Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Semja um vopna­hlé

Ráðamenn í Taílandi og Kambódíu hafa samþykkt skilyrðislaust vopnahlé sín á milli, sem taka mun gildi seinna í dag. Að minnsta kosti 33 hafa fallið og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín frá því átök brutust út milli ríkjanna í síðustu viku.

Banda­ríkja­menn gera loft­á­rásir á Írani

Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Þeirra á meðal neðanjarðarmiðstöðina til  í Fordó til auðgunar úrans sem er grafin áttatíu metrum undir fjalli. 

Á­hlaup ICE og ó­vissan veldur vand­ræðum

Þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í síðustu viku að útsendarar innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) og annarra alríkislöggæsluembætta myndu hætta að gera áhlaup á bóndabæi og fyrirtæki í ferðamannabransanum önduðu margir léttar. Margir verkamenn innan geiranna, sem voru í Bandaríkjunum ólöglega, höfðu endað í haldi og enn fleiri neituðu að mæta í vinnu.

Geim­skipið sprakk á jörðu niðri

Nýjasta geimflaug SpaceX af gerðinni Starship sprakk í loft upp á jörðu niðri í Texas í nótt. Verið var að undirbúa eldflaugina fyrir tilraun þar sem kveikja átti á hreyflum hennar og varð gífurlega stór sprenging á tilraunapallinum. Engan sakaði í sprengingunni.

Leita „fjand­skapar“ á samfélagsmiðlum náms­manna

Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla í framtíðinni að skoða samfélagsmiðla erlendra námsmanna og fræðimanna sem sækja um vegabréfsáritun og dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Markmiðið er að leita að fjandskap í garð Bandaríkjanna.

Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarn­orku­vopn

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætlaði að gera árásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Hann sagðist ekki vilja í stríð við Íran en sagði að þegar valið stæði milli þess að berjast eða leyfa klerkastjórninni í Íran að eignast kjarnorkuvopn yrði maður „að gera það sem maður þarf að gera“.

Stað­festa bann á með­ferð trans barna

Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að heimilt sé að meina börnum að gangast kynleiðréttingu og fá tengd lyf og tengda læknisþjónustu. Meðferðin felur að mestu í sér notkun lyfja til að stöðva kynþroska eða annarskonar hormónameðferð.

Fjór­tán tonna sprengjan sem Ísraela vantar

Ráðamenn í Ísrael hafa um nokkuð skeið reynt að fá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að aðstoða við árásir á Íran. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er sagður hafa tvisvar sinnum beðið Trump persónulega um að fá aðstoð í formi fjórtán tonna sprengju sem hönnuð er til að granda byrgjum sem grafin eru djúpt í jörðu.

Sjá meira