Framboðið „verður að koma í ljós“ Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur ekki ákveðið hvort hún bjóði sig fram fyrir flokkinn í komandi sveitastjórnarkosningum. Mikið hefur gengið á innan stjórnar flokksins eftir stjórnarskipti í vor. Hún segist opin fyrir samtali um samstarf við aðra flokka. 21.8.2025 17:05
Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Bílastæðið við Ástjarnarkirkju hefur verið tekið yfir af stórum atvinnutækum sem leggja yfir þvert bílastæðið. Prestur í kirkjunni segir slíkt ekki gerast oft. Bílastæði kirkjunnar er ekki það eina þar sem fullt er af ökutækjum. 21.8.2025 15:04
Svona verður dagskráin á Menningarnótt Afmælishátíð Reykjavíkurborgar, Menningarnótt, verður haldin hátíðleg nú á laugardaginn. Gestir hátíðarinnar geta sótt um fjögur hundruð viðburði líkt og lúðrablástur, vöfflukaffi, söngsýningar, listsýningar og tónlistaratriði. 21.8.2025 12:08
Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Síðustu aspirnar á Austurvegi, sem liggur í gegnum Selfoss, hafa verið felldar. Bæjarstjóri Árborgar segir aspirnar hafa verið felldar í þágu umferðaröryggis en í stað þeirra komi fallegur gróður. 21.8.2025 10:45
„Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Skólastjóri í Hörðuvallaskóla segir að ekki sé verið að fara leggja samræmd próf fyrir nemendur Kópavogsbæjar. Um sé að ræða stöðupróf sem séu hluti af nýja námsmatskerfinu Matsferli. Allir skólar á landinu ættu að fylgja kerfinu. 20.8.2025 16:55
Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Konur með örorkulífeyri eru líklegri til að vera einhleypar, að hafa verið í krefjandi vinnu, þolendur ofbeldis og í erfiðri fjárhagsaðstæðum samkvæmt nýrri skýrslu. Sextíu prósent kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtíu ára gamlar. 20.8.2025 15:44
Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við Aldrei hafa fleiri hlauparar skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþonið sem haldið er árlega á Menningarnótt. Veðurfræðingur spáir hægum vind á laugardagsmorgun en bæta mun í þegar líður á morguninn. 20.8.2025 13:15
Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Fjölmiðlanefnd hefur sektað Ríkisútvarpið um hálfa milljón króna vegna of langs auglýsingatíma fyrir Áramótaskaupið árið 2024. Auglýsing fyrir útvarpsstöð fjölmiðilsins varð þeim að falli. 20.8.2025 11:03
Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Nemendum í grunnskólum Kópavogsbæjar verður skylt að taka samræmt námspróf frá og með vorinu 2026 að sögn bæjarstjóra. Aðgerðin er ein af sextán umbótatillögum sem svara eiga ákalli kennara, nemenda og foreldra í málefnum grunnskóla. 20.8.2025 10:11
Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Fundi forseta Rússlands og forseta Bandaríkjanna er lokið. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir þá hafa komist að ákveðnum skilningi um málefni Úkraínu en engar nánari upplýsingar fengust um hvað fælist í þeim skilning. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ætla upplýsa evrópska leiðtoga, þar á meðal Úkraínuforseta, um hvað fór fram á fundinum. 15.8.2025 23:24