Erlent

Af­lýsa yfir þúsund flug­ferðum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Ástandið mun að öllum líkindum hafa áhrif á ferðaáætlanir Bandaríkjamanna vegna þakkargjörðarhátíðarinnar. 
Ástandið mun að öllum líkindum hafa áhrif á ferðaáætlanir Bandaríkjamanna vegna þakkargjörðarhátíðarinnar.  AP

Meira en þúsund flugferðum til, frá og innan Bandaríkjanna var aflýst í dag. Ríkisstofnunum þar í landi hefur verið lokað frá upphafi októbermánaðar og er rask á flugi undanfarna daga afleiðing þess. 

Nærri fjögur þúsund flugferðum var seinkað í dag en í gær voru þær um sjö þúsund. Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) tilkynnti fyrr í vikunni að flugumferð um landið yrði skorin niður um allt að tíu prósent á fjörutíu fjölförnustu flugvöllum landsins.

Í umfjöllun BBC segir að flugumferðarstjórar séu meðal 1,4 milljóna Bandaríkjamanna sem fái ekki greidd laun meðan á lokun ríkisstofnana stendur yfir. Framlínustarfsmenn starfa því launalaust en aðrir starfsmenn hafa ekki mætt til vinnu síðan í lok september. 

Fulltrúar Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi hafa enn ekki sammælst um framhaldið. 

Tæpar þrjár vikur eru í þakkargjörðarhátíðina, sem er ein stærsta ferðavika ársins hjá Bandaríkjamönnum. Ástandið mun að öllum líkindum hafa áhrif á ferðalög fólks þá viku en FAA hefur boðað stigvaxandi niðurskurð á flugumferð næstu daga. Stjórnin sagði niðurskurðinn mikilvægan þátt í að tryggja öryggi vegna aukins álags á flugumferðarstjóra sem, líkt og fyrr segir, hafa unnið launalaust síðustu vikur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×