Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Fjölmenni gekk niður Laugaveg í Reykjavík í árlegri Friðargöngu sem fram fer í skugga blóðugra styrjalda víða um heim. 23.12.2024 21:17
Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Björgunarsveitir úr Húnavatnssýslu og uppsveitum Borgarfjarðar voru kallaðar út fyrr í kvöld eftir að tvær rútur lentu í vandræðum sökum hálku og vonskuveðurs á Holtavörðuheiði. Önnur rútan ók út af veginum. Holtavörðuheiðinni hefur verið lokað sökum veðurs. 23.12.2024 20:50
Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar, stal senunni á síðustu tónleikum Jólagesta Björgvins Halldórssonar á laugardaginn. Guðmundur ofpeppaðist að eigin sögn og reif sig á kassann á meðan hann söng lagið I Want It That Way, eftir Backstreet Boys, ásamt karlakórnum Esju. 23.12.2024 20:14
Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Tómas Guðbjartsson læknir er í óðaönn að reyna komast heim til fjölskyldunnar fyrir jólin. Hann segir ekkert ferðaveður vera á Vestfjörðum en að hans sögn hefði hann verið allur ef hann hefði verið mínútu fyrr á ferðinni þar sem að snjóflóð féll við Skorarnúp rétt áður en hann keyrði fram hjá fjallinu. 23.12.2024 18:39
Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Ellefu ráðherrar tóku við lyklum að ráðuneytum sínum í dag. Það var gert ýmist með handaböndum eða faðmlögum. Í dag tók daginn að lengja á nýjan leik sem segja má að sé merki um nýtt upphaf þegar ráðherrar tóku við lyklum. 23.12.2024 00:30
„Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu „Ég mun verða með aðhald í þinginu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson um leið og hann færði nýjum fjármála- og efnahagsráðherra lyklavöld og blómvönd í ráðuneytinu í dag. Daði Már Kristófersson færði Sigurði Inga hins vegar lesefni, Álabókina eftir Patrik Svensson, sem er saga um „heimsins furðulegasta fisk,“ líkt og segir á kápu bókarinnar. „Ég vona að þú hafir jafn gaman að henni og ég hafði,“ sagði Daði. 22.12.2024 20:48
Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjúkraflutningamaður og sjálfstæður verktaki í sjúkragæslu sem hefur starfað á fjölda viðburða hér á landi segir nægilegt sjúkraeftirlit skorta á ýmsum stórum viðburðum og tónleikum. Það skapi óþarfa hættu fyrir gesti og geti haft neikvæð áhrif á neyðarþjónustu 22.12.2024 12:06
Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Hinn þýsk-íslenski Henning Busk sem starfar við háskólasjúkrahúsið í Magdeburg sem hjarta- og brjóstholsskurðlæknir segir í samtali við Vísi að fjölmargir særðir liggi inni á sjúkrahúsinu eftir að maður frá Sádí Arabíu ók bifreið sinni á hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg í Þýskalandi í gærkvöld. 21.12.2024 23:17
Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti brýnir fyrir tónleikagestum að vera meðvitað um fólkið í kringum sig á tónleikum eftir að kona um þrítugt yfirgaf tónleika hans í gærkvöld í sjúkrabíl. 21.12.2024 20:00
„Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Harpa Brynjarsdóttir, tveggja barna móðir, sem býr ásamt Ómari Inga Magnússyni, byrjunarliðsmanni hjá handboltaliði Magdeburg, skammt frá jólamarkaði borgarinnar segist vera í hálfgerðu áfalli eftir atburði gærkvöldsins enda hafi aldrei hvarflað að henni að slíkt gæti gerst í borginni þeirra. 21.12.2024 12:02