Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Réttarhöld gegn átta manns sem ákærðir hafa verið á grunni hryðjuverkalaga vegna afhöfðunar kennara sem sýndi nemendum sínum mynd af Múhameð spámanni hófust í París í dag. Nokkur ungmenni voru sakfelld vegna málsins í fyrra. 4.11.2024 17:29
Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Horizon Zero Dawn var þegar hann kom út árið 2017 mjög góður leikur. Hann er það enn og það má alveg spyrja hver þörfin var á uppfærslu. Ég gæfi samt mikið fyrir að vera að spila þennan leik í fyrsta sinn aftur. 2.11.2024 09:45
Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Að minnsta kosti 205 eru látnir eftir mikil hamfaraflóð á Spáni og þar af 202 í Valencia. Þar hefur verið varað við frekari rigningu á komandi dögum og er óttast að það gæti leitt til frekari flóða. 1.11.2024 14:06
Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Kim Jong Un, hefur stutt við bakið á Rússum frá því þeir hófu sitt „heilaga stríð“ gegn Úkraínu. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir einræðisherrann hafa skipað embættismönnum sínum og þegnum að aðstoða Rússa um leið og innrásin í Úkraínu hófst. 1.11.2024 13:15
Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Einn mannanna sem leiðir teymi Donalds Trump sem heldur utan um möguleg stjórnarskipti, sigri Trump kosningarnar, segir Robert F. Kennedy yngri hafa sannfært sig um að samsæriskenningar um bóluefni væru sannar. Kennedy hefur sagt að hann fái stjórn yfir stórum hlutum heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna, verði Trump forseti. 1.11.2024 10:59
Sekta Google um meira en allan pening heimsins Yfirvöld í Rússlandi hafa sektað bandaríska fyrirtækið Google um tvær sextilljónir rúbla, fyrir að meina ríkisreknum fjölmiðlum landsins aðgang að myndbandaveitunni Youtube, sem Google á. Það er mun meira af peningum en magn allra peninga sem til eru í heiminum. 31.10.2024 16:15
Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Ráðamenn í Rússlandi og Íran ætla að skrifa undir „umfangsmikinn“ sáttmála sem mun meðal annars snúast um aukið samstarf á sviði varnarmála. Skrifa á undir sáttmálann í náinni framtíð. 31.10.2024 15:47
Stórsigur beggja innan skekkjumarka Óáreiðanlegar kannanir og nafnlausir aðilar á veðmálamörkuðum eru sagðir hafa byggt upp væntingar Repúblikana um sigur í forsetakosningunum. Fari svo að Kamala Harris vinni, gæti Donald Trump, notað þessar væntingar kjósenda sinna til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðanna. 31.10.2024 14:15
Ný flaug flaug lengra en áður Yfirvöld í Norður-Kóreu skutu í morgun upp langdrægri skotflaug, sem virðist vera af nýrri tegund, og flaug hún bæði hærra og lengra en aðrar eldflaugar einræðisríkisins hafa áður gert. 31.10.2024 11:09
COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Call of Duty: Black Ops 6, eða Skyldan kallar: Myrkraverk 6, er að mínu viti meðal betri COD-leikja sem ég hef spilað um árabil. Einspilunin er sérstaklega skemmtilegt að þessu sinni en ég hef lengi verið mikill aðdáandi þeirra hluta þessara leikja. 31.10.2024 09:20