Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Verðlag á dagvöru hækkaði 0,58 prósent í maí samkvæmt dagvöruvísitölu ASÍ og nemur árshækkun um 4,5 prósentum. Um er að ræða fjórða mánuðinn í röð þar sem vísitalan hækkar um meira en hálft prósent milli mánaða en sá hækkunartaktur jafngildir um 6 prósent árshækkun á matvörum. 16.6.2025 14:21
Stofna vinnuhóp til að sporna gegn ofbeldi í garð verslunarmanna Landssamband íslenskra verslunarmanna, VR og Samtök verslunar og þjónustu hafa áhyggjur af auknu ofbeldi og áreiti gagnvart verslunarfólki í starfi. Félögin hyggjast setja á laggirnar vinnuhóp til að sporna gegn slíku ofbeldi. 16.6.2025 13:48
Rækja fannst í skinkusalati Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af skinkusalati frá Salathúsinu eftir að rækja fannst í einu boxi. Neytendum með rækjuofnæmi er bent á að farga boxinu eða skila. 16.6.2025 12:24
Björgunarsveitir leita Sigríðar áfram Leit að Sigríði Jóhannsdóttur heldur áfram í dag. Lögregla hefur lýst eftir henni síðan á laugardagskvöld. 16.6.2025 12:11
Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur segist efast um að veitingamenn í Reykjavík óttist í mörgum tilvikum að styggja stjórnsýsluna. Hann segir heilbrigðiseftirlitið, sem mótmælti á sínum tíma íþyngjandi reglugerðarbreytingu um auglýsingaskyldu, starfa af heilindum. 16.6.2025 10:36
Tjaldsungi klaktist út eftir tæpar tvær vikur á ofninum Hundurinn Rocky og tjaldsunginn Kenny sem búa saman á Patreksfirði eru orðnir mestu mátar. Sambúð þeirra hófst eftir að hundurinn fann yfirgefið egg á göngu með eiganda sínum og eigandinn ákvað að taka eggið með heim. 15.6.2025 14:30
Annar þingmaðurinn látinn og byssumannsins enn leitað Lögreglan í Minnesota leitar enn manns sem grunaður er um að hafa skotið tvo ríkisþingmenn Demókrata á heimilum þeirra á föstudagskvöld. Melissa Hortmann fulltrúadeildarþingmaður ríkisþingsins og eiginmaður hennar létust af sárum sínum í gær. 15.6.2025 13:14
Grunur um tvö kynferðisbrot á bíladögum Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur haft í nægu að snúast en Bíladagar fóru þar fram um helgina. Lögregla hefur haft afskipti vegna minni háttar líkamsárása og tvö kynferðisbrotamál eru til rannsóknar eftir helgina. 15.6.2025 11:02
Tíu drepnir í Ísrael og Írönum ráðlagt að rýma Loftárásir Ísraela og Írana á víxl héldu áfram í nótt. Björgunarsveitir í Ísrael leita í rústum íbúðarhúss í borginni Bat Yam en minnst tíu eru taldir af, þar af börn, eftir að eldflaug var skotið á húsið. Óttast er að fleiri séu enn undir rústunum. 15.6.2025 10:04
Þinglok, Íran og rökrætt um skattastefnu Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. 15.6.2025 09:11