Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport.

Nýjustu greinar eftir höfund

Komu til baka eftir skelfi­lega byrjun

Englandsmeistarar Manchester City komu til baka eftir martraðarbyrjun og unnu 3-1 sigur þegar Chelsea heimsótti Etihad-leikvanginn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Le­verku­sen tapaði mikil­vægum stigum

Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen töpuðu niður 2-0 forystu gegn RB Leipzig á útivelli í efstu deild þýska boltans, lokatölur 2-2. Á sama tíma vann Bayern München mikilvægan 2-1 útisigur á Freiburg.

Óhóf­leg eyðsla Rauðu djöflanna undan­farin ár að koma í bakið á þeim

Það hefur mikið gengið á hjá Manchester United. Nú hafa forráðamenn liðsins staðfest að eyðsla liðsins undanfarin tímabil hafi farið úr öllu valdi og félagið þurfi því að gera ýmsar ráðstafanir til að lenda ekki í svörtu bókinni þegar kemur að fjárhagsregluverki ensku úrvalsdeildarinnar. Endi liðið í svörtu bókinni gætu stig verið dregin af því.

„Hjá þessu fé­lagi þarftu að vinna alla leiki“

Fyrirliðinn Bruno Fernandes var hetja Manchester United þegar liðið vann nauman 2-1 sigur á Rangers. Mark fyrirliðans kom í blálokin eftir að gestirnir höfðu jafnað þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma.

Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad

Real Sociedad steinlá fyrir Lazio í Evrópudeild karla í knattspyrnu. Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson mátti þola það að sitja á bekknum allan leikinn sem Lazio vann 3-1.

Danir ó­stöðvandi

Það verður ekki annað sagt en Danmörk sé líkleg til að landa fjórða heimsmeistaratitlinum í röð en liðið er hreinlega óstöðvandi sem stendur á HM karla í handbolta. Eftir tíu marka sigur á lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi síðast vann Danmörk ellefu marka sigur á Sviss í kvöld.

Loks vann Totten­ham

Tottenham Hotspur er í góðum málum í Evrópudeild karla í knattspyrnu eftir 3-2 útisigur á Hoffenheim. Gestirnir frá Lundúnum höfðu ekki unnið í síðustu þremur leikjum sínum í Evrópu en lönduðu mikilvægum þremur stigum í kvöld.

Bruno til bjargar

Bruno Fernandes kom Manchester United til bjargar þegar það virtist sem liðið væri að fara gera 1-1 jafntefli við Rangers í Evrópudeildinni. Þökk sé marki fyrirliðans tókst Rauðu djöflunum að landa þremur stigum, lokatölur 2-1 á Old Trafford.

Sjá meira