115 kærur Manchester City teknar fyrir á mánudag Réttarhöld vegna 115 ákæra ensku úrvalsdeildarinnar á hendur Manchester City vegna meintra fjármálabrota hefst á mánudaginn. City er sakað um að hafa brotið reglur um útgjöld. Félagið hafi ekki veitt nákvæmar upplýsingar á níu ára tímabili, auk þess að hnekkja reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi. 12.9.2024 14:42
Haraldur skammar Pawel: „Ömurlegt pólitískt útspil“ Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, virðist ekki parsáttur við skrif Pawels Bartoszek, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, á Vísi í gær. Pawel birti skoðanapistil þar sem hann veltir upp vandræðum Víkinga vegna þátttöku þeirra í Sambandsdeild Evrópu, kröfurnar sem fylgja og kostnaðinn sem það ber í för með sér fyrir skattgreiðendur. 12.9.2024 09:33
Órætt tíst Ísaks vekur athygli Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks í Bestu deild karla, deildi færslu á samfélagsmiðlinum X sem hefur vakið athygli. Meining færslunnar er þó óljós. 11.9.2024 15:01
Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, bjóst við því að fara í leikbann vegna átaka hans og Guðmundar Kristjánssonar, leikmanns Stjörnunnar, á dögunum en í dag kom í ljós að svo verður ekki. Þrátt fyrir það segir hann rétta niðurstöðu að hann sleppi við bannið. 11.9.2024 13:32
Guðmundur í eins leiks bann en Böðvar sleppur Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í eins leiks bann vegna höggs sem hann veitti Böðvari Böðvarssyni, leikmanni FH, í leik liðanna á dögunum. Böðvar hafði sett olnbogann í Guðmund skömmu áður en hann fær ekki bann vegna málsins. 11.9.2024 10:49
„Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Írar voru vonsviknir eftir 2-0 tap á heimavelli fyrir Grikkjum í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Írska pressan virðist lítinn mun sjá á liðinu undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. 11.9.2024 09:00
Spilar hundraðasta landsleikinn í kvöld Harry Kane verður að líkindum tíundi leikmaður karlalandsliðs Englands til að spila hundrað landsleiki. Hann kemst í góðan félagsskap. 10.9.2024 17:16
Keypti skyrtu rétt fyrir útsendingu: „Er í veseni með brjóstin“ Fyrrum sóknarlínumaðurinn Jason Kelce þreytti frumraun sína í umfjöllun um NFL-deildina á ESPN vestanhafs í gærkvöld en það var ekki áfallalaust. Hann gleymdi jakkafötunum sínum heima. 10.9.2024 15:00
Hneykslanleg handtaka Hill vekur hörð viðbrögð: „Ég er í áfalli“ Myndskeið af handtöku Tyreeks Hill, útherja Miami Dolphins í NFL-deildinni, úr líkamsmyndavél lögreglumanna sem framkvæmdu handtökuna hefur verið gefið út. Hegðun lögreglumannana þykir hneykslanleg og hefur Hill gagnrýnt viðkomandi. 10.9.2024 09:55
„Þarna á ég að gera betur“ Guðlaugur Victor Pálsson fór ekki í grafgötur með álit sitt á frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í Tyrklandi í kvöld, hvar Ísland tapaði 3-1. Hann axlaði ábyrgð á sínum hluta í tapinu. 9.9.2024 21:45