„Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Þrjú ungmenni í skólaferð á vegum Menntaskólans við Hamrahlíð voru afgreidd um áfengi í söluskála N1 á Hvolsvelli í gær. Framkvæmdastjóri félagsins segist harma málið. Það stafi af fljótfærni starfsmanna sem hafi ekki beðið um skilríki. 25.9.2025 15:09
Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Prófessor í íslenskri málfræði segir stjórnvöld verða að auka fjárframlög til íslenskukennslu, en ekki draga úr þeim líkt og stefnt sé að. Það sé raunhæfur möguleiki að enska verði orðið aðalsamskiptamál í íslensku atvinnulífi innan fárra áratuga. 24.9.2025 22:32
Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Seðlabankastjóri segir útlit fyrir að fasteignamarkaðurinn sé á leið í nokkuð jafnvægi. Ekki hefur verið slakað á lántökuskilyrðum en það kunni að verða tekið til skoðunar á árinu. Gjaldeyrisforði bankans sé vel í stakk búinn til að bregðast við ytri aðstæðum. 24.9.2025 11:50
Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Píratar mælast inni á þingi, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Oddvitinn í borginni telur kjósendur ánægða með verk flokksins, en gefur ekkert um um hvort hún sækist eftir nýstofnuðu formannsembætti. 23.9.2025 23:52
„Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Einhverf kona segir áhuga Bandaríkjaforseta á að koma í veg fyrir einhverfu með ráðum og dáð beinlínis vera fáránlega. Leggja eigi áherslu á að hjálpa fólki með einhverfu að vera til, frekar en að koma í veg fyrir að það verði til. 23.9.2025 19:54
Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Yfirmaður fæðingarteymis Landspítalans segir ekkert nýtt hafa komið fram sem bendi til tengsla milli neyslu á verkjalyfinu parasetamól og einhverfu barna. Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að slæmt væri að óléttar konur tækju lyfið, og sagði læknum að hætta að láta þær hafa það. 23.9.2025 13:02
Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Bretland, Kanada og Ástralía hafa viðurkennt sjálfstæði Palestínu. Forsætisráðherra Bretlands segir það gert til að endurvekja vonina um frið. Forsætisráðherra Ísraels segir ákvörðunina hins vegar jafngilda verðlaunum fyrir hryðjuverkamenn. 21.9.2025 18:00
Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Búist er við því að nokkur fjöldi ríkja muni viðurkenna sjálfstæði Palestínu í aðdraganda allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Tugir Palestínumanna létust í árásum Ísraela í gær - en utanríkisráðhera Palestínu segir ekki hægt að koma á friði á svæðinu án sjálftæðis. 21.9.2025 11:45
Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Litlar líkur eru á því að olíuleit á Drekasvæðinu beri árangur, segir jarðfræðingur. Staðhæfingar Viðskiptaráðs og umræðan byggi á úreldum gögnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. 20.9.2025 18:00
Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Afbrotafræðingur segir skiljanlegt að fólki blöskri að maður gangi laus sem sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni á grunnskólaaldri. Maðurinn var látinn laus að loknu þriggja daga gæsluvarðhaldi og fór lögregla ekki fram á lengra varhald yfir honum. 20.9.2025 11:56