Rauðu djöflarnir staðfesta kaup á Cunha Matheus Cunha er orðinn leikmaður Manchester United svo lengi sem hann fái áframhaldandi landvistarleyfi og félagið fái að skrá hann í sínar raðir. Þetta kemur fram í tilkynningu Man Utd. 1.6.2025 14:53
Köln kaupir Ísak Bergmann Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson hefur samið við Köln og mun leika með liðinu í efstu deild Þýskalands á næstu leiktíð. 1.6.2025 14:34
Kolbeinn skoraði tvö í góðum sigri Gautaborgar Kolbeinn Þórðarson var frábær þegar Gautaborg vann 3-1 útisigur á Brommapojkarna í efstu deild sænska fótboltans. Daníel Tristan Guðjohnsen lagði þá upp í sigri Malmö 1.6.2025 14:14
„Þyrfti að vera klúbbur í efri hillu í Skandinavíu eða eitthvað á meginlandinu“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks og einn besti leikmaður efstu deildar karla í knattspyrnu frá upphafi – allavega síðan 1992 – er hreinskilinn með það að hann ætti ef til vill að eiga fleiri ár í atvinnumennsku en raun ber vitni. Hann hefur hins vegar aldrei viljað fara út eingöngu til að fara út. 1.6.2025 12:32
„Þakklát fyrir skilning á þessum erfiðu tímum“ Valur Orri Valsson mun ekki spila með Grindavík á komandi leiktíð í Bónus deild karla í körfubolta. Frá þessu greindi Körfuknattleiksdeild Grindavíkur á Facebook-síðu sinni. 1.6.2025 11:33
„Ótrúlega góð tilfinning að vera aftur á pallinum eftir fimm ára meiðslatímabil“ Spretthlauparinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir átti heldur betur góða Smáþjóðaleika í Andorra. Það kom ef til vill á óvart þar sem hún hefur verið að glíma við mikil meiðsli undanfarin ár. 1.6.2025 11:01
Tveir látnir og fleiri hundruð handtekin í óeirðum eftir sigur PSG Tveir eru látnir og vel yfir 500 hafa verið handteknir í óeirðum sem áttu sér stað í París eftir að París Saint-Germain sigraði Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu á laugardagskvöld. 1.6.2025 10:30
Indiana Pacers í úrslit í fyrsta sinn síðan árið 2000 Indiana Pacers lagði New York Knicks í sjötta leik liðanna í úrslitum Austurhluta NBA-deildarinnar í körfubolta. Sigurinn þýðir að Pacers vinnur seríuna 4-2 og mætir Oklahoma City Thunder í úrslitum. Er þetta í fyrsta sinn síðan árið 2000 sem Pacers kemst í úrslit. 1.6.2025 09:31
Stuðningsfólk Fortuna brjálað út í Ísak Bergmann Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson gæti leikið með Köln í efstu deild þýska fótboltans á næstu leiktíð. Köln er hins vegar helsti óvinur núverandi liðs hans, Fortuna Düsseldorf. Er stuðningsfólk Fortuna heldur ósátt með möguleg vistaskipti Skagamannsins. 1.6.2025 09:00
Valdi tíu bestu augnablik Meistaradeildar Evrópu á leiktíðinni Hluti af upphitun Stöðvar 2 Sport fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu var að Albert Brynjar Ingason valdi tíu bestu augnablik tímabilsins. Hákon Arnar Haraldsson kom við sögu. 1.6.2025 08:02