09:37