Fréttir 500 hafa farist Að minnsta kosti 500 manns létu lífið þegar fellibylur skall á suðurhluta Bangladess í gær. Tré rifnuðu upp með rótum og heilu þorpin voru jöfnuð við jörðu í veðurofsanum. Erlent 16.11.2007 12:26 Gengi FL Group ekki lægra í rúmt ár Gengi bréfa í FL Group féll töluvert við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag en það fór niður um 2,94 prósent og hefur ekki verið lægra síðan um miðjan september á síðasta ári. Viðskipti innlent 16.11.2007 10:08 Vilja koma í veg fyrir aðra undirmálslánakrísu Bandarískir þingmenn hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér hert eftirlit með bandarískum fasteignalánafyrirtækjum með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fjármálakrísa í tengslum við undirmálslán vestanhafs endurtaki sig. Viðskipti erlent 16.11.2007 09:43 Úrvalsvísitalan lækkaði í Kauphöllinni Gengi nær allra fjármálafyrirtækja lækkaði í kringum eitt til rúmlega tvö prósent undir lok viðskipta í Kauphöllinni í dag. Mest var lækkun á gengi bréfa í Föroya banka, sem fór niður um 2,93 prósent. Næst á eftir fylgdu bréf í olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem féll hratt við upphaf dags en jafnaði sig eftir því sem á leið. Viðskipti innlent 15.11.2007 16:35 Samdráttur hjá J. C. Penny Hagnaður bandarísku verslanakeðjunnar J.C. Penny nam 261 milljón dala, jafnvirði 15,6 milljörðum íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 287 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Þetta er níu prósenta samdráttur á milli ára. Stjórnendur verslunarinnar segja sölu hafa dregist saman á fjórðungnum og séu horfur á að efnahagurinn muni versna frekar á yfirstandandi fjórðungi þar sem ljóst þyki að neytendur haldi að sér höndum þessa dagana. Viðskipti erlent 15.11.2007 13:30 Vísa samrunaviðræðum á bug Orðrómur hefur verið uppi um að bandarísku flugfélögin Delta og United Airlines eigi í viðræðum sem geti leitt til samruna þeirra. Gengi það eftir yrði til stærsta flugfélag í heimi. Forstjórar flugfélaganna vísa því hins vegar á bug að samrunaviðræður eigi sér stað. Viðskipti erlent 15.11.2007 13:01 Sprakk og brann til kaldra kola Hús í Limhamn - í útjaðri Malmö - brann til kaldra kola í gær eftir mikla sprengingu. Konu og hundi hennar sem í húsinu voru tókst að forða sér og komust ómeidd frá eldinum. Erlent 15.11.2007 12:25 Lindgren 100 ára Sænska skáldkonan Astrid Lindgren hefði orðið 100 ár í gær ef hún hefði lifað. Af því tilefni var slegið til veislu í Smálöndum þar sem höfundur bókanna um Línu Langsokk og Emil í Kattholti fæddist og var alin upp. Erlent 15.11.2007 12:39 Leitar víðtæks stuðnings Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, leitar eftir stuðningi allra flokka á danska þinginu í mikilvægum málaflokkum nú þegar þriðja ríkisstjórn hans er í burðarliðnum. Meirihlutinn er naumur - stendur og fellur með Færeyingi og sýrlenskum innflytjanda. Erlent 15.11.2007 12:31 Umferðaröngþveiti um allt Frakkland Samgöngukerfi Frakklands er lamað annan daginn í röð vegna verkfalls hjá starfsmönnum almenningssamgöngufyrirtækja. Umferðaröngþveiti er mikið og kannanir sýna að meirihluti Frakka hefur enga samúð með þeim sem lagt hafa niður vinnu. Erlent 15.11.2007 12:19 Verðbólga eykst á evrusvæðinu Verðbólga mældist 2,6 prósent á evrusvæðinu í síðasta mánuði samanborið við 2,1 prósent í september, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Helstu liðir til hækkunar liggja í hærra eldsneytis- og matvælaverði, ekki síst á mjólkur- og kornvörum sem hefur hækkað mjög í verði víða um heim. Viðskipti erlent 15.11.2007 10:36 Macy's spáir minni einkaneyslu Gengi hlutabréfa tók að lækka skyndilega í Bandaríkjunum í gær eftir að bandaríska verslanakeðjan Macy's skilaði inn uppgjörstölum sínum fyrir þriðja ársfjórðung. Verslunin skilaði 33 milljóna dala hagnaði, sem jafngildir tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna, á tímabilinu. Þetta er á pari við væntingar markaðsaðila. Viðskipti erlent 15.11.2007 09:40 John Thain í forstjórastól Merrill Lynch Talsverðar líkur eru taldar á því að John Thain, forstjóri NYSE Euronext, hinnar tiltölulega nýsameinuðu kauphallar New York í Bandaríkjunum og samevrópsku kauphallarsamstæðunnar Euronext, verði veittur forstjórastóllinn hjá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch. Viðskipti erlent 14.11.2007 18:52 Smásöluverslun jókst lítillega í Bandaríkjunum Smásöluverslun jókst um 0,2 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Til samanburðar jókst verslun um 0,7 prósent á milli mánaða í september. Fjármálaskýrendur segja greinilegt að slæmar aðstæður á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum, hátt raforkuverð og erfiðara aðgengi að lánsfé nú um stundir hafi sett mark sitt á einkaneyslu vestanhafs. Viðskipti erlent 14.11.2007 14:05 Exista leiðir hækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hefur tekið ágætlega við sér eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Existu hefur hækkað mest, eða um 3,2 prósent. Á eftir fylgja bankar og önnur fjármálafyrirtæki. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á erlendum fjármálamörkuðum í gær og í dag eftir talsverðan viðsnúning á mörkuðum eftir skell í síðustu viku og byrjun þessarar viku. Viðskipti innlent 14.11.2007 10:30 Fjárfestar bjartsýnir víða um heim Gengi helstu hlutabréfavísitalna hafa hækkað talsvert í Asíu og Evrópu í dag eftir mikla hækkun í Bandaríkjunum í gær. Fjárfestar þykja bjartsýnir á að fjármálakrísan sé ekki eins slæm og af var látið þrátt fyrir að fasteignalán hafi sett skarð í afkomu bandarískra og japanskra fjármálastofnana. Viðskipti erlent 14.11.2007 10:07 Óbreyttir stýrivextir í Japan Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Í rökstuðningi bankastjórnarinnar koma fram áhyggjur vegna fjármálakrísunnar á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum og hægari hagvöxtur í Bandaríkjunum sem gæti skilað sér í minni útflutningi frá Japan til Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 13.11.2007 11:58 Lækkun í Kauphöllinni Gengi tólf fyrirtækja í Kauphöllinni hefur lækkað frá því viðskipti hófust í dag. Ekkert hefur hækkað á sama tíma en fjöldi staðið í stað. Gengi Atlantic Petroleum hefur lækkað mest, eða um 3,82 prósent. Gengi bréfa í þessu færeyska olíuleitarfélagi hefur hækkað langmest skráðra félaga í Kauphöllinni á árinu, eða um rúm 324 prósent. Viðskipti innlent 13.11.2007 11:07 Sakfelldur fyrir morðið á Gísla Þorkelssyni Willie Theron, sem ákærður var fyrir morðið á Gísla Þorkelssyni í Suður-Afríku í maí 2005 var sakfelldur fyrir ódæðið fyrir dómi í Jóhannesarborg í dag. Erlent 12.11.2007 18:28 Hlutabréf hækka í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hækkaði almennt eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Bréf Flögu hækkaði um 2,7 prósent en bankar og fjárfestingafélög fylgja fast á hæla þess. Þá hélt gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu áfram að hækka og stendur gengið í hæstu hæðum. Einungis gengi bréfa í Eimskipafélaginu hefur lækkað. Viðskipti innlent 12.11.2007 10:06 Áfram lækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði enn einn daginn í dag en Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,07 prósent. Hún hefur hríðlækkað í vikunni, eða sem nemur tæpum tíu prósentum. Hún hefur lækkað um tæp 25 prósent frá því hún stóð hæst um miðjan júlí. Viðskipti innlent 9.11.2007 16:56 Áfram skellur á bandarískum fjármálamarkaði Fjárfestar í Bandaríkjunum horfðu upp á áframhaldandi skell á fjármálamörkuðum vestanhafs í dag. Hlutabréf réttu lítillega úr kútnum fyrir vitnaleiðslu Ben Bernankes, seðlabankastjóra landsins, í gær eftir viðvarandi lækkun alla vikuna en fóru niður með hraði eftir að hann sagði líkur á minni hagvexti í Bandaríkjunum á þessum síðasta fjórðungi ársins vegna fjármálakrísunnar sem sett hefur stórt skarð í afkomutölur helstu fjármálafyrirtækja. Viðskipti erlent 9.11.2007 14:42 Atlantic Petroleum enn á uppleið Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 4,32 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag og stendur nú í hæstu hæðum. Félagið hefur verið á þeysireið þrátt fyrir óróleika á hlutabréfamörkuðum og rokið upp um rúm 330 prósent það sem af er árs. Viðskipti innlent 9.11.2007 10:07 Skipasmíðastöð Walesa seld Samkeppnisyfirvöld í Póllandi hafa samþykkt að selja skipasmíðastöðina í borginni Gdansk til fyrirtækis í Úkraínu. Skipasmíðastöðin hefur fram til þessa verið í eigu pólska ríkisins og komst á spjöld sögunnar snemma á níunda áratug síðustu aldar en verkalýðsfélagið Samstaða var stofnuð innan hennar veggja með Lech Walesa í fararbroddi. Viðskipti erlent 8.11.2007 16:34 Úrvalsvísitalan rétt náði að hækka Gengi Úrvalsvísitölunnar hækkaði lítillega eftir mjög sveiflukenndan dag í Kauphöllinni en vísitalan fór frá því að falla um rúm þrjú prósent í tveggja prósenta hækkun. Undir lok dags hafði gengi bréfa í Icelandair hækkað mest, eða um 3,6 prósent. Á hæla fyrirtækisins fylgdi Exista og Bakkavör. Viðskipti innlent 8.11.2007 16:56 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu og í Bretlandi Evrópski seðlabankinn og Englandsbanki ákváðu báðir í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum. Stýrivextir á evrusvæðinu standa í 4,0 prósentum en í 5,75 prósentum í Bretlandi. Viðskipti erlent 8.11.2007 13:31 Snarpur viðsnúningur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllina tók skarpa beygju úr lækkanaferli síðustu fjóra daga en þau hafa nú hækkað mjög í verði. Úrvalsvísitalan hafði lækkað um 3,4 prósent í morgun en hefur nú snúist við og hækkað um rúm 2,5 prósent. Gengi bréfa í Icelandair hefur hækkað langmest, eða um rúm sex prósent. Viðskipti innlent 8.11.2007 11:38 Árið horfið úr bókum margra félaga í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan féll um 3,42 prósent skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í morgun. Þetta er fjórði dagurinn í röð sem vísitalan lækkar en hún hefur farið niður um 11,4 prósent í vikunni. Fjármálafyrirtæki leiða lækkanalestina. Gengi bréfa í nokkrum fjármálafyrirtækjanna hefur ekki verið lægra síðan í byrjun síðasta hausts. Viðskipti innlent 8.11.2007 10:14 Olíuverðið á niðurleið Heimsmarkaðsverð á framvirkum samningum á hráolíu lækkaði nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að menn telja líkur á að eftirspurn eftir svartagullinu muni minnka í Bandaríkjunum á næstunni. Viðskipti erlent 8.11.2007 09:35 Aðgerðin vel heppnuð Læknar á Indlandi hafa framkvæmd umfangsmikla aðgerð á tveggja ára stúlku sem fæddist með fjórar hendur og jafn marga fætur. Afgangslimir voru fjarlægðir. Aðgerðin mun hafa gengið vonum framar. Erlent 7.11.2007 13:04 « ‹ 131 132 133 134 135 136 137 138 139 … 334 ›
500 hafa farist Að minnsta kosti 500 manns létu lífið þegar fellibylur skall á suðurhluta Bangladess í gær. Tré rifnuðu upp með rótum og heilu þorpin voru jöfnuð við jörðu í veðurofsanum. Erlent 16.11.2007 12:26
Gengi FL Group ekki lægra í rúmt ár Gengi bréfa í FL Group féll töluvert við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag en það fór niður um 2,94 prósent og hefur ekki verið lægra síðan um miðjan september á síðasta ári. Viðskipti innlent 16.11.2007 10:08
Vilja koma í veg fyrir aðra undirmálslánakrísu Bandarískir þingmenn hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér hert eftirlit með bandarískum fasteignalánafyrirtækjum með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fjármálakrísa í tengslum við undirmálslán vestanhafs endurtaki sig. Viðskipti erlent 16.11.2007 09:43
Úrvalsvísitalan lækkaði í Kauphöllinni Gengi nær allra fjármálafyrirtækja lækkaði í kringum eitt til rúmlega tvö prósent undir lok viðskipta í Kauphöllinni í dag. Mest var lækkun á gengi bréfa í Föroya banka, sem fór niður um 2,93 prósent. Næst á eftir fylgdu bréf í olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem féll hratt við upphaf dags en jafnaði sig eftir því sem á leið. Viðskipti innlent 15.11.2007 16:35
Samdráttur hjá J. C. Penny Hagnaður bandarísku verslanakeðjunnar J.C. Penny nam 261 milljón dala, jafnvirði 15,6 milljörðum íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 287 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Þetta er níu prósenta samdráttur á milli ára. Stjórnendur verslunarinnar segja sölu hafa dregist saman á fjórðungnum og séu horfur á að efnahagurinn muni versna frekar á yfirstandandi fjórðungi þar sem ljóst þyki að neytendur haldi að sér höndum þessa dagana. Viðskipti erlent 15.11.2007 13:30
Vísa samrunaviðræðum á bug Orðrómur hefur verið uppi um að bandarísku flugfélögin Delta og United Airlines eigi í viðræðum sem geti leitt til samruna þeirra. Gengi það eftir yrði til stærsta flugfélag í heimi. Forstjórar flugfélaganna vísa því hins vegar á bug að samrunaviðræður eigi sér stað. Viðskipti erlent 15.11.2007 13:01
Sprakk og brann til kaldra kola Hús í Limhamn - í útjaðri Malmö - brann til kaldra kola í gær eftir mikla sprengingu. Konu og hundi hennar sem í húsinu voru tókst að forða sér og komust ómeidd frá eldinum. Erlent 15.11.2007 12:25
Lindgren 100 ára Sænska skáldkonan Astrid Lindgren hefði orðið 100 ár í gær ef hún hefði lifað. Af því tilefni var slegið til veislu í Smálöndum þar sem höfundur bókanna um Línu Langsokk og Emil í Kattholti fæddist og var alin upp. Erlent 15.11.2007 12:39
Leitar víðtæks stuðnings Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, leitar eftir stuðningi allra flokka á danska þinginu í mikilvægum málaflokkum nú þegar þriðja ríkisstjórn hans er í burðarliðnum. Meirihlutinn er naumur - stendur og fellur með Færeyingi og sýrlenskum innflytjanda. Erlent 15.11.2007 12:31
Umferðaröngþveiti um allt Frakkland Samgöngukerfi Frakklands er lamað annan daginn í röð vegna verkfalls hjá starfsmönnum almenningssamgöngufyrirtækja. Umferðaröngþveiti er mikið og kannanir sýna að meirihluti Frakka hefur enga samúð með þeim sem lagt hafa niður vinnu. Erlent 15.11.2007 12:19
Verðbólga eykst á evrusvæðinu Verðbólga mældist 2,6 prósent á evrusvæðinu í síðasta mánuði samanborið við 2,1 prósent í september, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Helstu liðir til hækkunar liggja í hærra eldsneytis- og matvælaverði, ekki síst á mjólkur- og kornvörum sem hefur hækkað mjög í verði víða um heim. Viðskipti erlent 15.11.2007 10:36
Macy's spáir minni einkaneyslu Gengi hlutabréfa tók að lækka skyndilega í Bandaríkjunum í gær eftir að bandaríska verslanakeðjan Macy's skilaði inn uppgjörstölum sínum fyrir þriðja ársfjórðung. Verslunin skilaði 33 milljóna dala hagnaði, sem jafngildir tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna, á tímabilinu. Þetta er á pari við væntingar markaðsaðila. Viðskipti erlent 15.11.2007 09:40
John Thain í forstjórastól Merrill Lynch Talsverðar líkur eru taldar á því að John Thain, forstjóri NYSE Euronext, hinnar tiltölulega nýsameinuðu kauphallar New York í Bandaríkjunum og samevrópsku kauphallarsamstæðunnar Euronext, verði veittur forstjórastóllinn hjá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch. Viðskipti erlent 14.11.2007 18:52
Smásöluverslun jókst lítillega í Bandaríkjunum Smásöluverslun jókst um 0,2 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Til samanburðar jókst verslun um 0,7 prósent á milli mánaða í september. Fjármálaskýrendur segja greinilegt að slæmar aðstæður á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum, hátt raforkuverð og erfiðara aðgengi að lánsfé nú um stundir hafi sett mark sitt á einkaneyslu vestanhafs. Viðskipti erlent 14.11.2007 14:05
Exista leiðir hækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hefur tekið ágætlega við sér eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Existu hefur hækkað mest, eða um 3,2 prósent. Á eftir fylgja bankar og önnur fjármálafyrirtæki. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á erlendum fjármálamörkuðum í gær og í dag eftir talsverðan viðsnúning á mörkuðum eftir skell í síðustu viku og byrjun þessarar viku. Viðskipti innlent 14.11.2007 10:30
Fjárfestar bjartsýnir víða um heim Gengi helstu hlutabréfavísitalna hafa hækkað talsvert í Asíu og Evrópu í dag eftir mikla hækkun í Bandaríkjunum í gær. Fjárfestar þykja bjartsýnir á að fjármálakrísan sé ekki eins slæm og af var látið þrátt fyrir að fasteignalán hafi sett skarð í afkomu bandarískra og japanskra fjármálastofnana. Viðskipti erlent 14.11.2007 10:07
Óbreyttir stýrivextir í Japan Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Í rökstuðningi bankastjórnarinnar koma fram áhyggjur vegna fjármálakrísunnar á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum og hægari hagvöxtur í Bandaríkjunum sem gæti skilað sér í minni útflutningi frá Japan til Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 13.11.2007 11:58
Lækkun í Kauphöllinni Gengi tólf fyrirtækja í Kauphöllinni hefur lækkað frá því viðskipti hófust í dag. Ekkert hefur hækkað á sama tíma en fjöldi staðið í stað. Gengi Atlantic Petroleum hefur lækkað mest, eða um 3,82 prósent. Gengi bréfa í þessu færeyska olíuleitarfélagi hefur hækkað langmest skráðra félaga í Kauphöllinni á árinu, eða um rúm 324 prósent. Viðskipti innlent 13.11.2007 11:07
Sakfelldur fyrir morðið á Gísla Þorkelssyni Willie Theron, sem ákærður var fyrir morðið á Gísla Þorkelssyni í Suður-Afríku í maí 2005 var sakfelldur fyrir ódæðið fyrir dómi í Jóhannesarborg í dag. Erlent 12.11.2007 18:28
Hlutabréf hækka í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hækkaði almennt eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Bréf Flögu hækkaði um 2,7 prósent en bankar og fjárfestingafélög fylgja fast á hæla þess. Þá hélt gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu áfram að hækka og stendur gengið í hæstu hæðum. Einungis gengi bréfa í Eimskipafélaginu hefur lækkað. Viðskipti innlent 12.11.2007 10:06
Áfram lækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði enn einn daginn í dag en Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,07 prósent. Hún hefur hríðlækkað í vikunni, eða sem nemur tæpum tíu prósentum. Hún hefur lækkað um tæp 25 prósent frá því hún stóð hæst um miðjan júlí. Viðskipti innlent 9.11.2007 16:56
Áfram skellur á bandarískum fjármálamarkaði Fjárfestar í Bandaríkjunum horfðu upp á áframhaldandi skell á fjármálamörkuðum vestanhafs í dag. Hlutabréf réttu lítillega úr kútnum fyrir vitnaleiðslu Ben Bernankes, seðlabankastjóra landsins, í gær eftir viðvarandi lækkun alla vikuna en fóru niður með hraði eftir að hann sagði líkur á minni hagvexti í Bandaríkjunum á þessum síðasta fjórðungi ársins vegna fjármálakrísunnar sem sett hefur stórt skarð í afkomutölur helstu fjármálafyrirtækja. Viðskipti erlent 9.11.2007 14:42
Atlantic Petroleum enn á uppleið Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 4,32 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag og stendur nú í hæstu hæðum. Félagið hefur verið á þeysireið þrátt fyrir óróleika á hlutabréfamörkuðum og rokið upp um rúm 330 prósent það sem af er árs. Viðskipti innlent 9.11.2007 10:07
Skipasmíðastöð Walesa seld Samkeppnisyfirvöld í Póllandi hafa samþykkt að selja skipasmíðastöðina í borginni Gdansk til fyrirtækis í Úkraínu. Skipasmíðastöðin hefur fram til þessa verið í eigu pólska ríkisins og komst á spjöld sögunnar snemma á níunda áratug síðustu aldar en verkalýðsfélagið Samstaða var stofnuð innan hennar veggja með Lech Walesa í fararbroddi. Viðskipti erlent 8.11.2007 16:34
Úrvalsvísitalan rétt náði að hækka Gengi Úrvalsvísitölunnar hækkaði lítillega eftir mjög sveiflukenndan dag í Kauphöllinni en vísitalan fór frá því að falla um rúm þrjú prósent í tveggja prósenta hækkun. Undir lok dags hafði gengi bréfa í Icelandair hækkað mest, eða um 3,6 prósent. Á hæla fyrirtækisins fylgdi Exista og Bakkavör. Viðskipti innlent 8.11.2007 16:56
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu og í Bretlandi Evrópski seðlabankinn og Englandsbanki ákváðu báðir í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum. Stýrivextir á evrusvæðinu standa í 4,0 prósentum en í 5,75 prósentum í Bretlandi. Viðskipti erlent 8.11.2007 13:31
Snarpur viðsnúningur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllina tók skarpa beygju úr lækkanaferli síðustu fjóra daga en þau hafa nú hækkað mjög í verði. Úrvalsvísitalan hafði lækkað um 3,4 prósent í morgun en hefur nú snúist við og hækkað um rúm 2,5 prósent. Gengi bréfa í Icelandair hefur hækkað langmest, eða um rúm sex prósent. Viðskipti innlent 8.11.2007 11:38
Árið horfið úr bókum margra félaga í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan féll um 3,42 prósent skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í morgun. Þetta er fjórði dagurinn í röð sem vísitalan lækkar en hún hefur farið niður um 11,4 prósent í vikunni. Fjármálafyrirtæki leiða lækkanalestina. Gengi bréfa í nokkrum fjármálafyrirtækjanna hefur ekki verið lægra síðan í byrjun síðasta hausts. Viðskipti innlent 8.11.2007 10:14
Olíuverðið á niðurleið Heimsmarkaðsverð á framvirkum samningum á hráolíu lækkaði nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að menn telja líkur á að eftirspurn eftir svartagullinu muni minnka í Bandaríkjunum á næstunni. Viðskipti erlent 8.11.2007 09:35
Aðgerðin vel heppnuð Læknar á Indlandi hafa framkvæmd umfangsmikla aðgerð á tveggja ára stúlku sem fæddist með fjórar hendur og jafn marga fætur. Afgangslimir voru fjarlægðir. Aðgerðin mun hafa gengið vonum framar. Erlent 7.11.2007 13:04
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent