Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Það verður seint sagt að Grænhöfðaeyjar hafi staðið í Króatíu þegar þjóðirnar mættust í milliriðli HM karla í handbolta. Þá gerðu Svíþjóð og Portúgal jafntefli. 22.1.2025 18:44
Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Hákon Arnar Haraldsson átti fínan leik þegar Lille mátti þola naumt tap gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöld. Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn landsliðsþjálfari Íslands, var á leiknum. 22.1.2025 17:46
Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Sautján ára gamall táningur hefur verið handtekinn vegna þeirra viðbjóðslegu ummæla sem látin voru falla í garð Kai Havertz og eiginkonu hans eftir að leikmaðurinn brenndi af vítaspyrnu í tapi Arsenal gegn Manchester United í ensku bikarkeppninni í fótbolta. 22.1.2025 07:03
Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Meistaradeild Evrópu fyllir dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag en einnig er íslenskur körfubolti á boðstólnum. Alls eru 11 beinar útsendingar á dagskrá. 22.1.2025 06:00
Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Englandsmeistarar Chelsea eru við það að festa kaup á Naomi Girma fyrir meira en eina milljón Bandaríkjadala. Myndi það gera hana að dýrustu knattspyrnukonu sögunnar. 21.1.2025 23:00
Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Ef marka má úrslit leiks Danmerkur og Þýskalands á HM karla í handbolta þá eru allar líkur á að Danir verji titilinn enn á ný. 21.1.2025 22:53
Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Atlético Madríd tók á móti Bayer Leverkusen í einum af stórleikjum 7. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þrátt fyrir að vera manni færri lengi vel þá unnu heimamenn frábæran 2-1 sigur. Bolonga kom þá til baka gegn Borussia Dortmund og Juventus gerði enn eitt jafnteflið. 21.1.2025 22:40
Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Jón Daði Böðvarsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Burton Albion í ensku C-deildinni þegar liðið lagði Wigan Athletic í kvöld. Var þetta fyrsti sigurleikur Burton síðan þann 4. desember. 21.1.2025 21:55
Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Toppbarátta Bónus-deildar kvenna í körfubolta er galopin eftir sigur Þórs Akureyrar á toppliði Hauka. Þá vann Keflavík sjö stiga sigur á Hamar/Þór. 21.1.2025 21:47
Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Monaco vann mikilvægan 1-0 sigur á Aston Villa í baráttunni um sæti meðal efstu átta liðanna í Meistaradeild Evrópu. Þá vann Atalanta 5-0 stórsigur á Sturm Graz. 21.1.2025 20:03