Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Króatar unnu Ungverjaland 31-30 með marki á síðustu sekúndu, eftir ótrúlega endurkomu, í 8-liða úrslitum á HM í handbolta í kvöld. Þar með er ljóst að Króatarnir hans Dags Sigurðssonar spila um verðlaun á mótinu. 28.1.2025 18:40
Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ „Við þurfum bara að bíða og ef eitthvað skyldi gerast þá látum við það koma okkur skemmtilega á óvart. Við ætlum ekki að láta þetta skemma kvöldið fyrir okkur. Mögulega er þetta síðasta kvöldið okkar saman og við ætlum bara að njóta þess,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, eftir mögulega síðasta leik Íslands á HM. 26.1.2025 16:42
Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld „Einhvers staðar hef ég smá trú, en hafandi spilað við Króatana á þeirra heimavelli þá held ég að líkurnar séu ekki okkur í hag,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, nú þegar biðin er hafin eftir því að vita hver örlög Íslands verða á HM í handbolta. 26.1.2025 16:13
Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26.1.2025 15:43
Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Ef Ísland vinnur Argentínu í dag eins og fastlega má gera ráð fyrir, á HM karla í handbolta, er öruggt að liðið endar í versta falli í 9. sæti mótsins. Það yrði besti árangur liðsins á HM síðan á bestu árum í sögu þess, eða árið 2011. 26.1.2025 14:33
Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Stuðningsmenn ítalska stórveldisins AC Milan eru hundóánægðir með bandaríska eigandann Gerry Cardinale og beittu nýrri aðferð til að láta óánægju sína í ljós í dag, í heimaleik gegn Parma. Þeir ættu hins vegar að geta glaðst yfir úrslitum leiksins. 26.1.2025 13:35
Karólína hóf árið á stoðsendingu Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur hennar í Leverkusen eru komnar aftur af stað í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir vetrarfrí frá því fyrir jól. Þær byrjuðu á góðum 2-1 útisigri gegn Freiburg. 26.1.2025 13:08
Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Vinstri hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia er kominn inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn við Argentínu á HM í handbolta í dag. Sigvaldi Björn Guðjónsson er hins vegar ekki með. 26.1.2025 12:40
Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm Það er líklega ekki margt sem ber að varast fyrir íslenska landsliðið í dag, gegn slöku liði Argentínu. Ísland verður að vinna leikinn en þarf svo að treysta á að Grænhöfðaeyjar taki stig gegn Egyptalandi, eða að Slóvenía taki stig gegn Króatíu. 26.1.2025 11:30
Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Íslendingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að Slóvenar mæti í sinn síðasta leik á HM í handbolta í kvöld án þess að leggja allt í sölurnar til þess að vinna nágranna sína í Króatíu. 26.1.2025 10:29