

Fréttamaður
Rafn Ágúst Ragnarsson
Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Nýjustu greinar eftir höfund

Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í kvöld í 97. sinn. Sannkallaður óskarsverðlaunasérfræðingur sem búsettur er í englanna borg og starfar í bransanum fór yfir helstu verðlaunaflokkana í samtali við fréttastofu og spáði í Hollywood-spilin.

Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes
Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes einkum í átt að Reykjavík. Óvissustig er á veginum og gæti komið til lokana með stuttum fyrirvara.

Stór alda skall á óheppinn myndatökumann
Sjór gengur víða á land og hefur valdið tjóni á Seltjarnarnesi, Granda og við Sörlaskjól vestur í bæ í kvöld. Flætt hefur til að mynda yfir hringtorgið við Eiðsgranda.

„Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“
Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig.

Starmer segir tíma aðgerða til kominn
Forsætisráðherra Bretlands hyggst mynda bandalag fúsra þjóða til að stíga með beinum hætti inn í varnir Úkraínu komi til vopnahlés. Bretland sé tilbúið að senda herlið til Úkraínu til að gæta þess að staðið sé við skilmála vopnahlés.

Tvær bílveltur með stuttu millibili
Tvær bílveltur urðu á höfuðborgarsvæðinu með stuttu millibili en vegir urðu víða flughálir við skyndilega og mikla snjókomu. Annar bíllinn valt við Álfabakka og hinn úti við Kollafjörð. Enginn er alvarlega slasaður.

Danir senda annan Færeying í Eurovision
Færeyingurinn Jóhanna Norðberg Niclasen, sem syngur undir nafninu Sissal, keppir fyrir hönd Danmerkur í Eurovision eftir að hafa borið sigur úr býtum í Melodi Grand Prix, dönsku hliðstæðu Söngvakeppninnar.

Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu
Stjórnvöld í Bretlandi og Úkraínu skrifuðu undir lánssamning sem nemur um 400 milljörðum íslenskra króna til vopnakaupa og styrkingar á vörnum landsins.

Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi
Í gærkvöldi var mikill sjógangur og hvasst á Seltjarnarnesi og bera myndir af ströndinni vott um ægimátt hafsins þegar illa viðrar. Það flæddi ofan í minnst sex kjallara og kröftugar öldurnar lömdust utan í sjávargarðana og dreifði stærðar grjóti um Suðurnesið.

Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV
Nanna Rögnvaldardóttir rithöfundur segist standandi hissa yfir notkun Ríkisútvarpsins á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum um sögu matar og matarmenningar á Íslandi. Í þáttunum eru fleiri viðtöl við Nönnu sem hefur mikið fjallað um matarsögu Íslands.