Trump „mjög reiður“ út í Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera mjög reiður út í Vladímír Pútín, forseta Rússlands, vegna árása Pútíns á trúverðugleika Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu. Trump hótar enn fleiri tollgjöldum skyldi Pútín ekki halda áfram í vopnahlésviðræðum. 30.3.2025 23:12
Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrrum formann Samfylkingarinnar vera snúa út úr málflutningi stjórnarandstöðunnar í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Ýmislegt sé óskýrt varðandi aðkomu forsætisráðuneytisins í málinu. Hún sakar forsætisráðherra um að hafa farið með rangt mál í pontu Alþingis. 30.3.2025 21:58
Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Þýsku geimflauginni Spectrum var skotið á loft frá norsku eyjunni Andoja í dag. Flaugin, sem var tóm, tókst á loft en þó aðeins í um þrjátíu sekúndur, áður en hún hrapaði í hafið. 30.3.2025 20:45
Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. 30.3.2025 20:19
Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Jarðskjálfti að stærðinni 7,7 mældist í Mjanmar á föstudag og olli mikilli eyðileggingu þar og í nágrannalöndum. Björgunaraðgerðir standa enn yfir og finnst fólk enn á lífi í rústunum. 30.3.2025 19:01
Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson og Sara Lind Guðbergsdóttir, framkvæmdastjóri Climeworks á Íslandi, hafa sett parhúsið sitt í Urriðaholti á sölu. Ásett verð eru rétt rúmar tvö hundruð milljónir króna. 30.3.2025 17:50
Þremur vísað út af Landspítalanum Þremur einstaklingum var vísað út af Landspítalanum í dag af lögreglu. Maður sýndi ógnandi hegðun á bráðamóttökunni en tvö önnur voru í óleyfi á sjúkrahúsinu. 30.3.2025 17:06
Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Yfir 1900 manns hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í Tyrklandi eftir að borgarstjóri Istanbúl var handtekinn. Mótmælin hafa staðið í tíu daga og mættu hundruð þúsunda í dag. 29.3.2025 16:57
Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fleiri en sextán hundruð manns eru látnir eftir stóra jarðskjálfta í Mjanmar. Þúsundir eru slasaðir og tuga enn saknað. 29.3.2025 16:12
Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar hefur gert athuganir við skýrslu Deloitte um hvernig byggja eigi bæinn upp á ný eftir eldgos og jarðhræringar síðustu ára. Þau vilja að framkvæmdir í bænum hefjist strax í sumar og bjóða ráðherrum ríkisstjórnarinnar í heimsókn til að kynna stöðu mála. 29.3.2025 15:42