„Þetta er ólýsanleg tilfinning“ Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið þegar Ísland mætti Skotlandi á Hampden Park á dögunum. Hann segir þá tilfinningu vera ólýsanlega og eitthvað sem hann hafði dreymt um síðan hann var krakki. Nú er hins vegar öll einbeiting á leik morgundagsins gegn Norður-Írlandi. 9.6.2025 22:01
ÍR og Njarðvík áfram taplaus Nokkuð var um áhugaverð úrslit í Lengjudeild karla í knattspyrnu í dag. Fylkir bjargaði stigi undir lok leiks í Keflavík en það stefndi í að liðið yrði í fallsæti að leikjum kvöldsins loknum. ÍR og Njarðvík eru enn taplaus og Leiknir Reykjavík vann annan leikinn í röð eftir að Ágúst Gylfason tók við liðinu. 9.6.2025 21:21
Næstum því ótrúleg endurkoma Wales í Belgíu Wales kom næstum því til baka eftir að lenda 3-0 undir í Belgíu þegar þjóðirnar mættust í undankeppni HM karla í knattspyrnu. Þá bjargaði norski framherjinn Erling Haaland sínum mönnum í Eistlandi á meðan Færeyjar unnu endurkomusigur á Gíbraltar. 9.6.2025 20:54
„Þróttarar gefa ekkert eftir, er þeim ekki alvara í þessu stríði?“ Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Bestu markanna, spurði sérfræðinga þáttarins að spurningunni hér að ofan [í fyrirsögn] eftir 2-0 sigur Þróttar Reykjavíkur á Þór/KA í 8. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. 9.6.2025 20:00
Aït-Nouri fyrstur inn um dyrnar hjá Man City Manchester City hefur fest kaup á fyrsta leikmanni sumarsins. Sá heitir Rayan Aït-Nouri og kemur frá Úlfunum. 9.6.2025 19:00
Karlmaður lést eftir fall á úrslitaleik Þjóðadeildarinnar Karlmaður er látinn eftir fall á úrslitaleik Þjóðadeildar karla í knattspyrnu. Féll hann niður um hæð á Allianz-vellinum í München og lést á staðnum. Lögreglan segir að um slys hafi verið að ræða. 9.6.2025 17:30
Segja Man United hafa sett í samband við Sporting vegna framherjans eftirsótta Sky Sports greinir frá því að enska knattspyrnufélagið Manchester United hafi sett sig í samband við Sporting Lissabon í þeirri von um að festa kaup á sænska framherjanum Viktor Einar Gyökeres. 9.6.2025 16:43
Enduðu í 5. sæti af 145 Þau Alex Freyr Gunnarsson og Ekaterina Bond gerðu það heldur betur gott í Blackpool á Englandi á föstudag þar sem þau kepptu á virtasta dansmóti heims. 1.6.2025 17:03
Íslendingalið Melsungen heldur í við toppliðin Spennan um þýska meistaratitil karla í handbolta er hreint út sagt óbærileg þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Aðeins eitt stig skilur topplið Füchse Berlín að Magdeburg. Þar á eftir kemur Melsungen, aðeins tveimur stigum á eftir toppliðinu. 1.6.2025 16:22
Gísli Þorgeir meiddist enn á ný á öxl Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Magdeburg í Þýskalandi, fór meiddur af velli þegar Magdeburg lagði Lemgo í efstu deild þýska handboltans. Um er að ræða meiðsli á vinstri öxl. Er það ekki í fyrsta sinn sem Gísli Þorgeir meiðist á öxl. 1.6.2025 15:18