Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sviðsstjóra hjá lögreglunni segist skilja vel að það komi illa við fólk að maður sem grunaður er um að hafa gengið inn á heimili og brotið á barni skuli ganga laus. Maðurinn var í haldi lögreglu í þrjá daga, en eftir það taldi lögregla sig ekki geta haldið manninum lengur. 19.9.2025 18:15
Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Forstjóri umhverfis- og orkustofnunar segir best að stofnunin klári að yfirfara gögn frá því síðast var leitað að olíu á drekasvæðinu áður en ákvarðanir verði teknar um frekari leit. Viðskiptaráð hefur hvatt stjórnvöld til að bjóða út leyfi, þar sem möguleiki sé á miklum ávinningi fyrir ríkissjóð. 19.9.2025 13:20
Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Í kvöldfréttum Sýnar verður fjallað um skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem segir Ísraelsríki hafa framið þjóðarmorð á Gasa. 16.9.2025 18:01
Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra, sem segir erfitt að svara því hvort lögregla sé í stakk búin til að takast á við aukna skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Sýnar. 15.9.2025 18:02
Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir vendingar í febrúar síðastliðnum, þegar Viðreisn endaði utan meirihluta, ekki hafa haft áhrif á ákvörðun sína um að bjóða sig ekki fram í komandi kosningum. Hún útilokar ekki frekari afskipti af stjórnmálum þegar fram líða stundir. 15.9.2025 11:42
Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Stærsta sprengjueyðingaræfing sinnar tegundar fer nú fram hér á landi. Yfirliðsforingi frá Bretlandi segir Íslendinga í fremstu röð þegar kemur að slíkum aðgerðum, og danskur majór segir engu máli skipta þótt Íslendingar séu herlaus þjóð. 11.9.2025 23:02
Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af skjólstæðingum sínum um helgar, þegar rýmið er lokað. Þá sé meiri hætta á að fólk setji sig í hættulegar aðstæður, og noti vímuefni á víðavangi. Aðsókn í rýmið hefur stóraukist að undanförnu 11.9.2025 22:03
Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Verðbréfagreinandi segir mikla áhætta fólgna í því að fjárfesta í rafmyntum. Sveiflur á virðinu séu slíkar að það geti verið fljótt að taka á sálina, séu háar fjárhæðir í spilinu. Fasteignir séu þó ekki endilega skynsamlegasta fjárfestingin. 10.9.2025 22:02
„Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Formaður Framsóknarflokksins segir þingsetningarræðu forseta Íslands hafa verið sérstaka, en þar hvatti hann þingheim til að standa ekki í málþófi. Þingmaður Miðflokksins segir forsetann hafa tekið þægilegustu afstöðuna í málinu. 10.9.2025 12:51
Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist líta svo á að ákvæði 71. greinar þingskaparlaga, sem heimilar takmörkun á ræðutíma þingmanna, sé ákveðið „lýðræðisákvæði.“ Beiting stjórnarmeirihlutans á ákvæðinu við umræðu um veiðigjaldafrumvarpið olli ákveðnu uppnámi á Alþingi undir lok þingsins áður en það fór í frí í sumar. Hún útilokar ekki að ákvæðinu verði beitt í umræðu um bókun 35 en segir þó ekki gengið út frá því heldur. 9.9.2025 11:33