
Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á
Katrín Middleton prinsessa af Wales segist á batavegi eftir að hafa greinst með krabbamein í byrjun síðasta árs. Hún segist nú einbeita sér að því að ná fullum bata.
Fréttamaður
Sólrún er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar
Katrín Middleton prinsessa af Wales segist á batavegi eftir að hafa greinst með krabbamein í byrjun síðasta árs. Hún segist nú einbeita sér að því að ná fullum bata.
Samninganefndir kennara og sveitarfélaga funda í Karphúsinu á morgun eftir stutt hlé á samningaviðræðunum. Formaður Kennarasambandsins segir miður að vera aftur að lenda á þeim stað að þurfa að lyfta hnefanum til þess að láta hlusta á kennara.
Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, hefur ekki verið flughæf síðan fyrir helgi vegna smávægilegrar bilunar í skjá á flugstjórnarklefanum. Stefnt er að því að viðgerð ljúki á morgun.
Vegna aukinnar jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, í samráði við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, virkjað viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Bárðarbungu eða norðan Vatnajökuls.
Sáttasemjarar í Katar kynntu embættismönnum Ísraels og Hamas lokadrög að vopnahléstillögu í kvöld. Tillagan er sögð fela í sér endalok stríðsins á Gasa og Bandaríkjaforseti segir viðræður á lokametrunum.
Ferðamálastofa hefur birt spá um fjölda erlendra ferðamanna fyrir næstu fimm ár. Stofnunin spáir um það bil sama ferðamannafjölda í ár og í fyrra en allt að sjö prósent fjölgun árið 2026.
Forstjóri Amaroq segir viðskiptatengsl Íslands og Grænlands sífellt mikilvægari Ísland sé í dauðafæri til að koma sér upp góðum tengslum við staðinn. Væri hann utanríkisráðherra myndi hann einblína á tengsl Íslands við eyjuna.
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á fertugsaldri, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu í síðasta mánuði, fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa haldið manni kyrkingartaki í að minnsta kosti sjö mínútur.
Tölvuárásin sem gerð var á Toyota á Íslandi í nótt er til rannsóknar hjá starfsmönnum Syndis, OK og tölvudeild Toyota. Enn er unnið að því að byggja tölvukerfin upp á ný og fyrirbyggja frekari skaða.
Dýraþjónusta Reykjavíkurbiður íbúa höfuðborgarsvæðisins sem verða varir við veika eða dauða fugla að meðhöndndla þá ekki heldur hafa samband við þjónustuna tafarlaust. Þá eru íbúar beðnir um að halda heimilisköttum innandyra.