Fréttir

Fréttamynd

Sveitarfélögin vilja jafnlaunastefnu - ekki KÍ

Formaður leikskólakennara vísar meintri jafnlaunastefnu KÍ til föðurhúsanna og segir að það séu sveitarfélögin sem komi í veg fyrir að hægt sé að bæta kjör leikskólakennara á höfuðborgarsvæðinu. Hugmyndir meirihlutans um fyrirtækjaleikskóla myndu ýta undir stéttskiptingu, segir fulltrúi Samfylkingarinnar í leikskólaráði.

Innlent
Fréttamynd

Sveiflur á bandarískum hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa hefur sveiflast nokkuð eftir opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag. Fjárfestar þykja bjartsýnir á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti síðar í mánuðinum. Þeir rýna síðar í dag í orð nokkurra af stjórnendum seðlabankans um bandarísk efnahagsmál. Þar á meðal er hagfræðingurinn Frederic Mishkin, einn af bankastjórum seðlabankans, sem vann skýrslu um íslenskt efnahagslíf í fyrra í félagi við Tryggva Þór Herbertsson, forstjóra Askar Capital.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Barinn í beinni

Íþróttafréttamaður ástralskrar sjónvarpsstöðvar varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu í beinni útsendinu í gærkvöldi. Hann var að greina frá úrslitum í rúgbí leik fyrir utan leikvang í Melborun þegar óð rúgbíbulla tæklaði hann til jarðar. Hópur manna réðst þá að fréttamanninum, Ben Davis, og gekk í skrokk á honum.

Erlent
Fréttamynd

Abbas og Olmert funda

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hittust til að ræða mögulega stofnun palestínsk ríkis á fundi í Jerúsalem í morgun. Fundur leiðtoganna er haldinn svo þeir geti stillt saman strengi sína fyrir ráðstefnu um málið í nóvember sem Bandaríkjamenn hafa boðað til.

Erlent
Fréttamynd

Saksóknari fær gögn

Saksóknari í Portúgal fær í dag í hendurnar gögn vegna rannsóknar á hvarfinu á bresku telpunni Madeleine McCann. Um er að ræða það sem lögregla hefur aflað eftir að foreldrar stúlkunnar fengu réttarstöðu grunaðra í málinu í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Kom og fór

Sjö ára útlegð Nawas Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, lauk í morgun en hún hófst aftur sex klukkustundum eftir heimkomuna. Músharraf lét vísa þessu svarna óvini sínum úr landi til að forða sér frá hatrammri deilu um forsetaembættið.

Erlent
Fréttamynd

Kópavogur getur ekki fríað sig ábyrgð

Mannekla leikskólanna er stærra vandamál en svo að bærinn geti fríað sig ábyrgð á starfsmannahaldi einkarekinna leikskóla, segir Áslaug Daníelsdóttir, leikskólastjóri á Hvarfi. Leikskólafulltrúi Kópavogsbæjar segir bæinn eingöngu bera faglega ábyrgð á slíkum leikskólum.

Innlent
Fréttamynd

14,7% launamunur hjá SFR

Konur eru að jafnaði með þrjá fjórðu af launum karla samkvæmt nýrri launakönnun SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu. Núverandi ríkisstjórn hyggst minnka óútskýrðan kynbundinn launamun hjá ríkinu um helming innan fjögurra ára.

Innlent
Fréttamynd

FL Group með tæp 38 prósent í TM

FL Group hefur keypt alla hluthafa Kjarrhólma ehf. út úr félaginu og með því eignast 37,57 prósent hlutafjár í Tryggingamiðstöðinni. Kjarrhólmi er annar stærsti hluthafinn í TM á eftir Glitni, sem keypti stærsta hluthafann og aðra út í síðustu viku en hefur gefið út að hann ætli að selja hlutinn áfram til fjárfesta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr forstjóri hjá Eimskipi í Ameríku

Brent Sugden, forstjóri kanadíska kæli- og frystigeymslufélagsins Versacold, hefur í kjölfar skipulagsbreytinga verið ráðinn forstjóri yfir kæli- og frystigeymslusviði Eimskips í Ameríku. Reynir Gíslason sem gegnt hefur bæði stöðu forstjóra Eimskips í Ameríku frá júlí 2006 svo og forstjóra Atlas frá nóvember 2006 heldur áfram sem forstjóri yfir annarri starfsemi Eimskips í Ameríku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kreppu spáð

Breskir bankasérfræðingar spá bankakreppu í vikunni sem eigi sér ekki líka síðustu tuttugu ár. Bankar sem þurfi að endurfjármagna lendi í vandræðum. Hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands segir íslenska banka betur í stakk búna til að takast á við slíkt en þegar næddi um þá fyrir einu og hálfu ári.

Innlent
Fréttamynd

Nýnasistar handteknir í Ísrael

Ísraelska lögreglan hefur handtekið átta nýnasista þar í landi og leyst upp samtök sem mennirnir höfðu stofnað. Þeir eru á aldrinum 16 til 21 árs - allir ísraelskir ríkisborgarar, aðfluttir frá Austur-Evrópu. Þeim er gefið að sök að hafa ráðist með ofbeldi gegn útlendingum, samkynhneigðum og trúræknum gyðingum.

Erlent
Fréttamynd

Sharif snýr heim

Musharraf, forseti Pakistans, óttast endurkomu eins höfuð andstæðings síns á morgun. Sá ætlar að koma forsetanum frá völdum. Músaraff hefur látið handtaka tvö þúsund stuðningsmenn hans og hert gæslu á flugvellinum í höfuðborginni.

Erlent
Fréttamynd

McCann-hjónin komin heim

Hjónin Kate og Gerry McCann, sem bæði eru með réttarstöðu grunaðra vegna hvarfs dóttur þeirra Madeleine í Portúgal í vor, eru komin heim til Englands. Heim fóru þau með leyfi portúgalskra yfirvalda.

Erlent
Fréttamynd

Símaviðtal við Jens Einarsson nýráðin ritstjóra LH Hestar

Eins og fram hefur komið þá hefur Landssamband hestamannafélaga gert samning við 365 miðla um útgáfu á átta síðna blaði um hesta og hestamennsku, sem mun koma sem innblað í Fréttablaðinu einu sinni í mánuði. Ritstjóri þessa nýja blaðs er Jens Einarsson, einn mesti hestapenni landsins, Hestafréttir sló á þráðinn til Jens og ræddi við hann um nýja verkefnið.

Sport
Fréttamynd

Jafnlaunastefna KÍ úrelt

Formaður leikskólaráðs Reykjavíkur efast um að opinbert kerfi leikskóla þrífist í markaðsdrifnu hagkerfi Íslands. Hún segir jafnlaunastefnu Kennarasambandsins úrelta í þjóðfélaginu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Einhliða upptaka ekki sniðug

Einhliða upptaka evru nú gæti leitt til atvinnuleysis segir framkvæmdastjóri ASÍ. Hann telur skynsamlegast að Ísland gangi í Evrópusambandið í framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Dregur úr veltu á fasteignamarkaði

Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 864 talsins í ágúst samanborið við 999 í júlí, samkvæmt tölum Fasteignamats ríkisins. Greiningardeild Kaupþings segir að þótt dregið hafi úr veltu kaupsamninga séu þeir tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Greiningardeildin reiknar með áframhaldandi hækkun á fasteignaverði í september en telur að eftirspurn muni minnka á næstu mánuðum vegna hærri vaxta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skuldatryggingarálag í hæstu hæðum

Skuldatryggingarálag íslensku viðskiptabankanna hefur hækkað töluvert undanfarinn mánuð í kjölfar óróa á erlendum fjármálamörkuðum. Álagið hefur farið hækkandi frá því um miðjan júní og hefur vísitala yfir skuldatryggingarálag fjármálafyrirtækja rúmlega fimmfaldast á tímabilinu. Skuldatryggingarálag Kaupþings hefur hækkað mest en það hefur þrefaldast.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan lækkar í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa lækkaði í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takti við lækkun á helstu hlutabréfamörkuðum. Gengi bréfa í FL Group lækkaði mest, eða um 3,75 prósent. Gengi einungis tveggja félaga hækkaði, Atlantic Petroleum og Alfesca.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þröng á þingi hjá Marel Food Systems

Þröng mun vera á þingi í höfuðstöðvum Marel Food Systems í Garðabænum þessa dagana en þar stendur nú yfir þriggja daga stjórnendafundur samsteypunnar. Þar koma saman allir forstjórar og framkvæmdastjórar, sölustjórar, þjónustustjórar og fjármálastjórar allra dótturfélaga. Alls eru þetta um 150 stjórnendur frá 25 löndum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Störfum fækkaði í Bandaríkjunum í ágúst

Nýbirtar tölur frá bandaríska vinnumálastofnunni benda til að fyrirtæki þar í landi hafi sagt upp 4.000 starfsmönnum í nýliðnum mánuði. Þetta er þvert á væntingar enda talið að fyrirtæki myndu halda áfram að ráða til sín fleira starfsfólk. Niðursveiflu á fjármálamörkuðum vegna vanskila á fasteignalánum í vor er kennt um ástandið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skoða evruna fordómalaust

Það á að skoða einhliða upptöku evru fordómalaust, segir stjórnarformaður Kaupþings, sem telur það vel gerlegt og hreint ekki sprenghlægilegt eins og fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi seðlabankastjóra, Davíð Oddssyni.

Innlent
Fréttamynd

Metvelta á gjaldeyrismarkaði í ágúst

Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri nam 750 milljörðum króna í síðasta mánuði og hefur hún aldrei verið jafn mikil í einum mánuði. Greiningardeild Glitnis segir ástæðuna óróa á fjármálamörkuðum heims í kjölfar vandræða í Bandaríkjunum tengdum annars flokks húsnæðislánum (e. subprime).

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Greenspan segir fjárfesta áhyggjufulla

Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir fjárfesta áhyggjufulla og einkenni ótti þeirra stöðuna á fjármálamarkaði upp á síðkastið. Hann líkti ástandinu á hlutabréfamörkuðum í kjölfar mikilla vanskila á bandarískum fasteignalánamarkaði nú við fall á mörkuðum árið 1987 og 1998.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýr forstjóri Eimskips á Íslandi

Guðmundur Davíðsson hefur verið ráðinn forstjóri yfir starfsemi Eimskips á Íslandi En Bragi Þór Marinósson verður forstjóri yfir Norður-Atlantshafssvæði félagsins. Í tilkynningu frá félaginu segir að ráðningin sé til komin vegna skipulagsbreytinga en gífurlegur vöxtur Eimskips á undanförnum mánuðum hafi kallað á að Norður-Atlantshafssvæði félagsins verði skipt í tvennt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óskar eftir fund í utanríkismálanefnd

Fulltrúi Framsóknarmanna hefur óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna heimkvaðningar íslensks upplýsingafulltrúa í Írak. Ákvörðun utanríkisráðherra skjóti skökku við í ljósi framboðs Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Innlent
Fréttamynd

Sprenghlægilegir spekingar

Davíð Oddsson seðlabankastjóri gefur lítið fyrir ummæli sérfræðinga um að kasta þurfi krónunni og taka upp evru. Hann segir orð slíkra spekinga sprenghlægileg.

Innlent