Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi 42 erlendir ferðamenn voru um borð í rútu á Snæfellsnesi er hún valt af veginum. Bæði hópslysaáætlun og samhæfingarmiðstöð Almannavarna voru virkjaðar vegna slyssins en miðað við upplýsingar sem liggja fyrir er talið að betur fór en á horfðist. Tveir voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. 6.10.2025 17:44
Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Á síðustu fjórum árum hefur íbúum á Stöðvarfirði verið ráðlagt að sjóða vatnið sitt í alls 79 daga vegna sex mengunartilfella í vatnsbóli bæjarins. Þrjú af sex tilfellunum komu upp á síðustu þremur mánuðum. 6.10.2025 16:41
Innkalla eitrað te Matvælastofnun varar við framleiðslulotu af tei frá vörumerkinu Herbapol vegna náttúrulegra eiturefna í því. Varan hefur verið innkölluð. 6.10.2025 15:22
Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Tæplega þúsund göngugarpar eru innlyksa á tjaldsvæði á Everest-fjalli vegna snjóstorms sem þar geisar. 5.10.2025 17:01
Óttast áhrifin á vinnandi mæður Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir tillögur meirihlutans um breytingar á gjaldskrá leikskóla koma niður á ákveðnum hópum en borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þær eiga eftir að fara í samráð. Tekist var á um tillögurnar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 5.10.2025 16:01
Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Eiganda Valka design eyddi mörgum mánuðum í að hanna tösku og sá hana síðan nokkrum mánuðum síðar á vefsíðu fataverslunarinnar Weekday. Hún segir það leiðinlegt þegar stórfyrirtæki stela hönnun lítilla fyrirtækja og íhugar að leita réttar síns. 5.10.2025 15:39
Síðasti fuglinn floginn Síðasta flugvélin merkt flugfélaginu Play er farin úr landi og stefnir nú til Noregs. Vélin er í eigu kínversks félags og átti hún að standa á vellinum þar til útistandandi skuldir Play yrðu greiddar samkvæmt nýrri reglugerð innviðaráðherra. Skuldirnar hafa enn ekki verið greiddar. 5.10.2025 14:15
„Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Betur fór en á horfðist þegar kviknaði í Þvottahúsinu Fjöður í gærkvöldi. Einn eiganda þvottahússins segir að um svokallaðað sjálfsíkveikju hafi verið að ræða. Dagurinn í dag fer í að þrífa allan þvott upp á nýtt. 5.10.2025 12:16
Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Að minnsta kosti fimm voru drepnir þegar Rússar skutu flugskeytum og drónum á Úkraínu í nótt. Þúsundur eru án rafmagns vegna umfangsmiklu árásanna. 5.10.2025 09:58
Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Umræðuþátturinn Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. 5.10.2025 09:47