Fréttir Gæti orðið dýrt að halda bréfunum „Hvert veltumetið á fætur öðru hefur verið slegið það sem af er ári. Gengi bæði verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa hefur hækkað töluvert. Það er mjög sjaldgæft að við sjáum svona miklar og kröftugar hreyfingar og við höfum orðið vitni að síðustu vikur,“ segir Hjördís Vilhjálmsdóttir, hagfræðingur hjá greiningu Glitnis. Viðskipti innlent 15.1.2008 21:12 Bandaríkin féllu Talsvert fall varð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en fjárfestar urðu mjög uggandi um að samdráttarskeið sé í þann mund að renna upp. Viðskipti erlent 15.1.2008 21:26 Skellur á gengi Flögu Gengi fjölmargra félaga í Kauphöllinni tók dýfu í dag, mest í Flögu sem féll um 13,85 prósent. Þetta er annar dagurinn í röð sem gengi bréfanna fellur en markaðsvirði félagsins hefur fallið um rúm 34 prósent frá áramótum. Viðskipti innlent 15.1.2008 16:33 Mettap hjá Citigroup Citigroup, stærsti banki Bandaríkjanna, tapaði 9,83 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 631 milljarðs íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Þetta er mesta tap í sögu þessa 196 ára gamla banka. Viðskipti erlent 15.1.2008 14:28 Salan undir væntingum hjá Burberry Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að sölutekjur á vörum undir merkjum bresku verslanakeðjunnar Burberrys hafi aukist um 14 prósent á milli ára á síðasta fjórðungi nýliðins árs og væntingar um að tekjur aukist um 20 prósent á seinni hluta ársins, þá er það undir spám stjórnenda, að því er Associated Press-fréttastofan greinir frá. Viðskipti erlent 15.1.2008 09:04 Dæmigerður mánudagur á markaðnum Gengi fjármálafyrirtækja lækkaði almennt við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag á meðan Alfesca hækkaði. Gengi bréfa í SPRON hefur lækkað mest, eða um 3,15 prósent. Á eftir fylgja Kaupþing, Exista, Glitnir og Straumur sem hafa lækkað á bilinu rúmlega tvö til eitt prósent. Gengi Landsbankans hefur lækkað minnst fjármálafyrirtækjanna, eða um tæpt prósent. Viðskipti innlent 14.1.2008 10:21 Gullverð komið í methæðir Verð á gulli fór í rétt rúma 900 dali á únsu til skamms tíma á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í gær. Þetta er hæsta verð sem nokkru sinni hefur sést á eðalmálminum sem hefur hækkað mjög í verði upp á síðkastið, hraðar en reiknað hefur verið með. Óróleiki á fjármálamörkuðum hefur valdið því að fjárfestar hafa leitað í hefðbundnar, sem margir hverjir kalla gamaldags, en gulltryggðar fjárfestingar á borð við olíu, steinsteypu og gull. Viðskipti erlent 12.1.2008 00:48 SPRON hækkar mest annan daginn í röð Gengi SPRON hækkaði um tæp 3,4 prósent í lok viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er annar dagurinn í röð sem gengið hækkar en í gær fór það upp um rúm fjögur prósent. Sparisjóðurinn hefur hins vegar ekki átt góðu gengi að fagna síðan hann var skráður á markað í október en það hefur lækkað um 9,5 prósent frá áramótum. Viðskipti innlent 11.1.2008 16:33 Bank of America kaupir Countrywide Bank of America greindi frá því í dag að samningar hafi náðst um að hann kaupi fjármálafyrirtækið Countrywide, stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins, fyrir fjóra milljarða dala, jafnvirði 251 milljarð íslenskra króna. Kaupin eru sögð nauðlending Countrywide sem geti forðað því frá gjaldþroti. Viðskipti erlent 11.1.2008 12:59 Rífandi gangur á SPRON Gengi hlutabréfa í SPRON hefur hækkað um 5,5 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag og leiðir það gengishækkun á öllum íslenskum bönkum og fjármálafyrirtækjum sem þar eru skráð. Þetta er annar dagurinn í röð sem gengið tekur kipp en það hefur hækkað um tæp tíu prósent á tveimur dögum. Viðskipti innlent 11.1.2008 10:34 Frekari afskriftum spáð hjá Merrill Lynch Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch gæti neyðst til að afskrifta hátt í 15 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 940 milljarða íslenskra króna, vegna tapa á fasteignalánum fyrirtækisins, samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins New York Times. Gangi það eftir eru afskriftirnar talsvert meiri en áður hafði verið reiknað með. Viðskipti erlent 11.1.2008 10:22 Seðlabankar grípa til aðgerða Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir merki um samdrátt í þarlendu efnahagslífi og boðaði aðgerðir til að sporna gegn því að einkaneysla dragist saman samhliða verðbólguþrýstingi. Kaupþing reiknar með stýrivaxtalækkun hér á landi fyrr en áætlað var. Viðskipti erlent 11.1.2008 09:18 Bank of America til bjargar Countrywide Viðræður eru langt komnar um kaup Bank of America, eins af stærstu bönkum Bandaríkjanna, á Countrywide, stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins. Countrywide hefur beðið afhroð í lausafjárkrísunni sem skekið hefur fjármálaheiminn upp á síðkastið og gengi þess fallið um heil 89 prósent. Viðskipti erlent 10.1.2008 21:01 Fyrsta hækkun ársins í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í FL Group rauk yfir tíu prósent þegar mest lét í mikilli uppsveiflu í fyrstu viðskiptum dagsins áður en það gaf eftir fyrir SPRON. Úrvalslvísitalan endaði í plús í fyrsta sinn á árinu í dag. Viðskipti innlent 10.1.2008 16:39 Dræm jólasala í Bandaríkjunum Bandarískar stórverslanir komu heldur verr út úr nýliðnum jólamánuði en vonir stóðu til og eru margir stjórnenda þeirra svartsýnir um framhaldið. Talsverðu munar hins vegar á milli verslana. Viðskipti erlent 10.1.2008 13:40 Forstjóra Bang & Olufsen sparkað Stjórn danska raftækjaframleiðandans Bang & Olufsen rak forstjóra fyrirtækisins í dag. Fyrirtækið birti í gær slakt uppgjör sem olli því að fjárfestar losuðu sig við bréf í félaginu með þeim afleiðingum að markaðsvirðið féll um rúm 25 prósent. Viðskipti erlent 10.1.2008 12:48 Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,5 prósentum. Mjög hefur verið þrýst á bankastjórnina að koma til móts við ótta manna um samdrátt í efnahagslífnu og lausafjárskort með lækkun vaxta þrátt fyrir verðbólguþrýsting í hagkerfinu. Viðskipti erlent 10.1.2008 12:07 Hráolíuverð lækkar þrátt fyrir samdrátt Heimsmarkaðsverð á hráoloíu lækkaði um tæpan dal á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að olíubirgðir í Bandaríkjunum jukust á milli vikna. Þótt eldsneytisbirgðir hafi aukist í landinu hefur heldur dregið úr hráolíubirgðum, sem hafa ekki verið minni í þrjú ár, samkvæmt upplýsingum bandaríska orkumálaráðuneytisins. Viðskipti erlent 10.1.2008 11:57 Allt á uppleið í Kauphöllinni Gengi Bakkavarar og Færeyjabanka hefur hækkað um rúmlega sex prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins en á eftir fylgja bréf í SPRON, Existu og FL Group sem öll hafa hækkað um rúm fjögur prósent. Viðskipti innlent 10.1.2008 10:16 Söluaukning hjá Sainsbury's Sala jókst um 3,7 prósent hjá stórmarkaðnum Sainsbury's, þriðja stærstu verslanakeðju Bretlands á síðasta fjórðungi síðasta árs. Þetta er nokkuð í takti við spár markaðsaðila. Viðskipti erlent 10.1.2008 09:47 Gróði í álinu Bandaríski álrisinn Alcoa, sem meðal annars rekur álverið á Reyðarfirði, hagnaðist um 632 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 40 milljarða íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Þetta er 76 prósenta aukning á milli ára. Tekjur fyrirtækisins hafa aldrei verið meiri á einu ári þrátt fyrir lægra álverð undir lok árs. Viðskipti erlent 10.1.2008 09:08 Veltumet á skuldabréfamarkaði alla vikuna Veltumet var slegið á skulda- og íbúðabréfamarkaði í gær. Þetta var jafnframt þriðji dagurinn í röð sem metið er slegið, að því er fram kemur í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis. Þá var veltumet slegið með veltu ríkisbréfa á mánudag og vantaði aðeins 300 milljónir upp á að metið sem slegið var á mánudag hefði verið náð. Viðskipti innlent 9.1.2008 11:52 Óánægja með afkomu Marks & Spencer Gengi hlutabréfabréfa í bresku verslanakeðjunni Marks & Spencer féll um tæp 20 prósent í kjölfar óánægju fjárfesta með uppgjör verslunarinnar á fjórða ársfjórðungi nýliðins árs. Útlit er fyrir erfiðan róður á árinu, að sögn stjórnenda keðjunnar. Viðskipti erlent 9.1.2008 11:22 Snörp dýfa í Kauphöllinni Exista féll um rúm sjö prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag og fór í sitt langlægsta gildi frá upphafi. SPRON fylgdi fast á eftir með lækkun upp á tæp sex prósent. Öll önnur fjármálafyrirtæki féllu um3,8 prósent og meira. Viðskipti innlent 9.1.2008 10:07 Hlutabréf niður á Norðurlöndunum Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað í evrópskum kauphöllum í dag, þó mest á Norðurlöndunum. Hlutabréf tóku dýfu í Bandaríkjunum í gær eftir að orðrómur fór á kreik að eitt af stærstu fasteignalánafyrirtækjum landsins ætti við lausafjárvanda að stríða og myndi hugsanlega fara í þrot. Viðskipti erlent 9.1.2008 09:42 Fasteignalánarisi í kreppu Viðskiptum með hlutabréf í bandaríska fasteignalánafyrirtækinu Countrywide Financial, einu stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna í þessu geira, voru stöðvuð til skamms tíma í dag eftir gengi bréfanna féll um rúm sautján prósent á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í kjölfar orðróms að félagið ætlaði að fara fram á greiðslustöðvun. Viðskipti erlent 8.1.2008 19:37 Enn óróleiki á hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfa hélt áfram að lækka á helstu fjármálamörkuðum í dag og ljóst að fjárfestar hafa ekki átt láni að fagna á nýju ári. Margir telja að í ljósi meira atvinnuleysis í Bandaríkjunum í desember en reiknað hafi verið með séu um helmingslíkur á því að efnahagskreppa dynji yfir þar í landi á næstunni og geti það haft víðtæk áhrif um heim allan. Viðskipti erlent 7.1.2008 09:20 Óttast hugsanlega efnahagskreppu Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum tóku snarpa dýfu á mörkuðum í dag eftir að í ljós kom að atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig þar í landi í síðasta mánuði nýliðins árs og mælist það nú 5,0 prósent. Þetta er nokku ð meiri aukning en greiningaraðilar spáðu fyrir um en þeir telja niðurstöðuna vísbendingu um hugsanlega harkalega lendingu bandaríska hagkerfisins og jafnvel að efnahagskreppa sé yfirvofandi. Viðskipti erlent 4.1.2008 21:28 Úrvalsvísitalan undir 6.000 stigum Gengi bréfa í Existu hefur fallið um tæp átta prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag og stendur gengið í 17,10 krónum á hlut. Úrvalsvísitalan fór undir 6.000 stigin rétt eftir klukkan ellefu og hefur ekki verið lægri síðan í ágúst í hitteðfyrra. Viðskipti innlent 4.1.2008 11:06 SPRON og Exista enn á niðurleið Gengi bréfa í SPRON og Existu hefur lækkað í Kauphöllinni í dag, annað viðskiptadaginn í röð á árinu. Félögin féllu bæði um sex prósent í gær. SPRON hefur það sem af er dags lækkað um rúmlega 2,5 prósent en Exista um rúmlega 1,5 prósent. Viðskipti innlent 4.1.2008 10:23 « ‹ 126 127 128 129 130 131 132 133 134 … 334 ›
Gæti orðið dýrt að halda bréfunum „Hvert veltumetið á fætur öðru hefur verið slegið það sem af er ári. Gengi bæði verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa hefur hækkað töluvert. Það er mjög sjaldgæft að við sjáum svona miklar og kröftugar hreyfingar og við höfum orðið vitni að síðustu vikur,“ segir Hjördís Vilhjálmsdóttir, hagfræðingur hjá greiningu Glitnis. Viðskipti innlent 15.1.2008 21:12
Bandaríkin féllu Talsvert fall varð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en fjárfestar urðu mjög uggandi um að samdráttarskeið sé í þann mund að renna upp. Viðskipti erlent 15.1.2008 21:26
Skellur á gengi Flögu Gengi fjölmargra félaga í Kauphöllinni tók dýfu í dag, mest í Flögu sem féll um 13,85 prósent. Þetta er annar dagurinn í röð sem gengi bréfanna fellur en markaðsvirði félagsins hefur fallið um rúm 34 prósent frá áramótum. Viðskipti innlent 15.1.2008 16:33
Mettap hjá Citigroup Citigroup, stærsti banki Bandaríkjanna, tapaði 9,83 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 631 milljarðs íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Þetta er mesta tap í sögu þessa 196 ára gamla banka. Viðskipti erlent 15.1.2008 14:28
Salan undir væntingum hjá Burberry Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að sölutekjur á vörum undir merkjum bresku verslanakeðjunnar Burberrys hafi aukist um 14 prósent á milli ára á síðasta fjórðungi nýliðins árs og væntingar um að tekjur aukist um 20 prósent á seinni hluta ársins, þá er það undir spám stjórnenda, að því er Associated Press-fréttastofan greinir frá. Viðskipti erlent 15.1.2008 09:04
Dæmigerður mánudagur á markaðnum Gengi fjármálafyrirtækja lækkaði almennt við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag á meðan Alfesca hækkaði. Gengi bréfa í SPRON hefur lækkað mest, eða um 3,15 prósent. Á eftir fylgja Kaupþing, Exista, Glitnir og Straumur sem hafa lækkað á bilinu rúmlega tvö til eitt prósent. Gengi Landsbankans hefur lækkað minnst fjármálafyrirtækjanna, eða um tæpt prósent. Viðskipti innlent 14.1.2008 10:21
Gullverð komið í methæðir Verð á gulli fór í rétt rúma 900 dali á únsu til skamms tíma á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í gær. Þetta er hæsta verð sem nokkru sinni hefur sést á eðalmálminum sem hefur hækkað mjög í verði upp á síðkastið, hraðar en reiknað hefur verið með. Óróleiki á fjármálamörkuðum hefur valdið því að fjárfestar hafa leitað í hefðbundnar, sem margir hverjir kalla gamaldags, en gulltryggðar fjárfestingar á borð við olíu, steinsteypu og gull. Viðskipti erlent 12.1.2008 00:48
SPRON hækkar mest annan daginn í röð Gengi SPRON hækkaði um tæp 3,4 prósent í lok viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er annar dagurinn í röð sem gengið hækkar en í gær fór það upp um rúm fjögur prósent. Sparisjóðurinn hefur hins vegar ekki átt góðu gengi að fagna síðan hann var skráður á markað í október en það hefur lækkað um 9,5 prósent frá áramótum. Viðskipti innlent 11.1.2008 16:33
Bank of America kaupir Countrywide Bank of America greindi frá því í dag að samningar hafi náðst um að hann kaupi fjármálafyrirtækið Countrywide, stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins, fyrir fjóra milljarða dala, jafnvirði 251 milljarð íslenskra króna. Kaupin eru sögð nauðlending Countrywide sem geti forðað því frá gjaldþroti. Viðskipti erlent 11.1.2008 12:59
Rífandi gangur á SPRON Gengi hlutabréfa í SPRON hefur hækkað um 5,5 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag og leiðir það gengishækkun á öllum íslenskum bönkum og fjármálafyrirtækjum sem þar eru skráð. Þetta er annar dagurinn í röð sem gengið tekur kipp en það hefur hækkað um tæp tíu prósent á tveimur dögum. Viðskipti innlent 11.1.2008 10:34
Frekari afskriftum spáð hjá Merrill Lynch Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch gæti neyðst til að afskrifta hátt í 15 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 940 milljarða íslenskra króna, vegna tapa á fasteignalánum fyrirtækisins, samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins New York Times. Gangi það eftir eru afskriftirnar talsvert meiri en áður hafði verið reiknað með. Viðskipti erlent 11.1.2008 10:22
Seðlabankar grípa til aðgerða Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir merki um samdrátt í þarlendu efnahagslífi og boðaði aðgerðir til að sporna gegn því að einkaneysla dragist saman samhliða verðbólguþrýstingi. Kaupþing reiknar með stýrivaxtalækkun hér á landi fyrr en áætlað var. Viðskipti erlent 11.1.2008 09:18
Bank of America til bjargar Countrywide Viðræður eru langt komnar um kaup Bank of America, eins af stærstu bönkum Bandaríkjanna, á Countrywide, stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins. Countrywide hefur beðið afhroð í lausafjárkrísunni sem skekið hefur fjármálaheiminn upp á síðkastið og gengi þess fallið um heil 89 prósent. Viðskipti erlent 10.1.2008 21:01
Fyrsta hækkun ársins í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í FL Group rauk yfir tíu prósent þegar mest lét í mikilli uppsveiflu í fyrstu viðskiptum dagsins áður en það gaf eftir fyrir SPRON. Úrvalslvísitalan endaði í plús í fyrsta sinn á árinu í dag. Viðskipti innlent 10.1.2008 16:39
Dræm jólasala í Bandaríkjunum Bandarískar stórverslanir komu heldur verr út úr nýliðnum jólamánuði en vonir stóðu til og eru margir stjórnenda þeirra svartsýnir um framhaldið. Talsverðu munar hins vegar á milli verslana. Viðskipti erlent 10.1.2008 13:40
Forstjóra Bang & Olufsen sparkað Stjórn danska raftækjaframleiðandans Bang & Olufsen rak forstjóra fyrirtækisins í dag. Fyrirtækið birti í gær slakt uppgjör sem olli því að fjárfestar losuðu sig við bréf í félaginu með þeim afleiðingum að markaðsvirðið féll um rúm 25 prósent. Viðskipti erlent 10.1.2008 12:48
Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,5 prósentum. Mjög hefur verið þrýst á bankastjórnina að koma til móts við ótta manna um samdrátt í efnahagslífnu og lausafjárskort með lækkun vaxta þrátt fyrir verðbólguþrýsting í hagkerfinu. Viðskipti erlent 10.1.2008 12:07
Hráolíuverð lækkar þrátt fyrir samdrátt Heimsmarkaðsverð á hráoloíu lækkaði um tæpan dal á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að olíubirgðir í Bandaríkjunum jukust á milli vikna. Þótt eldsneytisbirgðir hafi aukist í landinu hefur heldur dregið úr hráolíubirgðum, sem hafa ekki verið minni í þrjú ár, samkvæmt upplýsingum bandaríska orkumálaráðuneytisins. Viðskipti erlent 10.1.2008 11:57
Allt á uppleið í Kauphöllinni Gengi Bakkavarar og Færeyjabanka hefur hækkað um rúmlega sex prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins en á eftir fylgja bréf í SPRON, Existu og FL Group sem öll hafa hækkað um rúm fjögur prósent. Viðskipti innlent 10.1.2008 10:16
Söluaukning hjá Sainsbury's Sala jókst um 3,7 prósent hjá stórmarkaðnum Sainsbury's, þriðja stærstu verslanakeðju Bretlands á síðasta fjórðungi síðasta árs. Þetta er nokkuð í takti við spár markaðsaðila. Viðskipti erlent 10.1.2008 09:47
Gróði í álinu Bandaríski álrisinn Alcoa, sem meðal annars rekur álverið á Reyðarfirði, hagnaðist um 632 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 40 milljarða íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Þetta er 76 prósenta aukning á milli ára. Tekjur fyrirtækisins hafa aldrei verið meiri á einu ári þrátt fyrir lægra álverð undir lok árs. Viðskipti erlent 10.1.2008 09:08
Veltumet á skuldabréfamarkaði alla vikuna Veltumet var slegið á skulda- og íbúðabréfamarkaði í gær. Þetta var jafnframt þriðji dagurinn í röð sem metið er slegið, að því er fram kemur í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis. Þá var veltumet slegið með veltu ríkisbréfa á mánudag og vantaði aðeins 300 milljónir upp á að metið sem slegið var á mánudag hefði verið náð. Viðskipti innlent 9.1.2008 11:52
Óánægja með afkomu Marks & Spencer Gengi hlutabréfabréfa í bresku verslanakeðjunni Marks & Spencer féll um tæp 20 prósent í kjölfar óánægju fjárfesta með uppgjör verslunarinnar á fjórða ársfjórðungi nýliðins árs. Útlit er fyrir erfiðan róður á árinu, að sögn stjórnenda keðjunnar. Viðskipti erlent 9.1.2008 11:22
Snörp dýfa í Kauphöllinni Exista féll um rúm sjö prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag og fór í sitt langlægsta gildi frá upphafi. SPRON fylgdi fast á eftir með lækkun upp á tæp sex prósent. Öll önnur fjármálafyrirtæki féllu um3,8 prósent og meira. Viðskipti innlent 9.1.2008 10:07
Hlutabréf niður á Norðurlöndunum Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað í evrópskum kauphöllum í dag, þó mest á Norðurlöndunum. Hlutabréf tóku dýfu í Bandaríkjunum í gær eftir að orðrómur fór á kreik að eitt af stærstu fasteignalánafyrirtækjum landsins ætti við lausafjárvanda að stríða og myndi hugsanlega fara í þrot. Viðskipti erlent 9.1.2008 09:42
Fasteignalánarisi í kreppu Viðskiptum með hlutabréf í bandaríska fasteignalánafyrirtækinu Countrywide Financial, einu stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna í þessu geira, voru stöðvuð til skamms tíma í dag eftir gengi bréfanna féll um rúm sautján prósent á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í kjölfar orðróms að félagið ætlaði að fara fram á greiðslustöðvun. Viðskipti erlent 8.1.2008 19:37
Enn óróleiki á hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfa hélt áfram að lækka á helstu fjármálamörkuðum í dag og ljóst að fjárfestar hafa ekki átt láni að fagna á nýju ári. Margir telja að í ljósi meira atvinnuleysis í Bandaríkjunum í desember en reiknað hafi verið með séu um helmingslíkur á því að efnahagskreppa dynji yfir þar í landi á næstunni og geti það haft víðtæk áhrif um heim allan. Viðskipti erlent 7.1.2008 09:20
Óttast hugsanlega efnahagskreppu Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum tóku snarpa dýfu á mörkuðum í dag eftir að í ljós kom að atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig þar í landi í síðasta mánuði nýliðins árs og mælist það nú 5,0 prósent. Þetta er nokku ð meiri aukning en greiningaraðilar spáðu fyrir um en þeir telja niðurstöðuna vísbendingu um hugsanlega harkalega lendingu bandaríska hagkerfisins og jafnvel að efnahagskreppa sé yfirvofandi. Viðskipti erlent 4.1.2008 21:28
Úrvalsvísitalan undir 6.000 stigum Gengi bréfa í Existu hefur fallið um tæp átta prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag og stendur gengið í 17,10 krónum á hlut. Úrvalsvísitalan fór undir 6.000 stigin rétt eftir klukkan ellefu og hefur ekki verið lægri síðan í ágúst í hitteðfyrra. Viðskipti innlent 4.1.2008 11:06
SPRON og Exista enn á niðurleið Gengi bréfa í SPRON og Existu hefur lækkað í Kauphöllinni í dag, annað viðskiptadaginn í röð á árinu. Félögin féllu bæði um sex prósent í gær. SPRON hefur það sem af er dags lækkað um rúmlega 2,5 prósent en Exista um rúmlega 1,5 prósent. Viðskipti innlent 4.1.2008 10:23
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent