

fréttaþulur
Telma Tómasson
Telma Tómasdóttir er fréttamaður og fréttaþulur á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Nýjustu greinar eftir höfund

Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð
Viðreisn heldur áfram að auka fylgi sitt á meðan Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur lækka flugið. Þetta má lesa úr skoðanakönnunum Maskínu, Gallups og Prósents sem birtar hafa verið síðustu daga. Hafsteinn Birgir Einarsson stjórnmálafræðingur segir erfitt að spá fyrir um hvort þessi þróun haldi áfram.

Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs
Formaður Viðreisnar segir nýjustu fylgismælingu ekki endilega koma sér á óvart, en þar mælist flokkur hennar með 19,4 prósenta fylgi. Hún á von á því að flokkur hennar verði skotspónn annarra flokka og jafnvel fleiri afla, þegar vel árar í könnunum.

Sýna áhuga á eignum Skagans 3X
Blandaður hópur fjárfesta og sérfræðinga hefur sýnt áhuga á að kaupa eignir Skagans 3X á Akranesi úr þrotabúi og hefja aftur starfsemi í bænum.

Læknir játar sök í tengslum við dauða Matthew Perry
Læknir sem ákærður er fyrir að hafa átt þátt í fíkniefnatengdum dauða leikarans Matthew Perry hefur játað sök í málinu.

Allar hugmyndir um verkfallsaðgerðir á ís
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að allar hugmyndir um verkfallsaðgerðir Eflingarfólks í kjaradeilu stéttarfélagsins og Samtaka fyrirtækja í velverðarþjónustu séu nú á ís. Samninganefndir Eflingar og SFV sitja nú á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara, en Sólveig Anna segir ágætan skrið vera í viðræðunum.

Vilja sýna hluttekningu með frestun á stóru balli
Skólameistari Fjölbrautarskólans við Ármúla hefur ekki orðið var við hnífaburð nemenda í skólanum. Hann telur nemendur orðna það þroskaða að átta sig á afleiðingum sem slíkt gæti haft í för með sér. Stóru nýnemaballi hefur verið frestað um eina til tvær vikur.

Óheiðarlegum verktaka og stefnuleysi stjórnvalda um að kenna
Komist hefði mátt hjá dauða sjötíu og tveggja íbúa íbúðarblokkar The Grenfell Tower í Lundúnum, sem varð alelda á skömmum tíma í júní árið 2017.

Sjá ekki fyrir endann á eldsumbrotum á Reykjanesskaga
Ekki sér enn fyrir endann á þeirri eldvirkni sem hófst á Reykjanesskaga fyrir þremur árum, að sögn jarðeðlisfræðings. Hann útilokar þó að búast megi lengi áfram við stöðugum eldgosum á nokkurra mánaða fresti.

Sektaður fyrir að nota rafólar á hunda
Matvælastofnun lagði dags- og stjórnvaldssektir á fimm einstaklinga og fyrirtæki sem stofnunin hafði haft eftirlit með í júní og júlí.

Óttast um velferð íbúa og höfðar til skynsemi þeirra
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mælir eindregið gegn því að fólk dvelji í Grindavík nú þegar búist er við að gos hefjist á hverri stundu. Óásættanleg hætta er talin fyrir hendi í hluta bæjarins en dvalið hefur verið í um 24 húsum síðustu nætur og dæmi um að barnafólk sé í Grindavík.