Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Þetta er ólýsan­leg til­finning“

Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið þegar Ísland mætti Skotlandi á Hampden Park á dögunum. Hann segir þá tilfinningu vera ólýsanlega og eitthvað sem hann hafði dreymt um síðan hann var krakki. Nú er hins vegar öll einbeiting á leik morgundagsins gegn Norður-Írlandi.

ÍR og Njarð­vík á­fram tap­laus

Nokkuð var um áhugaverð úrslit í Lengjudeild karla í knattspyrnu í dag. Fylkir bjargaði stigi undir lok leiks í Keflavík en það stefndi í að liðið yrði í fallsæti að leikjum kvöldsins loknum. ÍR og Njarðvík eru enn taplaus og Leiknir Reykjavík vann annan leikinn í röð eftir að Ágúst Gylfason tók við liðinu.

Næstum því ótrú­leg endur­koma Wa­les í Belgíu

Wales kom næstum því til baka eftir að lenda 3-0 undir í Belgíu þegar þjóðirnar mættust í undankeppni HM karla í knattspyrnu. Þá bjargaði norski framherjinn Erling Haaland sínum mönnum í Eistlandi á meðan Færeyjar unnu endurkomusigur á Gíbraltar.

Enduðu í 5. sæti af 145

Þau Alex Freyr Gunnarsson og Ekaterina Bond gerðu það heldur betur gott í Blackpool á Englandi á föstudag þar sem þau kepptu á virtasta dansmóti heims.

Ís­lendingalið Melsun­gen heldur í við topp­liðin

Spennan um þýska meistaratitil karla í handbolta er hreint út sagt óbærileg þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Aðeins eitt stig skilur topplið Füchse Berlín að Magdeburg. Þar á eftir kemur Melsungen, aðeins tveimur stigum á eftir toppliðinu.

Gísli Þor­geir meiddist enn á ný á öxl

Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Magdeburg í Þýskalandi, fór meiddur af velli þegar Magdeburg lagði Lemgo í efstu deild þýska handboltans. Um er að ræða meiðsli á vinstri öxl. Er það ekki í fyrsta sinn sem Gísli Þorgeir meiðist á öxl.

Sjá meira