Fréttir Stjórnir verði endurvaktar Stjórnir heilbrigðisstofnana verða endurvaktar nái tillaga nokkurra þingmanna, með Ásmund Einar Daðason, VG, í fararbroddi, fram að ganga. Innlent 19.5.2010 22:11 Karlar eru 4% starfsmanna Karlmenn eru í miklum minnihluta meðal starfsmanna á leikskólum, að því er fram kemur í samantekt Hagstofu Íslands. Konur eru 96 prósent starfsmanna leikskóla en karlmenn aðeins um fjögur prósent. Innlent 19.5.2010 22:12 Þurfandi mætt með aðstoð og leik Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur úthlutað 30 milljónum króna úr sjóði sem stofnaður var í tilefni Evrópuársins gegn fátækt og félagslegri einangrun. 21 verkefni hlaut styrk en sótt var um framlög vegna 84 verkefna upp á samtals rúmlega 200 milljónir. Innlent 19.5.2010 22:12 Efnaðir geta valið sér lyf en fátækir ekki Það kerfi sem heilbrigðisyfirvöld hafa sett á laggirnar til að ákveða hvaða lyf eru niðurgreidd í hverjum flokki hefur þegar leitt til mismununar í heilbrigðiskerfinu, segir Olgeir Olgeirsson, framkvæmdastjóri Portfarma. Innlent 19.5.2010 22:12 Hækka skatta hátekjufólks Ríkisstjórn Spánar vill hækka hátekjuskatt í viðleitni til að ná tökum á fjárlagahallanum. Innlent 19.5.2010 22:12 Afhentu dagbækur Mladic Serbnesk stjórnvöld hafa sent stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag dagbækur Ratko Mladic, sem fundust við húsleit á heimili eiginkonu hans í Belgrad. Mladic var yfirmaður hers Bosníu-Serba í Bosníustríðinu árin 1992-95 og hefur verið sakaður um margvíslega stríðsglæpi. Hann hefur verið á flótta frá lokum stríðsins. Erlent 19.5.2010 22:12 Sjálfkjörið í fjórum sveitarfélögum Kosið verður á milli tveggja eða fleiri lista í 54 af 76 sveitarfélögum í kosningunum 29. maí. Alls eru 185 listar í framboði og sitja á þeim 2.846 manns. Innlent 19.5.2010 22:26 Evrópa bregst ef evran fellur „Það er okkar sögulega verkefni. Ef evran bregst þá bregst Evrópa," sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, þegar hún í gær hvatti neðri deild þingsins til að samþykkja hlut Þýskalands í eitt þúsund milljarða evra björgunarpakka í Evrópu. Innlent 19.5.2010 22:12 Örlög allra þjóða samofin Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti á þriðjudag setningarræðu á alþjóðlegri ráðstefnu Norður-Suðurstofnunarinnar sem starfar á vegum Evrópuráðsins. Innlent 19.5.2010 22:12 Segja 150 störf vera í hættu „Það ástand sem þetta frumvarp skapar og hefur haft á rekstur fyrirtækisins Hvals hf. er algjörlega óviðunandi,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Akraness vegna frumvarps um leyfisveitingar vegna hvalveiða sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Innlent 19.5.2010 22:12 Baráttan gegn berklum hefur mistekist Alþjóðleg herferð gegn berklum hefur mistekist. Sérfræðingar segja nauðsynlegt að grípa til róttækra aðgerða. Erlent 19.5.2010 22:12 Veiðar hefjast HB Grandi undirbýr nú komandi síldarvertíð. Stefnt er að því að Lundey NS fari til veiða um miðja næstu viku og í framhaldinu munu Faxi RE og Ingunn AK verða send til veiða, að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda. Vertíðarbyrjunin nú verður á svipuðu róli og í fyrra. Hjá fiskiðjuveri HB Granda á Vopnafirði hefur verið unnið að undirbúningi síldarvertíðarinnar undanfarnar vikur og settur upp nýr og fullkominn búnaður til vinnslu á síld og makríl. - shá Innlent 19.5.2010 22:12 Eldar loguðu um alla borg Miklar óeirðir brutust út í Bangkok í gær eftir að herinn hafði knúið leiðtoga mótmælenda til uppgjafar. Eldar loguðu víða í borginni og átökin kostuðu að minnsta kosti sex manns lífið, þar á meðal ítalska ljósmyndarann Fabio Polenghi. Erlent 19.5.2010 22:12 Pólitísk sátt um sanngirnisbætur Alþingi samþykkti samhljóða á þriðjudagskvöld frumvarp forsætisráðherra um sanngirnisbætur til þeirra sem urðu fyrir varanlegum skaða vegna illrar meðferðar eða ofbeldis á tilteknum stofnunum eða heimilum á vegum ríkisins. Getur einstaklingur fengið allt að sex milljónum króna. Innlent 19.5.2010 22:11 Ég er geislavirkur, herra minn „Enginn í ríkisstjórn Obama svarar mér, hlustar á mig, talar við mig eða les neitt af því sem ég skrifa þeim,“ segir séra Jeremiah Wright, sóknarprestur Baracks Obama, núverandi Bandaríkjaforseta. Innlent 19.5.2010 22:12 Segja bannið loka konur inni Slæðubannið, sem franska þingið fær brátt til meðferðar, mun breyta lífi nærri tvö þúsund kvenna þar í landi sem dags daglega ganga með slæðu fyrir andlitinu að íslömskum sið. Erlent 19.5.2010 22:11 Björguðu sæskjaldbökum frá slátrun 71 sæskjaldböku var bjargað frá því að enda á borðum matgæðinga á eynni Balí í Indónesíu. Lögreglan þar í landi handtók kaupmann þegar grænar risaskjaldbökur fundust í vöruhúsi hans í Denpasar-borg. Maðurinn sagðist hafa keypt skjaldbökurnar af sjómönnum sem hefðu veitt þær undan Sulawesi-eyju. Skjaldbökurnar voru að meðaltali metri að stærð. Erlent 19.5.2010 22:12 Gosið bætir gráu í svört ský yfir Evrópu Íslendingar hafa tíma 11. júní til að sannfæra heiminn um að landið sé öruggt og að hingað sé yfirhöfuð hægt að ferðast, að sögn fjölmiðlamannsins Simons Calder. Nýta þurfi gluggann fram að HM í fótbolta. Gos í Eyjafjallajökli var til umræðu á fundi Icelandair í gær. Formaður Evrópusambands flugfélaga segir heildartap vegna þess, dagana 15. til 23. apríl, hafa numið 733 milljónum evra, eða 117,7 milljörðum króna. Innlent 19.5.2010 22:11 „Ég vil að allir sjái mynd af þessu tæki“ „Ég vil ekki ásaka neinn og vil aðeins stíga fram og segja hug minn ef það gæti orðið öðrum víti til varnaðar. Ég vil að það sé birt mynd af þessu tæki svo foreldrar geti gert ráðstafanir og tekið þetta niður,“ segir Hákon Hákonarson, afi þriggja ára drengs sem slasaðist alvarlega á leiksvæði í Grafarvogi á laugardag og lést á Barnaspítala Hringsins á mánudagskvöld. Innlent 18.5.2010 23:09 Samfélagsleg ábyrgð komi í stað arðsemi Lífeyrissjóðirnir gegna lykilhlutverki í uppbyggingu íslensks samfélags, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða í gær. Ráðherra sagði að sjóðunum bæri til þess siðferðisleg skylda auk þess sem það væri efnahagslega skynsamlegt fyrir þá. Innlent 18.5.2010 23:09 Dregið verði úr áhættunni Efnahagsráðherrar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í gær á fundi sínum í Brussel reglur um hert eftirlit með vogunarsjóðum og öðrum áhættufjárfestingum. Erlent 18.5.2010 23:09 Ævisparnaður hjá Kaupþingi varð að fimm þúsund krónum Stór hluti starfsfólks gamla Kaupþings tapaði svo gott sem öllum viðbótarlífeyrissparnaði sínum sem það átti í séreignarsjóði Kaupþings fyrir starfsmenn. Sjóðurinn fjárfesti eingöngu í hlutabréfum bankans. Í lok september 2008 voru í sjóðnum tveir milljarðar króna. Þegar skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók lyklavöldin yfir í Kaupþingi í annarri viku október 2008 varð viðbótarlífeyrissparnaðurinn að engu. Viðskipti innlent 18.5.2010 23:09 Stjórnvöld vilja stytta leigutíma Magma á auðlindum Kanadíska fyrirtækið Magma Energy hefur eignast 98,53 prósenta hlut í HS Orku. Sænskt dótturfélag þess keypti hlut Geysis Green Energy í fyrirtækinu. Stjórnvöld höfðu óskað eindregið eftir því að beðið væri með undirskrift þar til eftir ríkisstjórnarfund í dag, ekki var orðið við þeirri ósk. Innlent 17.5.2010 22:31 Askan getur hindrað alla sjúkraflutninga Vegna öskufalls kom sú staða upp í Vestmannaeyjum um helgina að erfitt eða ómögulegt hefði verið að koma veikum eða slösuðum undir læknishendur utan eyjanna. Sjúkraflug, hvort sem er með flugvél eða þyrlu, var óhugsandi vegna öskufallsins og vafasamt að fara sjóleiðina. Innlent 17.5.2010 22:31 Lögreglumenn leiða hvor sinn listann Oddvitar framboðslistanna tveggja í Skaftárhreppi eru lögregluþjónarnir tveir sem starfa í hreppnum, Guðmundur Ingi Ingason varðstjóri og Þorsteinn Kristinsson lögreglustjóri. „Við erum fagmenn á okkar sviði, það er langt því frá að þessi staða trufli okkur," sagði Þorsteinn þegar Fréttablaðið grennslaðist fyrir um málið. Innlent 17.5.2010 22:31 Flytja þarf mörg þúsund fjár af öskusvæðum Fyrstu kindurnar verða fluttar af öskufallssvæðunum undir Austur-Eyjafjöllum á beitarsvæði innan varnarlínu í dag. Að sögn Hermanns Árnasonar, starfsmanns hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, verða á annað hundrað lambær fluttar á jörðina Þverá í Skaftárhreppi. Innlent 17.5.2010 22:31 Mun verjast af fullum krafti Jón Ásgeir Jóhannesson sendi frá sér yfirlýsingu vegna afsagna sinna úr stjórnum bresku fyrirtækjanna House of Fraser og Iceland Foods. Þar segir að ákvörðun um afsagnirnar hafi verið tekin í kjölfar málsóknar slitastjórnar Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri og fólki sem honum tengist. Innlent 17.5.2010 22:31 Rannsaka þurfi allt söluferlið á HS orku Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs ítrekar, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi, þá grundvallarstefnu sína að allar auðlindir þjóðarinnar eigi að vera sameign hennar. Innlent 17.5.2010 22:31 Lyfjafyrirtæki þegar hætt að skrá ný lyf Farið er að bera á því að lyfjafyrirtæki hætti við að skrá ný lyf á markað hér á landi þar sem stjórnvöld voru ekki tilbúin til að borga sambærilegt verð og fæst fyrir lyfin á hinum Norðurlöndunum, segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka framleiðenda frumlyfja. Innlent 17.5.2010 22:31 Kókaínsmygl og peningaþvætti Tveir menn og tvær konur hafa verið dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti. Sá sem þyngstan dóm hlaut, David Erik Crunkleton, var dæmdur í átján mánaða fangelsi. Hinn karlmaðurinn var dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá á skilorði. Önnur konan var dæmd í tíu mánaða fangelsi en hin í fjóra mánuði á skilorði. Innlent 17.5.2010 22:31 « ‹ 85 86 87 88 89 90 91 92 93 … 334 ›
Stjórnir verði endurvaktar Stjórnir heilbrigðisstofnana verða endurvaktar nái tillaga nokkurra þingmanna, með Ásmund Einar Daðason, VG, í fararbroddi, fram að ganga. Innlent 19.5.2010 22:11
Karlar eru 4% starfsmanna Karlmenn eru í miklum minnihluta meðal starfsmanna á leikskólum, að því er fram kemur í samantekt Hagstofu Íslands. Konur eru 96 prósent starfsmanna leikskóla en karlmenn aðeins um fjögur prósent. Innlent 19.5.2010 22:12
Þurfandi mætt með aðstoð og leik Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur úthlutað 30 milljónum króna úr sjóði sem stofnaður var í tilefni Evrópuársins gegn fátækt og félagslegri einangrun. 21 verkefni hlaut styrk en sótt var um framlög vegna 84 verkefna upp á samtals rúmlega 200 milljónir. Innlent 19.5.2010 22:12
Efnaðir geta valið sér lyf en fátækir ekki Það kerfi sem heilbrigðisyfirvöld hafa sett á laggirnar til að ákveða hvaða lyf eru niðurgreidd í hverjum flokki hefur þegar leitt til mismununar í heilbrigðiskerfinu, segir Olgeir Olgeirsson, framkvæmdastjóri Portfarma. Innlent 19.5.2010 22:12
Hækka skatta hátekjufólks Ríkisstjórn Spánar vill hækka hátekjuskatt í viðleitni til að ná tökum á fjárlagahallanum. Innlent 19.5.2010 22:12
Afhentu dagbækur Mladic Serbnesk stjórnvöld hafa sent stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag dagbækur Ratko Mladic, sem fundust við húsleit á heimili eiginkonu hans í Belgrad. Mladic var yfirmaður hers Bosníu-Serba í Bosníustríðinu árin 1992-95 og hefur verið sakaður um margvíslega stríðsglæpi. Hann hefur verið á flótta frá lokum stríðsins. Erlent 19.5.2010 22:12
Sjálfkjörið í fjórum sveitarfélögum Kosið verður á milli tveggja eða fleiri lista í 54 af 76 sveitarfélögum í kosningunum 29. maí. Alls eru 185 listar í framboði og sitja á þeim 2.846 manns. Innlent 19.5.2010 22:26
Evrópa bregst ef evran fellur „Það er okkar sögulega verkefni. Ef evran bregst þá bregst Evrópa," sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, þegar hún í gær hvatti neðri deild þingsins til að samþykkja hlut Þýskalands í eitt þúsund milljarða evra björgunarpakka í Evrópu. Innlent 19.5.2010 22:12
Örlög allra þjóða samofin Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti á þriðjudag setningarræðu á alþjóðlegri ráðstefnu Norður-Suðurstofnunarinnar sem starfar á vegum Evrópuráðsins. Innlent 19.5.2010 22:12
Segja 150 störf vera í hættu „Það ástand sem þetta frumvarp skapar og hefur haft á rekstur fyrirtækisins Hvals hf. er algjörlega óviðunandi,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Akraness vegna frumvarps um leyfisveitingar vegna hvalveiða sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Innlent 19.5.2010 22:12
Baráttan gegn berklum hefur mistekist Alþjóðleg herferð gegn berklum hefur mistekist. Sérfræðingar segja nauðsynlegt að grípa til róttækra aðgerða. Erlent 19.5.2010 22:12
Veiðar hefjast HB Grandi undirbýr nú komandi síldarvertíð. Stefnt er að því að Lundey NS fari til veiða um miðja næstu viku og í framhaldinu munu Faxi RE og Ingunn AK verða send til veiða, að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda. Vertíðarbyrjunin nú verður á svipuðu róli og í fyrra. Hjá fiskiðjuveri HB Granda á Vopnafirði hefur verið unnið að undirbúningi síldarvertíðarinnar undanfarnar vikur og settur upp nýr og fullkominn búnaður til vinnslu á síld og makríl. - shá Innlent 19.5.2010 22:12
Eldar loguðu um alla borg Miklar óeirðir brutust út í Bangkok í gær eftir að herinn hafði knúið leiðtoga mótmælenda til uppgjafar. Eldar loguðu víða í borginni og átökin kostuðu að minnsta kosti sex manns lífið, þar á meðal ítalska ljósmyndarann Fabio Polenghi. Erlent 19.5.2010 22:12
Pólitísk sátt um sanngirnisbætur Alþingi samþykkti samhljóða á þriðjudagskvöld frumvarp forsætisráðherra um sanngirnisbætur til þeirra sem urðu fyrir varanlegum skaða vegna illrar meðferðar eða ofbeldis á tilteknum stofnunum eða heimilum á vegum ríkisins. Getur einstaklingur fengið allt að sex milljónum króna. Innlent 19.5.2010 22:11
Ég er geislavirkur, herra minn „Enginn í ríkisstjórn Obama svarar mér, hlustar á mig, talar við mig eða les neitt af því sem ég skrifa þeim,“ segir séra Jeremiah Wright, sóknarprestur Baracks Obama, núverandi Bandaríkjaforseta. Innlent 19.5.2010 22:12
Segja bannið loka konur inni Slæðubannið, sem franska þingið fær brátt til meðferðar, mun breyta lífi nærri tvö þúsund kvenna þar í landi sem dags daglega ganga með slæðu fyrir andlitinu að íslömskum sið. Erlent 19.5.2010 22:11
Björguðu sæskjaldbökum frá slátrun 71 sæskjaldböku var bjargað frá því að enda á borðum matgæðinga á eynni Balí í Indónesíu. Lögreglan þar í landi handtók kaupmann þegar grænar risaskjaldbökur fundust í vöruhúsi hans í Denpasar-borg. Maðurinn sagðist hafa keypt skjaldbökurnar af sjómönnum sem hefðu veitt þær undan Sulawesi-eyju. Skjaldbökurnar voru að meðaltali metri að stærð. Erlent 19.5.2010 22:12
Gosið bætir gráu í svört ský yfir Evrópu Íslendingar hafa tíma 11. júní til að sannfæra heiminn um að landið sé öruggt og að hingað sé yfirhöfuð hægt að ferðast, að sögn fjölmiðlamannsins Simons Calder. Nýta þurfi gluggann fram að HM í fótbolta. Gos í Eyjafjallajökli var til umræðu á fundi Icelandair í gær. Formaður Evrópusambands flugfélaga segir heildartap vegna þess, dagana 15. til 23. apríl, hafa numið 733 milljónum evra, eða 117,7 milljörðum króna. Innlent 19.5.2010 22:11
„Ég vil að allir sjái mynd af þessu tæki“ „Ég vil ekki ásaka neinn og vil aðeins stíga fram og segja hug minn ef það gæti orðið öðrum víti til varnaðar. Ég vil að það sé birt mynd af þessu tæki svo foreldrar geti gert ráðstafanir og tekið þetta niður,“ segir Hákon Hákonarson, afi þriggja ára drengs sem slasaðist alvarlega á leiksvæði í Grafarvogi á laugardag og lést á Barnaspítala Hringsins á mánudagskvöld. Innlent 18.5.2010 23:09
Samfélagsleg ábyrgð komi í stað arðsemi Lífeyrissjóðirnir gegna lykilhlutverki í uppbyggingu íslensks samfélags, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða í gær. Ráðherra sagði að sjóðunum bæri til þess siðferðisleg skylda auk þess sem það væri efnahagslega skynsamlegt fyrir þá. Innlent 18.5.2010 23:09
Dregið verði úr áhættunni Efnahagsráðherrar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í gær á fundi sínum í Brussel reglur um hert eftirlit með vogunarsjóðum og öðrum áhættufjárfestingum. Erlent 18.5.2010 23:09
Ævisparnaður hjá Kaupþingi varð að fimm þúsund krónum Stór hluti starfsfólks gamla Kaupþings tapaði svo gott sem öllum viðbótarlífeyrissparnaði sínum sem það átti í séreignarsjóði Kaupþings fyrir starfsmenn. Sjóðurinn fjárfesti eingöngu í hlutabréfum bankans. Í lok september 2008 voru í sjóðnum tveir milljarðar króna. Þegar skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók lyklavöldin yfir í Kaupþingi í annarri viku október 2008 varð viðbótarlífeyrissparnaðurinn að engu. Viðskipti innlent 18.5.2010 23:09
Stjórnvöld vilja stytta leigutíma Magma á auðlindum Kanadíska fyrirtækið Magma Energy hefur eignast 98,53 prósenta hlut í HS Orku. Sænskt dótturfélag þess keypti hlut Geysis Green Energy í fyrirtækinu. Stjórnvöld höfðu óskað eindregið eftir því að beðið væri með undirskrift þar til eftir ríkisstjórnarfund í dag, ekki var orðið við þeirri ósk. Innlent 17.5.2010 22:31
Askan getur hindrað alla sjúkraflutninga Vegna öskufalls kom sú staða upp í Vestmannaeyjum um helgina að erfitt eða ómögulegt hefði verið að koma veikum eða slösuðum undir læknishendur utan eyjanna. Sjúkraflug, hvort sem er með flugvél eða þyrlu, var óhugsandi vegna öskufallsins og vafasamt að fara sjóleiðina. Innlent 17.5.2010 22:31
Lögreglumenn leiða hvor sinn listann Oddvitar framboðslistanna tveggja í Skaftárhreppi eru lögregluþjónarnir tveir sem starfa í hreppnum, Guðmundur Ingi Ingason varðstjóri og Þorsteinn Kristinsson lögreglustjóri. „Við erum fagmenn á okkar sviði, það er langt því frá að þessi staða trufli okkur," sagði Þorsteinn þegar Fréttablaðið grennslaðist fyrir um málið. Innlent 17.5.2010 22:31
Flytja þarf mörg þúsund fjár af öskusvæðum Fyrstu kindurnar verða fluttar af öskufallssvæðunum undir Austur-Eyjafjöllum á beitarsvæði innan varnarlínu í dag. Að sögn Hermanns Árnasonar, starfsmanns hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, verða á annað hundrað lambær fluttar á jörðina Þverá í Skaftárhreppi. Innlent 17.5.2010 22:31
Mun verjast af fullum krafti Jón Ásgeir Jóhannesson sendi frá sér yfirlýsingu vegna afsagna sinna úr stjórnum bresku fyrirtækjanna House of Fraser og Iceland Foods. Þar segir að ákvörðun um afsagnirnar hafi verið tekin í kjölfar málsóknar slitastjórnar Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri og fólki sem honum tengist. Innlent 17.5.2010 22:31
Rannsaka þurfi allt söluferlið á HS orku Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs ítrekar, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi, þá grundvallarstefnu sína að allar auðlindir þjóðarinnar eigi að vera sameign hennar. Innlent 17.5.2010 22:31
Lyfjafyrirtæki þegar hætt að skrá ný lyf Farið er að bera á því að lyfjafyrirtæki hætti við að skrá ný lyf á markað hér á landi þar sem stjórnvöld voru ekki tilbúin til að borga sambærilegt verð og fæst fyrir lyfin á hinum Norðurlöndunum, segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka framleiðenda frumlyfja. Innlent 17.5.2010 22:31
Kókaínsmygl og peningaþvætti Tveir menn og tvær konur hafa verið dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti. Sá sem þyngstan dóm hlaut, David Erik Crunkleton, var dæmdur í átján mánaða fangelsi. Hinn karlmaðurinn var dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá á skilorði. Önnur konan var dæmd í tíu mánaða fangelsi en hin í fjóra mánuði á skilorði. Innlent 17.5.2010 22:31
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti