Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Einn fluttur á sjúkra­hús eftir á­rekstur

Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að tveir bílar skullu saman á gatnamótum Borgartúns og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík. Slysið varð á níunda tímanum í kvöld.

Haustið 2008 að ein­hverju leyti „reyfarakennt“

Ævisaga Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, kom út í dag. Geir segist hafa talið það hálfgerða skyldu sína að skrifa bók um viðburðaríka ævi sína.

GameTíví: Berjast gegn hjörðum upp­vakninga

Strákarnir í GameTíví munu berjast fyrir lífi sínu gegn hjörðum uppvakninga í kvöld. Nýjasti Call of Duty leikurinn, sem ber nafnið Black Ops 6 verður spilaður í streymi kvöldsins.

Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París

Réttarhöld gegn átta manns sem ákærðir hafa verið á grunni hryðjuverkalaga vegna afhöfðunar kennara sem sýndi nemendum sínum mynd af Múhameð spámanni hófust í París í dag. Nokkur ungmenni voru sakfelld vegna málsins í fyrra.

Rúm­lega tvö hundruð látnir eftir flóðin

Að minnsta kosti 205 eru látnir eftir mikil hamfaraflóð á Spáni og þar af 202 í Valencia. Þar hefur verið varað við frekari rigningu á komandi dögum og er óttast að það gæti leitt til frekari flóða.

Kim hafi stutt Rússa frá upp­hafi „heilags stríðs“ þeirra

Kim Jong Un, hefur stutt við bakið á Rússum frá því þeir hófu sitt „heilaga stríð“ gegn Úkraínu. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir einræðisherrann hafa skipað embættismönnum sínum og þegnum að aðstoða Rússa um leið og innrásin í Úkraínu hófst.

Hátt­settur Trump-liði segir RFK hafa sann­fært hann um skað­semi bóluefna

Einn mannanna sem leiðir teymi Donalds Trump sem heldur utan um möguleg stjórnarskipti, sigri Trump kosningarnar, segir Robert F. Kennedy yngri hafa sannfært sig um að samsæriskenningar um bóluefni væru sannar. Kennedy hefur sagt að hann fái stjórn yfir stórum hlutum heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna, verði Trump forseti.

Sekta Google um meira en allan pening heimsins

Yfirvöld í Rússlandi hafa sektað bandaríska fyrirtækið Google um tvær sextilljónir rúbla, fyrir að meina ríkisreknum fjölmiðlum landsins aðgang að myndbandaveitunni Youtube, sem Google á. Það er mun meira af peningum en magn allra peninga sem til eru í heiminum.

Sjá meira