Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Sann­leikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC

Anthony Edwards, stórstjarna Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta, var vissulega stigahæstur í síðasta leik liðsins en það verður þó ekki sagt að hann hafi skotið boltanum vel. Hann þarf að lyfta leik sínum á næsta getustig og þá mögulega eiga Úlfarnir möguleika gegn ógnarsterku liði Oklahoma City Thunder.

Mc­Tominay og Luka­ku tryggðu Napoli titilinn

Napoli er Ítalíumeistari karla í knattspyrnu. Skotinn Scott McTominay og hinn belgíski Romelu Lukaku skoruðu mörkin í 2-0 sigri á Cagliari sem tryggði liðinu aðeins sinn annan meistaratitil á þessari öld.

Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Totten­ham

Liam Delap virtist ákveðinn í að fara til Manchester United í sumar, það var áður en Rauðu djöflarnir töpuðu fyrir Tottenham Hotspur í úrslitum Evrópudeildar karla í knattspyrnu. Nú eru Chelsea og Newcastle United einnig í myndinni hjá þessum 22 ára gamla framherja.

„Að vinna Evrópu­deildina mun ekki leysa öll okkar vanda­mál“

Rúben Amorim, þjálfari Manchester United. lagði áherslu á það þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar að sigur þar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, myndi ekki sjálfkrafa leysa vandamál félagsins.

Dag­skráin í dag: Odda­leikur á Króknum og fleiri úr­slita­leikir

Það er vægast sagt rosaleg dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport. Úrslitaeinvígi Tindastóls og Stjörnunnar ræðst á Króknum. Manchester United og Tottenham Hotspur mætast í úrslitum Evrópudeildarinnar og úrslitaeinvígi New York Knicks og Indiana Pacers í austurhluta NBA-deildarinnar í körfubolta.

„Verð aldrei trúður“

„Sama hvernig fer á morgun þá er ég ekki trúður og verð aldrei trúður,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, en á miðvikudag mæta lærisveinar hans Manchester United í úrslitum Evrópudeildarinnar.

Sjá meira