Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er ekki par sáttur við þær fréttir að moskítóflugur séu komnar til landsins. Hann óttast að hafa verið sá fyrsti sem varð flugunum að bráð hér á landi. 20.10.2025 15:05
Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Fyrstu verkfallsaðgerðir hófust í gærkvöldi og eru frekari aðgerðir boðaðar í nótt. 20.10.2025 12:14
Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur beðist afsökunar á harkalegri meðferð á hesti sem hann sat, við tökur á nýju tónlistarmyndbandi. Myndband af athæfinu hefur mætt mikilli gagnrýni, og hann verið sakaður um dýraníð. Hann segir það fjarri lagi. 15.10.2025 16:12
Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sigríður Á. Andersen var staðfest í embætti þingflokksformanns Miðflokksins, á fundi þingflokksins nú síðdegis. Bergþór Ólason forveri hennar í embætti, tilkynnti um afsögn sína í lok september. 15.10.2025 13:49
Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Margrét Kristín Blöndal, betur þekkt sem Magga Stína, segist hafa mátt þola ómannúðlega meðferð í ísraelsku fangelsi, ásamt félögum sínum úr Frelsisflotanum. 13.10.2025 18:07
Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Snorri Másson var kjörinn nýr varaformaður Miðflokksins á landsþingi flokksins í dag. 12.10.2025 18:10
Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Frambjóðendum til varaformanns Miðflokksins fækkaði nokkuð óvænt um einn í dag þegar Bergþór Ólason þingmaður dró framboð sitt til baka. Fjallað verður um ákvörðun hans og landsþing Miðflokksins í kvöldfréttum Sýnar. 11.10.2025 18:02
Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Hamas samtökin hafa frest til hádegis á mánudag til þess að sleppa öllum tuttugu gíslunum sem enn eru í haldi samtakanna og eru taldir á lífi. Bandaríkjaforseti segist hafa trú á að Ísraelar og Hamas haldi sig við friðarsamkomulag hans. 11.10.2025 11:47
Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Lögmaður foreldra sem hafa árangurslaust reynt að sækja bætur til Brims hf. og TM trygginga eftir að sonur þeirra drukknaði á sjó vorið 2020 segir óvíst hvort leitað verði til Hæstaréttar vegna málsins. Hann segir sönnunarstöðu foreldranna í málinu einstaklega erfiða. Brim og TM voru sýknuð af kröfum foreldranna í Landsrétti í vikunni. 11.10.2025 11:02
Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Ráðherra menningarmála segir boðaða skattheimtu af streymisveitum munu skila ríkissjóði um 140 til 150 milljónum króna á ári. Markmiðið sé að auka aðgengi að innlendu sjónvarpsefni auk þess að styrkja stöðu innlendra streymisveitna gagnvart erlendum risum. 10.10.2025 15:01