Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Enska knattspyrnufélagið Chelsea hafði betur gegn Real Betis frá Spáni í úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Spánverjarnir komust yfir en bláliðar frá Lundúnum svöruðu með þremur mörkum og unnu á endanum 4-1 sigur. 28.5.2025 18:30
Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Miðvörðurinn Damir Muminovic hefur leikið sinn síðasta leik fyrir DPMM sem staðsett er í Brúnei en spilar í efstu deild Singapúr. Talið er að fjöldi liða hér á landi séu til í að fá þennan 35 ára gamla miðvörð í sínar raðir. 28.5.2025 18:02
Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Arsenal, silfurlið ensku úrvalsdeildar karla í fótbolta, er við það að festa kaup á Martin Zubimendi, samherja Orra Steins Óskarssonar hjá Real Sociedad. Um er að ræða annan miðjumanninn sem Arsenal kaupir frá Sociedad á tveimur árum. 28.5.2025 17:16
Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Á mánudagskvöld varð Valur Íslandsmeistari kvenna í handbolta þriðja árið í röð. Hér að neðan má sjá myndir sem ljósmyndari Vísis, Ernir Eyjólfsson, tók á meðan leik stóð sem og eftir leik. 27.5.2025 07:00
Dagskráin í dag: Indiana getur komist skrefi nær úrslitum Stórleikur Indiana Pacers og New York Knicks í úrslitum austurhluta NBA-deildarinnar í körfubolta er í aðalhlutverki á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. 27.5.2025 06:02
„Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, hrósaði Rúnari Kristinssyni, þjálfara Fram, í hástert eftir sigur liðsins á KR þegar liðin mættust í Laugardalnum í Bestu deild karla í fótbolta. 26.5.2025 23:15
Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Enska knattspyrnufélagið Manchester City mun gera allt sem það getur til að Tijjani Reijnders verði orðinn leikmaður félagsins áður en HM félagsliða hefst þann 15. júní næstkomandi. 26.5.2025 22:31
Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik Hörður Axel Vilhjálmsson hefur skrifað undir tveggja ára samning sem næsti þjálfari Keflavíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta. 26.5.2025 22:01
Arnór Ingvi bjargaði stigi með glæsilegu aukaspyrnumarki Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Norrköping í 1-1 jafntefli gegn toppliði Mjällby í efstu deild sænska fótboltans. Markið má sjá hér að neðan. 26.5.2025 19:00
Sævar Atli sagður á leið í hlýjan faðm Freys Það stefnir allt í að Sævar Atli Magnússon muni vinna undir stjórn Freys Alexanderssonar á nýjan leik. Þeir koma báðir frá Leikni Reykjavík og var Sævar Atli einn af fyrstu mönnunum sem Freyr sótti eftir að hafa tekið við Lyngby í Danmörku. 26.5.2025 18:00