Semja um vopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2025 10:33 Hun Manet, forsætisráðherra Kambódíu, er hér til vinstri og hægra megin er Phumtham Wechayachai, starfandi forsætisráðherra Taílands. Á milli þeirra stendur Anwar Ibrahim, forsætisráðherra Malasíu. AP/Mohd Rasfan Ráðamenn í Taílandi og Kambódíu hafa samþykkt skilyrðislaust vopnahlé sín á milli, sem taka mun gildi seinna í dag. Að minnsta kosti 33 hafa fallið og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín frá því átök brutust út milli ríkjanna í síðustu viku. Á blaðamannafundi sem fór fram í kjölfar viðræðna í morgun lýstu þeir Hun Manet, forsætisráðherra Kambódíu, og Phumtham Wechayachai, starfandi forsætisráðherra Taílands, því yfir að samkomulag hefði náðst. Vopnahléið mun hefjast á miðnætti að staðartíma og í fyrramálið eiga leiðtogar herafla ríkjanna að halda óformlegar viðræður sín á milli. Anwar Ibrahim, leiðtogi Malasíu, var einnig á blaðamannafundinum en hann hefur komið að viðræðunum milli ráðamanna ríkjanna tveggja. Þakkaði hann þeim fyrir að hafa komist að samkomulagi og sagðist vonast til þess að um væri að ræða skref í átt að langvarandi friði. Manet sagði fundinn í morgun hafa verið mjög góðan og þakkaði hann Anwar, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn Kína fyrir aðkomu þeirra að friðarviðræðunum, samkvæmt frétt BBC. Trump hafði þrýst á yfirvöld í báðum löndum að koma á friði. Hann sagðist vonast til þess að átökin myndu stöðvast hið snarasta og sagði tíma til kominn til að bæta samskipti Taílands og Kambódíu. Wechayachai sló á svipaða strengi, þakkaði Trump og Kínverjum einnig, og sagði ráðamenn í Taíland staðráðna í að koma á friði. Leiðtogarnir tókust í hendur að blaðamannafundinum loknum en svöruðu engum spurningum. Hafa deilt um landamæri í áratugi Átökin milli ríkjanna eiga sér í raun langan aðdraganda en þó hófust síðasta fimmtudag eftir að fimm taílenskir hermenn særðust þegar jarðsprengja sprakk á landamærum ríkjanna. Báðir aðilar saka andstæðing sinn um að hefja átökin en ríkin deila um átta hundruð kílómetra löngum landamærum sem deilt hefur verið um í áratugi. Landamærin voru teiknuð fyrir rúmri öld, eftir að Frakkar lögðu Kambódíu undir sig. Átökin héldu áfram í morgun og hafa sprengingar og skothríð heyrst þar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Kambódía Taíland Hernaður Malasía Donald Trump Kína Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Ráðamenn í Kambódíu hafa gert gert ákall eftir tafarlausu vopnahléi eftir að til átaka kom á landamærum Kambódíu og Taílands. Forsætisráðherra Taílands varar við því að átökin gætu færst nær stríði. 26. júlí 2025 10:16 Lýsa yfir herlögum í Taílandi Yfirvöld í Taílandi hafa lýst yfir herlögum í átta héruðum landsins vegna átaka á milli þeirra og Kambódíu. Yfir hundrað þúsund íbúar í Taílandi hafa yfirgefið heimili sín. 25. júlí 2025 16:19 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Sjá meira
Á blaðamannafundi sem fór fram í kjölfar viðræðna í morgun lýstu þeir Hun Manet, forsætisráðherra Kambódíu, og Phumtham Wechayachai, starfandi forsætisráðherra Taílands, því yfir að samkomulag hefði náðst. Vopnahléið mun hefjast á miðnætti að staðartíma og í fyrramálið eiga leiðtogar herafla ríkjanna að halda óformlegar viðræður sín á milli. Anwar Ibrahim, leiðtogi Malasíu, var einnig á blaðamannafundinum en hann hefur komið að viðræðunum milli ráðamanna ríkjanna tveggja. Þakkaði hann þeim fyrir að hafa komist að samkomulagi og sagðist vonast til þess að um væri að ræða skref í átt að langvarandi friði. Manet sagði fundinn í morgun hafa verið mjög góðan og þakkaði hann Anwar, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn Kína fyrir aðkomu þeirra að friðarviðræðunum, samkvæmt frétt BBC. Trump hafði þrýst á yfirvöld í báðum löndum að koma á friði. Hann sagðist vonast til þess að átökin myndu stöðvast hið snarasta og sagði tíma til kominn til að bæta samskipti Taílands og Kambódíu. Wechayachai sló á svipaða strengi, þakkaði Trump og Kínverjum einnig, og sagði ráðamenn í Taíland staðráðna í að koma á friði. Leiðtogarnir tókust í hendur að blaðamannafundinum loknum en svöruðu engum spurningum. Hafa deilt um landamæri í áratugi Átökin milli ríkjanna eiga sér í raun langan aðdraganda en þó hófust síðasta fimmtudag eftir að fimm taílenskir hermenn særðust þegar jarðsprengja sprakk á landamærum ríkjanna. Báðir aðilar saka andstæðing sinn um að hefja átökin en ríkin deila um átta hundruð kílómetra löngum landamærum sem deilt hefur verið um í áratugi. Landamærin voru teiknuð fyrir rúmri öld, eftir að Frakkar lögðu Kambódíu undir sig. Átökin héldu áfram í morgun og hafa sprengingar og skothríð heyrst þar, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Kambódía Taíland Hernaður Malasía Donald Trump Kína Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Ráðamenn í Kambódíu hafa gert gert ákall eftir tafarlausu vopnahléi eftir að til átaka kom á landamærum Kambódíu og Taílands. Forsætisráðherra Taílands varar við því að átökin gætu færst nær stríði. 26. júlí 2025 10:16 Lýsa yfir herlögum í Taílandi Yfirvöld í Taílandi hafa lýst yfir herlögum í átta héruðum landsins vegna átaka á milli þeirra og Kambódíu. Yfir hundrað þúsund íbúar í Taílandi hafa yfirgefið heimili sín. 25. júlí 2025 16:19 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Sjá meira
Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Ráðamenn í Kambódíu hafa gert gert ákall eftir tafarlausu vopnahléi eftir að til átaka kom á landamærum Kambódíu og Taílands. Forsætisráðherra Taílands varar við því að átökin gætu færst nær stríði. 26. júlí 2025 10:16
Lýsa yfir herlögum í Taílandi Yfirvöld í Taílandi hafa lýst yfir herlögum í átta héruðum landsins vegna átaka á milli þeirra og Kambódíu. Yfir hundrað þúsund íbúar í Taílandi hafa yfirgefið heimili sín. 25. júlí 2025 16:19