Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Íslenskir borgaralegir sérfræðingar munu sinna störfum á herstjórnarmiðstöð við landamæri Rússlands og Finnlands. Um ræðir verkefni sem Svíþjóð fer fyrir og er hluti af auknum viðbúnaði Atlantshafsbandalagsins við landamæri þess við Rússland. 9.7.2025 07:00
Skýjað með skúrum í höfuðborginni Skýjað er í dag og sums staðar smá skúrir víða um land en bjart með köflum og yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti er á bilinu 10 til 20 stig og hlýjast norðaustan- og austanlands. 9.7.2025 06:26
Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Maður var fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás í hverfi 113. Það hverfi nær yfir Grafarholt og Úlfarsárdal. Gerandi var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en vitað er hver hann er. 9.7.2025 06:20
Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Þrír menn hafa verið sakfelldir í Lundúnum fyrir að hafa kveikt í fyrirtækjum með tengsl við Úkraínu fyrir hönd rússneska málaliðahópsins Wagner. 8.7.2025 12:59
Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Ráðist var á lögreglumann á sextugsaldri á goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum á aðfaranótt sunnudags. Árásin var alvarleg að sögn yfirlögregluþjóns og var hann fluttur á sjúkrahús. 8.7.2025 09:16
Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Lögreglan leitar að 75 ára konu með heilabilun á Akureyri. Hún er talin hafa farið út úr húsi á miðbæjarsvæðinu um fjögurleytið í nótt. 8.7.2025 07:17
Einu verslun Þingeyringa lokað Einu verslun Þingeyringa verður lokað að öllu óbreyttu um mánaðamótin. Um ræðir sjoppuna Hammonu sem selur matvæli og ýmislegt nytsamlegt. Eiganda verslunarinnar bauðst starf í vegavinnu. 8.7.2025 06:44
Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan Dálítil væta verður í dag og bætir í úrkomu síðdegis en að mestu þurrt um landið austanvert fram á kvöld. Hiti er á bilinu tíu til tuttugu stig og hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi. 8.7.2025 06:28
Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri. Alls bárust 250 umsóknir. Inntökupróf stóðu yfir mestallan apríl mánuð. 8.7.2025 06:21
Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Skipstjóri var handtekinn í gærkvöldi þegar hann kom í höfn í Reykjavík. 8.7.2025 06:10