Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir leiðtoga Evrópu uggandi en að samband Evrópu og Bandaríkjanna sé ekki að versna heldur breytast. Hún ræddi við fréttastofu um vendingar í alþjóðamálunum að lokinni umfangsmikilli öryggisráðstefnu í München sem hún sótti ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. 16.2.2025 16:38
Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Rekstrarstjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli segir að það þurfi að vera með bjartsýnustu mönnum til að reka skíðasvæði á Íslandi en aðeins hefur verið hægt að hafa opið í Bláfjöll einn dag af sextán í mánuðinum. 16.2.2025 15:28
Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Leikararnir Tom Cruise og Ana de Armas vörðu kvöldstund saman og tala erlendir miðlar um það að þau séu að slá sér saman. 16.2.2025 14:36
Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Oddvitar flokkanna fimm sem eiga í meirihlutaviðræðum hittust á fundi í morgun og stendur hann fram eftir degi. Á meðan tók Einar Þorsteinsson borgarstjóri fyrstu skóflustungu að nýju fjölnota íþróttahúsi KR. 16.2.2025 13:52
Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Vínbúðinni við Hólabraut í miðbæ Akureyrar verður lokað þegar ný verslun ÁTVR verður opnuð nyrst í bænum. ÁTVR segir ekki fjárhagslegan grundvöll fyrir því að reka tvær vínbúðir á Akureyri. 16.2.2025 13:10
Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Fimmtán ára drengur var rændur af hópi sex drengja og úlpu stolið af honum skammt frá Smáralind í Kópavogi í gær. 16.2.2025 12:25
Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, segir engan kalla eftir vinstri meirihluta í borginni. Það hafi verið mikil vonbrigði að slitnað hafi upp úr viðræðum hennar og hægri flokkanna sem hún segir gamaldagskreddutal bera ábyrgð á. 16.2.2025 12:13
Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Efling segir Ræstitækni brjóta gegn kjarasamningi í fjölmörgum liðum. Starfsmenn hafi engan aðgang að salerni eða aðstöðu til að matast. Búist sé við nær tvöföldum vinnuhraða en eðlilegt telst án viðeigandi launahækkunar. 16.2.2025 11:00
Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Bankastjóri Arion banka segir að samruni hans og Íslandsbanka fæli í sér umtalsverðan sparnað og heitir því að fimm milljarðar að lágmarki af árlegum sparnaði við samrunann skili sér til neytenda. Íslenskir neytendur tapi á því að hér séu reknir þrír kerfislega mikilvægir bankar. 16.2.2025 10:03
Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir fjölda aðgerða til skoðunar til að bregðast við því ástandi sem uppi er komið í Breiðholtsskóla en þar lýsa foreldrar því að börn þeirra þori ekki að mæta í skólann af ótta við fámennan hóp drengja sem halda árangi í heljargreipum. 15.2.2025 17:35