Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skotflaugar féllu á Kænugarð

Að minnsta kosti einn er látinn og þrír sagðir eftir skotflaugaárás á Kænugarð í nótt. Nokkrir eldar kviknuðu vegna árásarinnar en Rússar eru sagðir hafa kostið sjö skotflaugum að Kænugarði og Kryvyi Rog og einnig notast við 123 sjálfsprengidróna til árása í Úkraínu.

Veitti Musk og DOGE meiri völd til niður­skurðar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Trumps, héldu í gær blaðamannafund um starfsemi sparnaðarstofnunar Musks, DOGE. Trump skrifaði þar að auki undir forsetatilskipun um að auka völd Musks og stofnunarinnar og útvíkka umboð hennar til niðurskurðar í stjórnsýslu Bandaríkjanna.

Óttast að á­tök verði að stóru stríði

Uppreisnarmenn M23 hafa hótað því að gera árás á borgina Bukavu, höfuðborg Suður-Kivu héraðs í Austur-Kongó. Óttast er að átökin milli hersins og uppreisnarmannanna, sem njóta stuðnings Rúanda, muni leiða til umfangsmikils stríðs.

Gos geti hafist hve­nær sem er

Áfram er hætta á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni þar sem landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Talið er að tímabilið þar sem hættan á eldgosi eykst geti staðið yfir í allt að mánuð eða jafnvel lengur.

Neituðu að skrifa undir yfir­lýsingu um gervi­greind

Erindrekar og embættismenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum neituðu að skrifa undir fjölþjóðlega yfirlýsingu um þróun gervigreindar. Yfirlýsingin, sem samin var á leiðtogafundi í París, snýst meðal annars um að heita opnu og siðferðilegu ferli við þróun gervigreindartækni.

Bauð Banda­ríkin vel­komin í hóp konungs­ríkja

John Oliver heimsótti læriföður sinn Jon Stewart í The Daily Show í gærkvöldi. Þar hlakkaði mjög í hinum breska Oliver sem var mættur til að bjóða Bandaríkjamenn velkomna í hóp konungsríkja.

Upp­gjör milli Hvíta hússins og dóm­stóla í vændum

Alríkisdómari frá Rhode Island lýsti því yfir í gærkvöldi að Hvíta húsið hefði ekki orðið við skipun hans um að deila eigi út alríkisstyrkjum sem Hvíta húsið hefur stöðvað. Þetta er í fyrsta sinn sem dómari segir berum orðum að ríkisstjórn Donalds Trump sé ekki að framfylgja úrskurði en útlit er fyrir að uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í Bandaríkjunum sé í vændum.

Gráir fyrir járnum í GameTíví

Strákarnir í GameTíví verða gráir fyrir járnum í kvöld. Fjölspilunarleikurinn ARMA Reforger, sem hægt er að lýsa sem hernaðarskotleik með raunverulegum blæ, verður spilaður í þaula.

Beina spjótum sínum að banda­rískum tæknifyrirtækjum

Kínverskir embættismenn eru að skrifa lista yfir bandarísk tæknifyrirtæki sem hægt er að beita rannsóknum varðandi samkeppni og öðrum aðgerðum. Markmiðið er að geta þrýst á forsvarsmenn fyrirtækjanna, sem hafa margir fylkt liði að baki Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna.

Sjá meira