Fréttamaður

Tómas Arnar Þorláksson

Tómas Arnar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hætta á að á­kveðnir staðir þrífist ekki

Fulltrúar verslunar og þjónustu hvetja stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að tryggja rekstur kjörbúða í minni bæjarstæðum á landsbyggðinni. Um félagslegt byggðarmál sé að ræða. Án þessar grunnþjónustu sé hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki.

„Á­stand sem við getum ekki búið við til lengdar“

Samtök iðnaðarins segja útlitið hjá byggingariðnaðnum vera svart í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Söguleg óvissa grafi undan markaðnum. Hver dagur skipti máli í núverandi ástandi sem er ekki hægt að lifa við til lengri tíma. 

Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs?

Gervigreindarsmjaður er raunverulegt vandamál að mati vísindamanna. Forrit eigi það til að taka undir ranghugmyndir notenda en dósent í tölvunarfræði segir of snemmt að segja til um hvort það geti leitt til svokallaðs gervigreindargeðrofs.

Til­tölu­lega lítil á­hrif af breytingum Seðla­bankans

Breytingar á lánareglum Seðlabankans munu ekki hafa áhrif á fjölda fólks, þar sem reglur um greiðslubyrði haldast þær sömu. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Þó geti um fimmtán hundruð kaupendur komið nýir inn á fasteignamarkaðinn

Telur að aðrar ferða­skrif­stofur muni fylgja í kjöl­farið

Einn eigandi ferðaskrifstofunnar Tango Travel segist vera í áfalli eftir að fyrirtækið þurfti að hætta starfsemi vegna áhrifa af gjaldþroti Play. Hann er ósáttur við reglugerð um Ferðamálastofu og telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið.

Reynslu­boltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls

Þungt andrúmsloft er innan dómsmálaráðuneytisins og ákveðinna deilda embættis ríkislögreglustjóra vegna greiðslna embættisins til ráðgjafafyrirtækisins Intru. Þremur reynsluboltum var sagt upp hjá embættinu í gær sem skjóti skökku við að mati starfsfólks sem baðst undan því að koma fram undir nafni.

Fundinum lokið án niður­stöðu

Fundi dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra vegna 190 milljóna króna greiðslna til ráðgjafa frá lögregluembættum Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lauk í morgun án niðurstöðu. Formaður Landssambands lögreglumanna fordæmir fjárútlát ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri hefur hafnað ítrekuðum viðtalsbeiðnum fréttastofu.

Verk­lagi á­bóta­vant og krefur ríkis­lög­reglu­stjóra skýringa

Dómsmálaráðherra segir það blasa við að ríkislögreglustjóri hefði mátt standa betur að málum er varðar samstarf og greiðslur til stjórnandaráðgjafa sem nema tæpum 200 milljónum. Samkvæmt lögum hefði átt að ráðast í útboð og harmar embættið að það hafi ekki verið gert. 

Fjöl­margir far­þegar fastir í flug­vélum á Kefla­víkur­flug­velli

Mikil röskun hefur orðið á flugferðum frá landinu í morgun vegna snjókomu. Mikill fjöldi farþega er löngu kominn um borð í flugvélina og bíður tímunum saman eftir brottför. Flugrekstrarstjóri segir aðstæður afar krefjandi á Keflavíkurflugvelli. Unnið sé að því að koma vélum í loftið en öryggi sé númer eitt, tvö og þrjú. Búið er að aflýsa um ellefu flugum Icelandair í dag. 

Sjá meira