Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2025 17:06 Joseph Ladapo, heilbrigðisráðherra Flórída, á blaðamannafundi í dag. Fyrir aftan hann má sjá Ron DeSantis, ríkisstjóra. AP/Chris O'Meara Ráðamenn í Flórída ætla sér að fella niður alla bólusetningarskyldu í skólum ríkisins og á öðrum vettvangi þar sem hún er í gildi á vegum ríkisins. Joseph A. Ladapo , heilbrigðisráðherra Flórída, líkti bólusetningar skyldu í dag við þrælahald. Ladapo sagði á blaðamannafundi í dag að hver einasta bólusetningarskylda væri „löðrandi í fyrirlitningu og þrælahaldi“. Nauðsynlegt og rétt væri að fella þær úr gildi því ekki mætti segja fólki hvað það eigi að setja í líkama sinn. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýsti fyrir stuðningi við áætlunina og sagði að hann gæti fell bólusetningarskyldu niður í einhverjum tilfellum en í öðrum þyrfti ríkisþing Flórída að breyta lögum. Í Flórída er nemendum gert að vera bólusettir gegn mislingum, hettusótt, lömunarveiki, hlaupabólu og lifrabólgu B, samkvæmt frétt Washington Post. Heilbrigðissérfræðingar og fjölmargir aðrir hafa gagnrýnt þessa áætlun harðlega en Lapado hefur lengi farið með fleipur og lygar um bóluefni og önnur mál sem snúa að heilsu. Í fyrra kallaði hann til að mynda eftir því að notkun mRNA bóluefna gegn Covid yrði hætt á þeim grundvelli að þau menguðum erfðamengi fólks, sem er þvæla. Hann hefur sömuleiðis kallað eftir því að hætt verði að bæta flúorið í drykkjarvatn í Flórída. Ætla að fylgja tillögum Kennedys DeSantis segir að áætlun Repúblikana í Flórída byggi, samkvæmt AP fréttaveitunni, á tillögum Roberts F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Kennedy hefur um árabil verið einn helsti boðberi staðlausra samsæriskenninga um bóluefni í heiminum. Sjá einnig: Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Undanfarnar vikur hefur mikill glundroði ríkt innan Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna (CDC) vegna breytinga sem hann hefur gert þar og breytinga sem hann og samverkamenn hans hafa gert á leiðbeiningum um bólusetningar. Kennedy hefur einnig frá því hann tók við embætti dregið verulega úr fjárveitingum til þróunar bóluefna. Níu fyrrverandi forstöðumenn CDC til tæplega fimmtíu ára vöruðu nýverið við því að Kennedy ógnaði heilsu Bandaríkjamanna. Kennedy hefur einnig haldið því fram í gegnum árin að bóluefni valdi einhverfu, sem er ekki rétt, að þráðlaust net valdi krabbameini og að þunglyndislyf leiði til skotárása í skólum í Bandaríkjunum. Hann hefur einnig haldið því ranglega fram að bóluefni við kíghósta hafi dregið fleiri til dauða en það hafi bjargað. Kíghósti dró fjölda barna til dauða á árum áður en með bóluefnum hefur sjúkdómnum verið svo gott sem útrýmt á heimsvísu. Á grunni þessara samsæriskenninga og rugls hefur Kennedy safnað miklum auð í gegnum árin. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Þrír af æðstu yfirmönnum Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna, einnar fremstu lýðheilsustofnunar í heimi, sögðu af sér eftir að tíðindi um að Hvíta húsið hefði rekið forstöðumann hennar. Sá varar við því að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, „vopnavæði“ nú lýðheilsu í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2025 13:41 Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Maður sem lét byssukúlum rigna yfir skrifstofur bandarískrar heilbrigðisstofnunar fyrir helgi er sagður hafa verið knúinn áfram að samsæriskenningum um bóluefni gegn Covid-19. Núverandi og fyrrverandi starfsmenn vara við afleiðingum slíkra samsæriskenninga í kjölfar árásarinnar. 12. ágúst 2025 11:59 Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að rifta 22 samningum er varða þróun mRNA-bóluefna, sem metnir eru á um 500 milljónir dala. 6. ágúst 2025 06:44 Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni. 8. júlí 2025 08:04 Hætta þátttöku í alþjóðlegu bólusetningarsamstarfi fyrir börn Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur afneitari læknavísinda hélt reiðilestur yfir þátttakendum á fundi alþjóðlegs samstarfsverkefnis um bólusetningar barna í gær. Þar tilkynnti hann að Bandaríkin ætluðu að hætta að styrkja bólusetningarnar sem hafa bjargað milljónum mannslífa. 26. júní 2025 13:15 Rekur bólusetningaráð stjórnvalda á einu bretti Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur andstæðingur bóluefna rak ráðgjafaráð alríkisstjórnarinnar um bólusetningar eins og það leggur sig. Ráðið hefur verið skipað læknum og vísindamönnum frá læknadeildum helstu háskóla landsins. 10. júní 2025 10:33 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Ladapo sagði á blaðamannafundi í dag að hver einasta bólusetningarskylda væri „löðrandi í fyrirlitningu og þrælahaldi“. Nauðsynlegt og rétt væri að fella þær úr gildi því ekki mætti segja fólki hvað það eigi að setja í líkama sinn. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýsti fyrir stuðningi við áætlunina og sagði að hann gæti fell bólusetningarskyldu niður í einhverjum tilfellum en í öðrum þyrfti ríkisþing Flórída að breyta lögum. Í Flórída er nemendum gert að vera bólusettir gegn mislingum, hettusótt, lömunarveiki, hlaupabólu og lifrabólgu B, samkvæmt frétt Washington Post. Heilbrigðissérfræðingar og fjölmargir aðrir hafa gagnrýnt þessa áætlun harðlega en Lapado hefur lengi farið með fleipur og lygar um bóluefni og önnur mál sem snúa að heilsu. Í fyrra kallaði hann til að mynda eftir því að notkun mRNA bóluefna gegn Covid yrði hætt á þeim grundvelli að þau menguðum erfðamengi fólks, sem er þvæla. Hann hefur sömuleiðis kallað eftir því að hætt verði að bæta flúorið í drykkjarvatn í Flórída. Ætla að fylgja tillögum Kennedys DeSantis segir að áætlun Repúblikana í Flórída byggi, samkvæmt AP fréttaveitunni, á tillögum Roberts F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Kennedy hefur um árabil verið einn helsti boðberi staðlausra samsæriskenninga um bóluefni í heiminum. Sjá einnig: Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Undanfarnar vikur hefur mikill glundroði ríkt innan Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna (CDC) vegna breytinga sem hann hefur gert þar og breytinga sem hann og samverkamenn hans hafa gert á leiðbeiningum um bólusetningar. Kennedy hefur einnig frá því hann tók við embætti dregið verulega úr fjárveitingum til þróunar bóluefna. Níu fyrrverandi forstöðumenn CDC til tæplega fimmtíu ára vöruðu nýverið við því að Kennedy ógnaði heilsu Bandaríkjamanna. Kennedy hefur einnig haldið því fram í gegnum árin að bóluefni valdi einhverfu, sem er ekki rétt, að þráðlaust net valdi krabbameini og að þunglyndislyf leiði til skotárása í skólum í Bandaríkjunum. Hann hefur einnig haldið því ranglega fram að bóluefni við kíghósta hafi dregið fleiri til dauða en það hafi bjargað. Kíghósti dró fjölda barna til dauða á árum áður en með bóluefnum hefur sjúkdómnum verið svo gott sem útrýmt á heimsvísu. Á grunni þessara samsæriskenninga og rugls hefur Kennedy safnað miklum auð í gegnum árin.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Þrír af æðstu yfirmönnum Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna, einnar fremstu lýðheilsustofnunar í heimi, sögðu af sér eftir að tíðindi um að Hvíta húsið hefði rekið forstöðumann hennar. Sá varar við því að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, „vopnavæði“ nú lýðheilsu í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2025 13:41 Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Maður sem lét byssukúlum rigna yfir skrifstofur bandarískrar heilbrigðisstofnunar fyrir helgi er sagður hafa verið knúinn áfram að samsæriskenningum um bóluefni gegn Covid-19. Núverandi og fyrrverandi starfsmenn vara við afleiðingum slíkra samsæriskenninga í kjölfar árásarinnar. 12. ágúst 2025 11:59 Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að rifta 22 samningum er varða þróun mRNA-bóluefna, sem metnir eru á um 500 milljónir dala. 6. ágúst 2025 06:44 Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni. 8. júlí 2025 08:04 Hætta þátttöku í alþjóðlegu bólusetningarsamstarfi fyrir börn Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur afneitari læknavísinda hélt reiðilestur yfir þátttakendum á fundi alþjóðlegs samstarfsverkefnis um bólusetningar barna í gær. Þar tilkynnti hann að Bandaríkin ætluðu að hætta að styrkja bólusetningarnar sem hafa bjargað milljónum mannslífa. 26. júní 2025 13:15 Rekur bólusetningaráð stjórnvalda á einu bretti Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur andstæðingur bóluefna rak ráðgjafaráð alríkisstjórnarinnar um bólusetningar eins og það leggur sig. Ráðið hefur verið skipað læknum og vísindamönnum frá læknadeildum helstu háskóla landsins. 10. júní 2025 10:33 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Þrír af æðstu yfirmönnum Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna, einnar fremstu lýðheilsustofnunar í heimi, sögðu af sér eftir að tíðindi um að Hvíta húsið hefði rekið forstöðumann hennar. Sá varar við því að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, „vopnavæði“ nú lýðheilsu í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2025 13:41
Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Maður sem lét byssukúlum rigna yfir skrifstofur bandarískrar heilbrigðisstofnunar fyrir helgi er sagður hafa verið knúinn áfram að samsæriskenningum um bóluefni gegn Covid-19. Núverandi og fyrrverandi starfsmenn vara við afleiðingum slíkra samsæriskenninga í kjölfar árásarinnar. 12. ágúst 2025 11:59
Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að rifta 22 samningum er varða þróun mRNA-bóluefna, sem metnir eru á um 500 milljónir dala. 6. ágúst 2025 06:44
Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni. 8. júlí 2025 08:04
Hætta þátttöku í alþjóðlegu bólusetningarsamstarfi fyrir börn Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur afneitari læknavísinda hélt reiðilestur yfir þátttakendum á fundi alþjóðlegs samstarfsverkefnis um bólusetningar barna í gær. Þar tilkynnti hann að Bandaríkin ætluðu að hætta að styrkja bólusetningarnar sem hafa bjargað milljónum mannslífa. 26. júní 2025 13:15
Rekur bólusetningaráð stjórnvalda á einu bretti Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur andstæðingur bóluefna rak ráðgjafaráð alríkisstjórnarinnar um bólusetningar eins og það leggur sig. Ráðið hefur verið skipað læknum og vísindamönnum frá læknadeildum helstu háskóla landsins. 10. júní 2025 10:33