Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sögu­leg á­rás dróna og ró­bóta

Úkraínskir hermenn gerðu í desember árás á rússneskar skotgrafir norður af Karkívborg. Það væri í sjálfu sér ekki merkilegt en við árásina var eingöngu notast við dróna og var það í fyrsta sinn sem slíkt hefur verið gert. Úkraínumenn sendu um fimmtíu dróna, bæði fljúgandi dróna og róbóta á fótum og hjólum að rússneskum hermönnum.

Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar

Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt.

Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu

Tveimur baðströndum var lokað í Suður-Ástralíu í gær eftir að dauða fiska og torkennilega froðu rak þar á land. Brimbrettakappar og sundmenn á svæðinu fundu einnig fyrir slappleika eftir að hafa verið í sjónum en sérfræðingar telja sjaldgæfa þörungamyndun um að kenna.

Reyna á taugarnar og sam­vinnuna í GameTíví

Strákarnir í GameTíví ætla að láta reyna á taugarnar í kvöld. Þeir ætla að spila leikinn R.E.P.O. sem er fjölspilunarhryllingsleikur sem gengur út að safna auðæfum og í senn forðast hættulega óvini.

Bannaði Trump að nota lög frá á­tjándu öld

Bandarískur alríkisdómari meinaði í gærkvöldi Donald Trump, forseta, að nota lög frá lokum átjándu aldar til að gera auðveldara að flytja farand- og flóttafólk úr landi. Skipaði hann ríkisstjórn Trumps að snúa við flugvélum með fólki sem verið var að flytja úr landi.

Kveikti í konu í lest

Eldfimum vökva var hellt yfir konu um borð í lest í austurhluta Þýskalands í dag og kveikt í henni. Farþegar stöðvuðu lestina og við það hljóp árásarmaðurinn á brott og hefur hann ekki fundist.

„Þessi á drapst á einni nóttu“

Yfirvöld og náttúruverndarsamtök í Sambíu óttast mikil langtímaáhrif gífurlegrar mengunar á stórri á þar í landi. Stífla við námu brast í síðasta mánuði og flæddi sýrumengaður úrgangur niður ánna og gæti það haft áhrif á milljónir manna sem búa við ánna og reiða jafnvel lífsviðurværi sitt á henni.

Sjá meira