Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Ný sýning var opnuð í Listasafni Íslands í dag undir titlinum Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir. Þar eru fölsuð verk í sviðsljósinu og er hægt að bera þau saman við upprunaleg verk. Bæði verk fölsuð frá grunni og verk með falsaðri áritun. 12.4.2025 20:39
Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á ferðamenn eru út í hött í að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar í ljósi óvissutíma framundan. Blikur séu á lofti en hátt í fjörutíu prósent af tekjum ferðaþjónustunnar koma frá bandarískum ferðamönnum. Samtökin óttast að tollastríð leið til þess að Bandaríkjamenn haldi að sér höndum. 12.4.2025 19:08
„Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Mennta og barnamálaráðherra hafnar alfarið ásökunum um valdníðslu af hálfu rektors Kvikmyndaskóla Íslands. Umtalsverðu fjármagni hafi verið veitt í skólann fyrir áramót sem hafi átt að duga út árið. Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann. 12.4.2025 14:51
Mikið högg fyrir nærsamfélagið Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ákvörðun Hvals hf. um að ekki verði stefnt að hvalveiðum í sumar slá sig illa. Um sé að ræða mikið högg fyrir félagsmenn og nærsamfélagið. 12.4.2025 12:19
Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Utanríkisráðherra fundaði með utanríkismálastjóra og framkvæmdastjóra Evrópusambandsins fyrir varnarmál um varnarsamstarf. Málið er farið í formlegan farveg en hún leggur áherslu á að auka þurfi stoðir Íslands í varnar- og öryggismálum. 11.4.2025 23:29
Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Fyrstu konurnar til að vera skipaðar í stöðu prófessors við námsbraut í stærðfræði kalla eftir því að enn fleiri konur skrái sig í stærðfræðinám og segja það helbera mýtu að stærðfræðingar kunni ekki að skemmta sér. 11.4.2025 22:47
Esjustofa í endurnýjun lífdaga Eitt helsta kennileiti Esjunnar, Esjustofa við rætur fjallsins, gengur nú í endurnýjun lífdaga en Fjallafélagið gerði nýlega leigusamning við eiganda skálans og hyggst opna þar bækistöð fyrir fjallagarpa landsins 10.4.2025 21:00
Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hætta á hryðjuverkum hér á landi hefur aukist lítillega frá fyrra ári samkvæmt greiningardeild ríkislögreglustjóra. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé áhyggjuefni og lögreglan hefur vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum þar sem hvatt er til hryðjuverka. 10.4.2025 19:00
Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Yfirlæknir réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítalans segir fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans vera löngu tímabæra. Óvíst sé hvort að fjölgunin muni nægja enda fari hópur þeirra sem þurfi að vista sístækkandi. 10.4.2025 12:01
Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Steinn, eitt helsta kennileiti Esjunnar, hvolfdi um helgina og hefur skriðið tvo metra frá þeim stað sem hann var á. Það hryggi ýmsa tíða Esjufara að sjá. 7.4.2025 22:45