Askan getur hindrað alla sjúkraflutninga 18. maí 2010 06:00 Vestmannaeyja-Þór Björgunarskip Landsbjargar eru fjórtán talsins og um borð er sami búnaður og finna má í sjúkrabíl. fréttablaðið/óskar P. friðriksson Vegna öskufalls kom sú staða upp í Vestmannaeyjum um helgina að erfitt eða ómögulegt hefði verið að koma veikum eða slösuðum undir læknishendur utan eyjanna. Sjúkraflug, hvort sem er með flugvél eða þyrlu, var óhugsandi vegna öskufallsins og vafasamt að fara sjóleiðina. Adolf Þórsson, formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja, segir að öskumökkurinn hafi verið svo þykkur klukkutímum saman um helgina að hann hefði hæglega getað drepið á vélum skipa á leiðinni á milli lands og Eyja. „Þetta á líka við um björgunarskipið okkar, eins og önnur skip sem koma til greina. Það breytir því ekki að ef um líf og dauða er að tefla þá beitum við bátnum. Þá er hins vegar hætta á því að báturinn verði vélar-vana á leiðinni.“ Adolf útskýrir að ef askan, í miklu magni, berist inn í vélar bátanna í gegnum loftinntakið geti drepist á þeim. Vandinn sé einnig víðtækari en sjúkraflutningarnir einir, því björgunarskip Björgunarfélagsins þjóni í fimmtíu mílna radíus í kringum Vestmannaeyjar og geti sett strik í reikninginn ef að skip er í nauðum statt innan þess svæðis. „Við teljum að hættan sé ekki mikil á að þessar aðstæður komi upp. Hins vegar má segja að á föstudaginn hafi þetta átt við sem er óþægileg tilhugsun. Eins að við gætum búið við þessa hættu næstu mánuði, eins og sérfræðingar hafa þráfaldlega bent á.“ Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, segir öskufallið um helgina setja öryggismál í Vestmannaeyjum í nýtt samhengi. Niðurskurður til stofnunarinnar hafi, og muni á næstunni óumflýjanlega hafa, þau áhrif að meiri þörf verði á því að flytja veika og slasaða frá Eyjum til aðhlynningar. „Það er engin spurning að það er viðbótarhætta sem myndast í þessu ástandi og er verulegt áhyggjuefni,“ segir Gunnar. Hann segir að nýja stöðu vegna eldgossins verði að skoða í samhengi við sjúkraflug til og frá Vestmannaeyjum. Nú sé flugið skipulagt frá landi en ráðuneytið hafi við útboð sjúkraflutninga fallist á þau rök í tvígang að flugvél þurfi að vera staðsett í Eyjum. „Þetta þarf að hafa í huga fyrir sumarið. Við tökum á móti þúsundum gesta í tengslum við Þjóðhátíð og íþróttamót barna og unglinga. Þá er ekkert vit í öðru en að flugvélin sé staðsett hérna. Við höfum bent á þetta ítrekað en það er ekkert frágengið“, segir Gunnar. svavar@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Vegna öskufalls kom sú staða upp í Vestmannaeyjum um helgina að erfitt eða ómögulegt hefði verið að koma veikum eða slösuðum undir læknishendur utan eyjanna. Sjúkraflug, hvort sem er með flugvél eða þyrlu, var óhugsandi vegna öskufallsins og vafasamt að fara sjóleiðina. Adolf Þórsson, formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja, segir að öskumökkurinn hafi verið svo þykkur klukkutímum saman um helgina að hann hefði hæglega getað drepið á vélum skipa á leiðinni á milli lands og Eyja. „Þetta á líka við um björgunarskipið okkar, eins og önnur skip sem koma til greina. Það breytir því ekki að ef um líf og dauða er að tefla þá beitum við bátnum. Þá er hins vegar hætta á því að báturinn verði vélar-vana á leiðinni.“ Adolf útskýrir að ef askan, í miklu magni, berist inn í vélar bátanna í gegnum loftinntakið geti drepist á þeim. Vandinn sé einnig víðtækari en sjúkraflutningarnir einir, því björgunarskip Björgunarfélagsins þjóni í fimmtíu mílna radíus í kringum Vestmannaeyjar og geti sett strik í reikninginn ef að skip er í nauðum statt innan þess svæðis. „Við teljum að hættan sé ekki mikil á að þessar aðstæður komi upp. Hins vegar má segja að á föstudaginn hafi þetta átt við sem er óþægileg tilhugsun. Eins að við gætum búið við þessa hættu næstu mánuði, eins og sérfræðingar hafa þráfaldlega bent á.“ Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, segir öskufallið um helgina setja öryggismál í Vestmannaeyjum í nýtt samhengi. Niðurskurður til stofnunarinnar hafi, og muni á næstunni óumflýjanlega hafa, þau áhrif að meiri þörf verði á því að flytja veika og slasaða frá Eyjum til aðhlynningar. „Það er engin spurning að það er viðbótarhætta sem myndast í þessu ástandi og er verulegt áhyggjuefni,“ segir Gunnar. Hann segir að nýja stöðu vegna eldgossins verði að skoða í samhengi við sjúkraflug til og frá Vestmannaeyjum. Nú sé flugið skipulagt frá landi en ráðuneytið hafi við útboð sjúkraflutninga fallist á þau rök í tvígang að flugvél þurfi að vera staðsett í Eyjum. „Þetta þarf að hafa í huga fyrir sumarið. Við tökum á móti þúsundum gesta í tengslum við Þjóðhátíð og íþróttamót barna og unglinga. Þá er ekkert vit í öðru en að flugvélin sé staðsett hérna. Við höfum bent á þetta ítrekað en það er ekkert frágengið“, segir Gunnar. svavar@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira