Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25.8.2025 19:17
Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Blaðamaður Vísis sem fylgst hefur með stríðinu í Úkraínu frá upphafi fór yfir helstu vendingarnar og væntingarnar af yfirstandandi fundi Trump Bandaríkjaforseta með Selenskí Úkraínuforseta og einvalaliðs evrópskra leiðtoga. 18.8.2025 20:43
Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti fannst víða á höfuðborgarsvæðinu upp úr sex síðdegis. Samkvæmt Veðurstofunni var stærð skjálftans á milli 3,2 ot 3,5. 18.8.2025 18:15
Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sækir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, heim í dag auk fjölmargra þjóðarleiðtoga frá Evrópu sem standa við bakið á Úkraínumönnum vegna innrásar Rússa. 18.8.2025 14:10
RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir Ríkisútvarpið ekki bara grafa undan íslenskunni heldur einnig undan eigin tilvist með því að birta auglýsingu Sýnar. 17.8.2025 23:31
Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Allt stefnir í að fundur Bandaríkjaforseta með Selenskí Úkraínuforseta og leiðtogum Evrópu marki tímamót í vegferðinni að friði. Alþjóðasamfélagið stóð á öndinni föstudagskvöldið og kveið niðurstöðum fundar Pútíns og Trump í Alaska sem reyndust svo ekki ýkja miklar. Á morgun sest Selenskí í sama stól og hann sat í þegar hann fékk illa útreið en í þetta sinn verður hann ekki einn. 17.8.2025 22:57
Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Umhverfisráðherra segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málum sjókvíaeldis og segir að tekið verði fastar utan um málaflokkinn í frumvarpi sem lagt verði fram á næsta þingi. Meginreglan sé sú að „skussinn borgi brúsann.“ 17.8.2025 21:01
Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Starfsmaður á leikskólanum Múlaborg sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn barni á leikskólanum var leiðbeinandi og hafði unnið á Múlaborg í tæplega tvö ár. 17.8.2025 19:38
Braust inn á flugvallarsvæðið Maður var handtekinn fyrir að fara inn á svæði Reykjavíkurflugvallar. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins og tekin var skýrsla af honum þegar af honum var runnið. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku. 17.8.2025 17:50
Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Grjót hrundi úr Holtsnúpi undir Eyjafjöllum í morgun og stór hnullungur fór yfir þjóðveginn. Þetta var á svipuðum stað og banaslys varð vegna grjóthruns í mars á þessu ári. 17.8.2025 17:36