Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Bið­röðin er löng“

Ekkert lát virðist vera á tollahótunum frá Bandaríkjaforseta og síðast í gær lét hann það í veðri vaka að beita þau ríki sem leggja ekki lag sitt við tilraunir hans til að leggja undir sig Grænland tollum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segist þó bjartsýnn á að hagsmunagæsla samtakanna og stjórnvalda nái árangri.

Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli

Betur fór en á horfðist þegar ökumaður, sem lág staða sólar á himni hafði blindað, ók á fleygiferð aftan á kyrrstæðan bíl í vegkanti, sem hafði örfáum mínútum fyrr ekið aftan á annan kyrrstæðan bíl þar fyrir framan, með þeim afleiðingum að fyrsti bíllinn hafnaði á hliðinni, og sá seinni skall utan í ökumenn og farþega beggja síðarnefndu bílanna, þar sem þeir stóðu og fylltu út tjónaskýrslu.

Léttara yfir for­manninum eftir þriggja tíma fund

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist hafa farið bjartari út af fundi með Ingu Sæland mennta- og barnamálaráðherra en hann fór inn á hann. Fundurinn stóð yfir í rúmlega þrjár klukkustundir að hans sögn.

Tveir full­trúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru

Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Atlantshafsbandalagsins á Grænlandi. Þeir munu aðstoða við undirbúningar æfingarinnar Arctic Endurance sem hófst í dag og felur í sér verulega aukningu herafla á Grænlandi sem harla óvenjulegt telst að hafi verið hrundið fyrir tilviljun af stað akkúrat í dag.

Allt að 450 þúsund bíó­gestir á einu ári

Bíóhöllin við Álfabakka snýr aftur til upprunans í sínum síðasta mánuði sýninga. Þar verða næstu vikurnar sýndar ýmsar kvikmyndir sem stóðu fyrstu gestum kvikmyndahússins til boða árið 1982. Fyrsta bíómyndin sem sýnd var í Bíóhöllinni verður svo sömuleiðis sú síðasta, Being There með Peter Sellers í aðalhlutverki.

Þvag, saur og upp­köst í klefum

Samkvæmt nýrri skýrslu umboðsmanns Alþingis hafa sumir þeirra sem vistaðir eru á lögreglustöðinni á Hverfisgötu neyðst til að gera þarfir sínar í klefum sínum. Klefarnir eru ekki endilega þrifnir strax í kjölfarið.

Sjá meira