Býr á Íslandi en dæmd í sex ára fangelsi í Rússlandi Liudmilu „Lucy“ Shtein, meðlimur Pussy Riot og íslenskur ríkisborgari, hefur verið dæmd í sex ára fangelsi í Rússlandi. Shtein, sem er 27 ára gömul, er ekki í Rússlandi en hún var dæmd vegna færslna á samfélagsmiðlum þar sem hún talaði gegn innrás Rússa í Úkraínu. 27.3.2024 17:36
Sakar Bandaríkjamenn og Breta um aðkomu að árásinni Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, lýsti því yfir í dag að Úkraínumenn hefðu þjálfað íslamska öfgamenn í Mið-Austurlöndum og bæru ábyrgð á árásinni á tónleikahöllina í Crocus um helgina. Þá bendlaði hann Bandaríkjamenn og Breta við árásina. 26.3.2024 22:31
Kenna öryggisráðinu um „galnar“ kröfur Hamas Sendinefnd Ísrael hefur yfirgefið Doha, þar sem friðarviðræður milli Ísraela og Hamas hefur farið fram. Ráðamenn í Ísrael segja friðarviðræðurnar hafa strandað á hörðum kröfum Hamas og kenna ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé á Gasaströndinni um. 26.3.2024 22:05
Trump græddi milljarða dala í dag Auður Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, jókst um allt að tvo milljarða dala í dag. Það er í kjölfar þess að fyrirtæki hans, Trump Media & Technology Group, var skráð á markað og hefur virði þess aukist verulega í dag. Fyrirtækið heldur utan um rekstur samfélagsmiðilsins Truth Social. 26.3.2024 18:52
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Lögreglufulltrúi segist ekki muna eftir viðlíka máli. Ránið var þaulskipulagt og þjófarnir voru aðeins um hálfa mínútu að athafna sig. 26.3.2024 18:01
Lögreglan lýsir eftir þjófunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir tveimur mönnum. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt tuttugu til þrjátíu milljónum úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. 26.3.2024 17:17
Hverjir eru ISKP? Skæðasti angi Íslamska ríkisins teygir anga sína til Moskvu Þegar Kalífadæmi Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi féll í mars 2019 markaði það ekki endalok hryðjuverkasamtakanna sjálfra. Síðan þá hefur hver leiðtoginn á fætur öðrum verið felldur af bandarískum hermönnum en samtökin sjálf hafa þó tórað áfram, í einhverri mynd. 26.3.2024 09:00
Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. 25.3.2024 22:01
GameTíví: Pac-Man, hryllingur og framboðstilkynning Það verður ansi margt um að vera hjá strákunum í GameTíví í kvöld. Þeir ætla meðal annars að keppa í Pac-Man, spilla hryllingsleiki og svo er óvænt tilkynning. 25.3.2024 19:31
Netanjahú í fýlu við Biden Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas. 25.3.2024 19:15