Fréttir Evran dýr í dollurum Gengi evru sló enn eitt metið gagnvart bandaríkjadal í dag en gjáin á milli þeirra hefur aldrei verið meiri. Helstu skýringarnar felast í styrkingu evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum og veikingu bandaríkjadals í kjölfar stýrivaxtalækkunar í Bandaríkjunum í síðustu viku. Viðskipti erlent 24.9.2007 09:33 Hrímnir frá Hrafnagili er fallinn 32 vetra Einn mesti gæðingur allra tíma er fallinn. Hrímnir frá Hrafnagili var heigður við húsvegg heima á Varmalæk í dag. Hrímnir hefur verið við góða heilsu fram til þessa og verið undir nánu eftirliti Björns eiganda síns dag hvern. Hrímnir var ásamt öðrum hesti í garðinum heima á Varmalæk og veiktist skyndilega í morgun. Sport 23.9.2007 18:52 Nánast óbreytt staða í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er nokkuð í takt við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum, sem þó hafa hækkað litlu meira. Gengi bréfa í Bakkavör hækkaði mest í dag, eða um 1,87 prósent. Mest var lækkunin hins vegar á gengi bréfa í Straumi, sem fór niður um 0,52 prósent. Viðskipti innlent 21.9.2007 15:43 Óttuðust að Blæ frá Torfunesi væri ekki hugað líf "Ljóst er að hesturinn hefur mátt sæta illri meðferð og hefur nú verið settur í umsjá dýralækna þar sem reynt verður að byggja upp fyrra þrek og þol“. Mál Blæs frá Torfunesi hefur verið tilkynnt til dýraverndunaryfirvalda með vísan til Dýraverndunarlaga nr. 15/1994 og Búfjárlaga nr. 103/2002 og verður rekið í þeim farvegi". Segir í tikynningu frá Blær ehf. Sport 21.9.2007 14:14 Airbus: Sterkt gengi evru til vandræða Stjórnendur evrópsku flugvélasmiðjunnar Airbus óttast að sterkt gengi evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum nú um stundir geti valdið því að fyrirtækið neyðist til að grípa til frekari uppsagna til að hagræða í rekstrinum. Viðskipti erlent 21.9.2007 13:24 Færeyingar efstir og neðstir í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hefur hækkað lítillega eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Föroya banka hefur hækkað langmest, eða um 3,23 prósent. Bréf í öðrum fyrirtækjum hefur ýmist hækkað rúmt hálft prósent eða staðið í stað. Gengi bréfa í færeyska bankanum Eik er hins vegar eina félagið sem hefur lækkað í dag. Viðskipti innlent 21.9.2007 11:04 Northern Rock hafnaði milljarðaláni Stjórnendum breska fasteignalánafyrirtækisins Northern Rock bauðst að fá lán upp á hálfan milljarð punda, jafnvirði 63,5 milljarða íslenskra króna, frá bandaríska fjárfestingabankanum JPMorgan seint í júlí. Þeir tóku því ekki. Breskir fjölmiðlar segja að hefðu stjórnendurnir gert það hefði bankinn ekki staðið frammi fyrir sama vanda og hann gerir í dag. Viðskipti erlent 21.9.2007 09:33 Dalurinn á ný í sögulegu lágmarki gagnvart evru Gengi evru fór enn í methæðir gagnvart bandaríkjadal í dag en munurinn á gengi myntanna hefur aldrei verið lægra. Gengi dals hefur lækkað nokkuð síðustu daga, ekki síst eftir að seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti um 50 punkta á þriðjudag. Dalurinn kostaði jafn mikið og kanadískur dalur í gær en slíkt hefur ekki gerst í rúm þrjátíu ár. Viðskipti erlent 21.9.2007 09:10 Verður næststærsta Kauphöll heims Kauphöllin í Dubai eignast tuttugu prósenta hlut í sameinaðri Kauphöll NASDAQ og OMX. Með samkomulaginu lýkur baráttu NASDAQ og Kauphallarinnar í Dubai um yfirráð yfir OMX. Sýnileiki íslenskra fyrirtækja eykst til muna. „Þetta eru góð tíðindi fyrir okkur,“ segir forstjóri Kauphallar Íslands. Viðskipti innlent 21.9.2007 09:01 Metgjalddagi hafði lítil áhrif á gengi Krónubréf að nafnvirði sextíu milljarðar króna féllu á gjalddaga í gær. Þetta var stærsti einstaki krónubréfagjalddagi frá því að útgáfa þeirra hófst í ágúst 2005. Viðskipti innlent 21.9.2007 09:01 Deutsche Bank í krísu vegna óróleikans Þýski bankinn Deutsche Bank hefur tilkynnt að hann muni þurfa að færa verðmæti fjármögnunarsamninga niður um allt að 625 milljónir evra, jafnvirði tæpra 56 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi vegna mistaka sem bankinn gerði á uppgangstímum á fjármálamörkuðum sem lauk með lánsfjárkreppu í síðustu mánuðum. Viðskipti erlent 20.9.2007 16:07 Lækkun í Kauphöllinni í kjölfar hækkunar Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Kauphöllinni í dag eftir talsverða hækkun í gær. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum lækkaði mest, eða um 3,43 prósent. Gengi einungis tveggja félaga hækkaði i Kauphöllinni, í Teymi og FL Group. Viðskipti innlent 20.9.2007 15:38 Spáir stýrivaxtalækkun snemma á næsta ári Styrking evru gagnvart bandaríkjadal veldur því að evrópski seðlabankinn verði að breyta um stefnu og lækka stýrivexti. Þetta segir sérfræðingurinn Austin Hughes, hjá írska bankanum IIB. Gengi evru hefur haldið verið jafn sterk gagnvart bandaríkjadal og nú um stundir. Viðskipti erlent 20.9.2007 15:18 Samdrátturinn gæti haldið áfram Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagðist eftir yfirheyrslu fyrir fjárlaganefnd bandaríska þingsins í dag, að hann teldi hræringar á fjármálamörkuðum vegna vanskila á fasteignalánamarkaði ekki að baki. Það hafi hins vegar verið rétt ákvörðun bankastjórnarinnar að lækka stýrivexti og setja fé inn í efnahagslífið til að auðvelda aðgengi að fjármagni. Viðskipti erlent 20.9.2007 14:45 Afkoma Goldman Sachs umfram spár Hagnaður bandaríska bankans Goldman Sachs nam 2,85 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 180 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 79 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra og sá þriðji besti í 138 ára sögu bankans. Ólíkt flestum bönkum spáði Goldman Sachs samdrætti á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum og stóð því ekki berskjaldur gagnvart þrengingunum. Viðskipti erlent 20.9.2007 14:09 Svartbirnir komust ekki í hengirúm Tveir ungir svartbirnir áttu í erfiðleikum með að koma sér vel fyrir í hengirúmi í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Aðfarirnar voru festar á filmu. Erlent 20.9.2007 12:34 SÞ rannsaki morðið á Ghanem Forsætisráðherra Líbanons hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki morði á líbanska þingmanninum Antoin Ghanem í gær. Hann týndi lífi í öflugri sprengjuárás ásamt sex öðrum. Erlent 20.9.2007 12:26 Breski seðlabankinn gagnrýndur fyrir sein viðbrögð Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka, sagði fyrir breskri þingnefnd í dag, að lög í Bretlandi og innan Evrópusambandsins, hafi komið í veg fyrir að bankinn hefði getað beitt sér fyrir því að koma bönkum og fjármálafyrirtækjum á borð við Norther Rock til bjargar strax þegar óróleika varð vart á fjármálamörkuðum í sumar. Gengi bréfa í Nothern Rock, sem er með stærstu fasteignalánafyrirtækjum í Bretlandi, hefur fallið um heil 82 prósent síðan í lok febrúar. Viðskipti erlent 20.9.2007 11:47 Bandaríkjadalur aldrei lægri gagnvart evru Gengi bandaríkjadals fór í sögulegt lágmark gagnvart evru í dag í kjölfar 50 punkta lækkunar á stýrivöxtum í Bandaríkjunum á þriðjudag. Þá hefur gengi evru styrkst eftir að evrópski seðlabankinn gaf í skyn að stýrivextir hækki á evrusvæðinu á næstu mánuðum. Viðskipti erlent 20.9.2007 11:06 Nasdaq kaupir OMX-samstæðuna Nasdaq hefur gert samkomulag við kauphöllina í Dubaí sem felur í sér að Nasdaq kaupir samnorrænu OMX-kauphallarsamstæðuna. Kauphöllin í Dubaí mun eiga fimmtung í sameinuðum kauphöllum auk þess að fá 28 prósenta hlut Nasdaq í bresku kauphöllinni í Lundúnum (LSE). Lokað var fyrir viðskipti með bréf í OMX í gær. Viðskipti erlent 20.9.2007 10:35 Næstráðandi Rauðu Kmerana handtekinn Næstráðandi Rauðu Kmeranna í Kambódíu var handtekinn í dag. Eftir er að ákveða hvort hann verði kærður fyrir þjóðarmorð. Sérstakur dómstóll Sameinuðu þjóðanna rannsakar nú fjöldamorð Kmeranna á valdatíma þeirra. Erlent 19.9.2007 17:53 Gasa-ströndin óvinasvæði Ísraelar hafa skilgreint Gasa-ströndina sem óvinasvæði vegna síendurtekinna eldflaugaárása Hamas-liða á Ísrael þaðan. Hamas-liðar segja þetta stríðsyfirlýsingu. Ákvörðun Ísraela gæti leitt til þess að þeir lokuðu fyrir vatni, eldsneyti og rafmagn til svæðisins. Erlent 19.9.2007 17:42 Afmælisgjafirnar brunnu upp Græddur er geymdur eyrir. Eða ekki. Afmælisgjafir sem lagðar voru af hugulsemi og fyrirhyggju inn á sparisjóðsbók hjá ungum pilti á sjöunda áratugnum, allt frá því hann var eins árs og fram að fermingu, urðu að engu á nokkrum áratugum. Á svokölluðum vöxtum. Innlent 19.9.2007 18:28 Ferðir sendifulltrúa takmarkaðar Bandarískum sendifulltrúum í Írak er nú bannað að ferðast utan Græna svæðisins svokallaða í Bagdad. Þetta var ákveðið eftir að írösk yfirvöld bönnuðu starfsemi verktakafyrirtækisins Blackwater í landinu. Fyrirtækið hefur annast gæslu sendifulltrúa. Erlent 19.9.2007 12:16 Mótvægisaðgerðirnar brandari Mótvægisaðgerðir ríkistjórnarinnar eru brandari, segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Árni Johnsen. Hann segir ekki samræmi í aðgerðunum og óeðlilegt að taka Vestfirði fram yfir aðrar sjávarbyggðir. Innlent 19.9.2007 12:00 Hækkanahrina í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa tók stökkið við opnun viðskipta í Kauphöllinni í morgun. Þetta er í takti við þróunina á erlendum hlutabréfamörkuðum í kjölfar þess að bandaríski seðlabankinn lækkaði stýrivexti í gær meira en vonir stóðu til. Fjármálafyrirtæki leiða hækkanahrinuna. Gengi bréfa í Existu hefur hækkað langmest, eða um tæp 6,8 prósent. Viðskipti innlent 19.9.2007 10:04 Óbreyttir stýrivextir í Japan Bankastjórn japanska seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Fjármálasérfræðingar gerðu flestir hverjir ráð fyrir þessari niðurstöðu vegna aðstæðna á fjármálamörkuðum. Þetta er sjöundi mánuðurinn í röð sem seðlabankinn heldur vöxtunum óbreyttum eftir að hafa hækkað þá einungis tvisvar frá árinu 2000. Viðskipti erlent 19.9.2007 08:57 Vísitölur taka stökkið á Evrópumörkuðum Helstu hlutabréfavísitölur hafa hækkað á fjármálamörkuðum í dag eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti í gær meira en vongóðust fjármálasérfræðingar þorðu að vona. Nikkei-hlutabréfavísitalan í Japan hækkaði um heil 3,67 prósent við lokun markaðar í Tókýó í morgun. Hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa í dag hækkað um og yfir tvö prósent í dag. Viðskipti erlent 19.9.2007 08:25 Íslendingar kaupa fasteignir í Noregi Fasteignafélagið City Center Properties, sem er að stærstum hluta í íslenskri eigu, hefur keypt átta stórar fasteignir í Noregi af norska fasteignafélaginu BSA Kontoreiendom. Um er að ræða sex skrifstofubyggingar og tvær byggingar sem hýsa bæði skrifstofur og vörugeymslur, alls 67 þúsund fermetrar. Sjö bygginganna eru í Osló og ein í Bergen. Viðskipti innlent 18.9.2007 16:31 Eignaupptökum fjölgar í Bandaríkjunum Upptaka banka og fjármálafyrirtækja á fasteignum og öðrum eignum í Bandaríkjunum vegna skulda einstaklinga voru 243.947 talsins í síðasta mánuði. Þetta er heilum 36 prósentum meira en í júlí og tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra. Sérfræðingar í Bandaríkjunum segjast óttast að þetta geti valdið nýrri öldu samdráttar á fasteignamarkaði vestanhafs. Viðskipti innlent 18.9.2007 16:13 « ‹ 139 140 141 142 143 144 145 146 147 … 334 ›
Evran dýr í dollurum Gengi evru sló enn eitt metið gagnvart bandaríkjadal í dag en gjáin á milli þeirra hefur aldrei verið meiri. Helstu skýringarnar felast í styrkingu evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum og veikingu bandaríkjadals í kjölfar stýrivaxtalækkunar í Bandaríkjunum í síðustu viku. Viðskipti erlent 24.9.2007 09:33
Hrímnir frá Hrafnagili er fallinn 32 vetra Einn mesti gæðingur allra tíma er fallinn. Hrímnir frá Hrafnagili var heigður við húsvegg heima á Varmalæk í dag. Hrímnir hefur verið við góða heilsu fram til þessa og verið undir nánu eftirliti Björns eiganda síns dag hvern. Hrímnir var ásamt öðrum hesti í garðinum heima á Varmalæk og veiktist skyndilega í morgun. Sport 23.9.2007 18:52
Nánast óbreytt staða í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er nokkuð í takt við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum, sem þó hafa hækkað litlu meira. Gengi bréfa í Bakkavör hækkaði mest í dag, eða um 1,87 prósent. Mest var lækkunin hins vegar á gengi bréfa í Straumi, sem fór niður um 0,52 prósent. Viðskipti innlent 21.9.2007 15:43
Óttuðust að Blæ frá Torfunesi væri ekki hugað líf "Ljóst er að hesturinn hefur mátt sæta illri meðferð og hefur nú verið settur í umsjá dýralækna þar sem reynt verður að byggja upp fyrra þrek og þol“. Mál Blæs frá Torfunesi hefur verið tilkynnt til dýraverndunaryfirvalda með vísan til Dýraverndunarlaga nr. 15/1994 og Búfjárlaga nr. 103/2002 og verður rekið í þeim farvegi". Segir í tikynningu frá Blær ehf. Sport 21.9.2007 14:14
Airbus: Sterkt gengi evru til vandræða Stjórnendur evrópsku flugvélasmiðjunnar Airbus óttast að sterkt gengi evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum nú um stundir geti valdið því að fyrirtækið neyðist til að grípa til frekari uppsagna til að hagræða í rekstrinum. Viðskipti erlent 21.9.2007 13:24
Færeyingar efstir og neðstir í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hefur hækkað lítillega eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Föroya banka hefur hækkað langmest, eða um 3,23 prósent. Bréf í öðrum fyrirtækjum hefur ýmist hækkað rúmt hálft prósent eða staðið í stað. Gengi bréfa í færeyska bankanum Eik er hins vegar eina félagið sem hefur lækkað í dag. Viðskipti innlent 21.9.2007 11:04
Northern Rock hafnaði milljarðaláni Stjórnendum breska fasteignalánafyrirtækisins Northern Rock bauðst að fá lán upp á hálfan milljarð punda, jafnvirði 63,5 milljarða íslenskra króna, frá bandaríska fjárfestingabankanum JPMorgan seint í júlí. Þeir tóku því ekki. Breskir fjölmiðlar segja að hefðu stjórnendurnir gert það hefði bankinn ekki staðið frammi fyrir sama vanda og hann gerir í dag. Viðskipti erlent 21.9.2007 09:33
Dalurinn á ný í sögulegu lágmarki gagnvart evru Gengi evru fór enn í methæðir gagnvart bandaríkjadal í dag en munurinn á gengi myntanna hefur aldrei verið lægra. Gengi dals hefur lækkað nokkuð síðustu daga, ekki síst eftir að seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti um 50 punkta á þriðjudag. Dalurinn kostaði jafn mikið og kanadískur dalur í gær en slíkt hefur ekki gerst í rúm þrjátíu ár. Viðskipti erlent 21.9.2007 09:10
Verður næststærsta Kauphöll heims Kauphöllin í Dubai eignast tuttugu prósenta hlut í sameinaðri Kauphöll NASDAQ og OMX. Með samkomulaginu lýkur baráttu NASDAQ og Kauphallarinnar í Dubai um yfirráð yfir OMX. Sýnileiki íslenskra fyrirtækja eykst til muna. „Þetta eru góð tíðindi fyrir okkur,“ segir forstjóri Kauphallar Íslands. Viðskipti innlent 21.9.2007 09:01
Metgjalddagi hafði lítil áhrif á gengi Krónubréf að nafnvirði sextíu milljarðar króna féllu á gjalddaga í gær. Þetta var stærsti einstaki krónubréfagjalddagi frá því að útgáfa þeirra hófst í ágúst 2005. Viðskipti innlent 21.9.2007 09:01
Deutsche Bank í krísu vegna óróleikans Þýski bankinn Deutsche Bank hefur tilkynnt að hann muni þurfa að færa verðmæti fjármögnunarsamninga niður um allt að 625 milljónir evra, jafnvirði tæpra 56 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi vegna mistaka sem bankinn gerði á uppgangstímum á fjármálamörkuðum sem lauk með lánsfjárkreppu í síðustu mánuðum. Viðskipti erlent 20.9.2007 16:07
Lækkun í Kauphöllinni í kjölfar hækkunar Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Kauphöllinni í dag eftir talsverða hækkun í gær. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum lækkaði mest, eða um 3,43 prósent. Gengi einungis tveggja félaga hækkaði i Kauphöllinni, í Teymi og FL Group. Viðskipti innlent 20.9.2007 15:38
Spáir stýrivaxtalækkun snemma á næsta ári Styrking evru gagnvart bandaríkjadal veldur því að evrópski seðlabankinn verði að breyta um stefnu og lækka stýrivexti. Þetta segir sérfræðingurinn Austin Hughes, hjá írska bankanum IIB. Gengi evru hefur haldið verið jafn sterk gagnvart bandaríkjadal og nú um stundir. Viðskipti erlent 20.9.2007 15:18
Samdrátturinn gæti haldið áfram Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagðist eftir yfirheyrslu fyrir fjárlaganefnd bandaríska þingsins í dag, að hann teldi hræringar á fjármálamörkuðum vegna vanskila á fasteignalánamarkaði ekki að baki. Það hafi hins vegar verið rétt ákvörðun bankastjórnarinnar að lækka stýrivexti og setja fé inn í efnahagslífið til að auðvelda aðgengi að fjármagni. Viðskipti erlent 20.9.2007 14:45
Afkoma Goldman Sachs umfram spár Hagnaður bandaríska bankans Goldman Sachs nam 2,85 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 180 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 79 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra og sá þriðji besti í 138 ára sögu bankans. Ólíkt flestum bönkum spáði Goldman Sachs samdrætti á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum og stóð því ekki berskjaldur gagnvart þrengingunum. Viðskipti erlent 20.9.2007 14:09
Svartbirnir komust ekki í hengirúm Tveir ungir svartbirnir áttu í erfiðleikum með að koma sér vel fyrir í hengirúmi í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Aðfarirnar voru festar á filmu. Erlent 20.9.2007 12:34
SÞ rannsaki morðið á Ghanem Forsætisráðherra Líbanons hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki morði á líbanska þingmanninum Antoin Ghanem í gær. Hann týndi lífi í öflugri sprengjuárás ásamt sex öðrum. Erlent 20.9.2007 12:26
Breski seðlabankinn gagnrýndur fyrir sein viðbrögð Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka, sagði fyrir breskri þingnefnd í dag, að lög í Bretlandi og innan Evrópusambandsins, hafi komið í veg fyrir að bankinn hefði getað beitt sér fyrir því að koma bönkum og fjármálafyrirtækjum á borð við Norther Rock til bjargar strax þegar óróleika varð vart á fjármálamörkuðum í sumar. Gengi bréfa í Nothern Rock, sem er með stærstu fasteignalánafyrirtækjum í Bretlandi, hefur fallið um heil 82 prósent síðan í lok febrúar. Viðskipti erlent 20.9.2007 11:47
Bandaríkjadalur aldrei lægri gagnvart evru Gengi bandaríkjadals fór í sögulegt lágmark gagnvart evru í dag í kjölfar 50 punkta lækkunar á stýrivöxtum í Bandaríkjunum á þriðjudag. Þá hefur gengi evru styrkst eftir að evrópski seðlabankinn gaf í skyn að stýrivextir hækki á evrusvæðinu á næstu mánuðum. Viðskipti erlent 20.9.2007 11:06
Nasdaq kaupir OMX-samstæðuna Nasdaq hefur gert samkomulag við kauphöllina í Dubaí sem felur í sér að Nasdaq kaupir samnorrænu OMX-kauphallarsamstæðuna. Kauphöllin í Dubaí mun eiga fimmtung í sameinuðum kauphöllum auk þess að fá 28 prósenta hlut Nasdaq í bresku kauphöllinni í Lundúnum (LSE). Lokað var fyrir viðskipti með bréf í OMX í gær. Viðskipti erlent 20.9.2007 10:35
Næstráðandi Rauðu Kmerana handtekinn Næstráðandi Rauðu Kmeranna í Kambódíu var handtekinn í dag. Eftir er að ákveða hvort hann verði kærður fyrir þjóðarmorð. Sérstakur dómstóll Sameinuðu þjóðanna rannsakar nú fjöldamorð Kmeranna á valdatíma þeirra. Erlent 19.9.2007 17:53
Gasa-ströndin óvinasvæði Ísraelar hafa skilgreint Gasa-ströndina sem óvinasvæði vegna síendurtekinna eldflaugaárása Hamas-liða á Ísrael þaðan. Hamas-liðar segja þetta stríðsyfirlýsingu. Ákvörðun Ísraela gæti leitt til þess að þeir lokuðu fyrir vatni, eldsneyti og rafmagn til svæðisins. Erlent 19.9.2007 17:42
Afmælisgjafirnar brunnu upp Græddur er geymdur eyrir. Eða ekki. Afmælisgjafir sem lagðar voru af hugulsemi og fyrirhyggju inn á sparisjóðsbók hjá ungum pilti á sjöunda áratugnum, allt frá því hann var eins árs og fram að fermingu, urðu að engu á nokkrum áratugum. Á svokölluðum vöxtum. Innlent 19.9.2007 18:28
Ferðir sendifulltrúa takmarkaðar Bandarískum sendifulltrúum í Írak er nú bannað að ferðast utan Græna svæðisins svokallaða í Bagdad. Þetta var ákveðið eftir að írösk yfirvöld bönnuðu starfsemi verktakafyrirtækisins Blackwater í landinu. Fyrirtækið hefur annast gæslu sendifulltrúa. Erlent 19.9.2007 12:16
Mótvægisaðgerðirnar brandari Mótvægisaðgerðir ríkistjórnarinnar eru brandari, segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Árni Johnsen. Hann segir ekki samræmi í aðgerðunum og óeðlilegt að taka Vestfirði fram yfir aðrar sjávarbyggðir. Innlent 19.9.2007 12:00
Hækkanahrina í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa tók stökkið við opnun viðskipta í Kauphöllinni í morgun. Þetta er í takti við þróunina á erlendum hlutabréfamörkuðum í kjölfar þess að bandaríski seðlabankinn lækkaði stýrivexti í gær meira en vonir stóðu til. Fjármálafyrirtæki leiða hækkanahrinuna. Gengi bréfa í Existu hefur hækkað langmest, eða um tæp 6,8 prósent. Viðskipti innlent 19.9.2007 10:04
Óbreyttir stýrivextir í Japan Bankastjórn japanska seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Fjármálasérfræðingar gerðu flestir hverjir ráð fyrir þessari niðurstöðu vegna aðstæðna á fjármálamörkuðum. Þetta er sjöundi mánuðurinn í röð sem seðlabankinn heldur vöxtunum óbreyttum eftir að hafa hækkað þá einungis tvisvar frá árinu 2000. Viðskipti erlent 19.9.2007 08:57
Vísitölur taka stökkið á Evrópumörkuðum Helstu hlutabréfavísitölur hafa hækkað á fjármálamörkuðum í dag eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti í gær meira en vongóðust fjármálasérfræðingar þorðu að vona. Nikkei-hlutabréfavísitalan í Japan hækkaði um heil 3,67 prósent við lokun markaðar í Tókýó í morgun. Hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa í dag hækkað um og yfir tvö prósent í dag. Viðskipti erlent 19.9.2007 08:25
Íslendingar kaupa fasteignir í Noregi Fasteignafélagið City Center Properties, sem er að stærstum hluta í íslenskri eigu, hefur keypt átta stórar fasteignir í Noregi af norska fasteignafélaginu BSA Kontoreiendom. Um er að ræða sex skrifstofubyggingar og tvær byggingar sem hýsa bæði skrifstofur og vörugeymslur, alls 67 þúsund fermetrar. Sjö bygginganna eru í Osló og ein í Bergen. Viðskipti innlent 18.9.2007 16:31
Eignaupptökum fjölgar í Bandaríkjunum Upptaka banka og fjármálafyrirtækja á fasteignum og öðrum eignum í Bandaríkjunum vegna skulda einstaklinga voru 243.947 talsins í síðasta mánuði. Þetta er heilum 36 prósentum meira en í júlí og tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra. Sérfræðingar í Bandaríkjunum segjast óttast að þetta geti valdið nýrri öldu samdráttar á fasteignamarkaði vestanhafs. Viðskipti innlent 18.9.2007 16:13
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent