Franz Doom 3 Doom leikirnir hafa ávalt verið skrefi á undan í tæknilegum framförum. Markmiðið er einfalt, gefa spilaranum upplifun sem gleymist ekki með algjörum hryllingi. Barátta eins manns við helvíti á annari plánetu er sagan sem umvefur Doom og í nýjasta afsprengi eins hornsteins fyrstu persónu skotleikja er kveðið með sama tón. Leikjavísir 13.10.2005 19:16 Call OF Duty Fines Hour Ég var nokkuð spenntur þegar ég skellti Finest Hour í Playstation vélina enda hefur Call Of Duty valdið usla í PC heiminum. Leikurinn er fyrstu persónu skotleikur sem gerist í seinni heimstyrjöldinni og spilast frá sjónarhorni Rússa, Breta og Ameríkana. Spilarinn flakkar á milli Rússlands, Afríku og Evrópu og er markmiðið að sjálfsögðu að brjóta her Hitlers á bak aftur. Leikurinn byrjar í orrustunni um Stalingrad og minnir upphafsborðið óneitanlega á atriði úr kvikmyndinni Enemy at the Gates. Leikjavísir 13.10.2005 19:16 Splinter Cell: Chaos Theory Tom Clancy hefur um árabil verið einn fremsti rithöfundur bóka sem tengjast hernaði og spennu. Bækur hans hafa verið yfirfærðar á kvikmyndaformið með góðum árangri en á undanförnum árum hefur Clancy unnið að gerð tölvuleikja með frábærum árangri og má þar helst nefna Splinter Cell og Rainbow Six seríurnar. Í Chaos Theory er Sam Fisher mættur aftur til leiks. Viðfangsefnið er rafrænn hernaður sem ýtir Kína, Japan, Norður Kóreu og Bandaríkjamönnum í stríðsástand. Leikjavísir 13.10.2005 19:16 Lemmings á leiðinni í PSP Litlu grænu kallarnir sem kallast Lemmings munu mæta aftur í nýju Sony PSP leikjavélina í vetur. Leikjavísir 13.10.2005 19:16 Half Life 2 Árið 1998 kom út fyrstu persónu skotleikur sem hristi ærlega uppí leikjaheiminum. Leikurinn heitir Half-Life og fór sigurför um heiminn og hirti flest öll “leik ársins” verðlaunin það árið. Framhald leiksins er nú komið og ekki seinna vænna. Söguhetjan Gordon Freeman mætir aftur í baráttuna og er sögusviðið City 17 í nánustu framtíð. Mannfólkið býr í ánauð og stóri bróðir fylgist með öllu og öllum. Gordon nær sambandi við gamla starfsfélaga úr Black Mesa tilraunarstöðinni sem eru nú í andspyrnuhreyfingu gegn stóra bróðir og fyrrum yfirmanni Black Mesa, Dr. Breen Leikjavísir 13.10.2005 19:15 Republic Commando Stjörnustríðsleikirnir eru nú orðnir ansi margir og misjafnir eru þeir líka. Í hvert sinn sem ég skelli nýjum stjörnustríðsleik í gang þá fæ ég smá angistartilfinningu yfir því hvort hann sé útþynnt útgáfa eða frábær afurð gerð að metnaði. Republic Commando segir frá fjórum klónuðum hermönnum sem eru partur af sérsveit. Þeir eru hæfari en allir aðrir klónar enda með meiri þjálfun í farteskinu. Þetta er Delta sveitin sem tekur að sér erfið sérverkefni sem aðrir klónar ráða ekki við. Leikjavísir 13.10.2005 19:02 Full Spectrum Warrior Margir rauntíma hernaðarleikir hafa litið dagsins ljós undanfarin ár með misjöfnum áherslum og útkomum. Full Spectrum Warrior er sérstakur leikur í þessum geira. Hann er í raun æfingaleikur hannaður sérstaklega fyrir Bandaríska herinn til að þjálfa hermenn í baráttu á strætum Íraks. Leikurinn kennir hermönnum að meta hættu og bregðast við umhverfinu. Tvö teymi Alpha og Bravo þurfa að vinna saman til að halda lífi í hermönnum teymanna og tapast leikurinn ef einhver liðsmaður fellur. Leikjavísir 13.10.2005 19:02 EyeToy: Play 2 EyeToy myndavélin hefur farið sigurför um leikjaheiminn enda alveg frábær viðbót fyrir Playstation 2. Þeir sem þekkja ekki til EyeToy þá er það myndavél sem tengist með usb tengi við Playstation 2 vélina og er sett ofan á sjónvarpið. Leikmaðurinn stillir sér upp fyrir framan sjónvarpið og notar handa og fótahreyfingar til að spila leikina. Í EyeToy: Play 2 eru tólf nýir leikir sem ættu að ná vel í mark enda mismunandi spilunarleikar í boði. Leikjavísir 13.10.2005 19:01 Halo 2 Stærsti leikurinn sem hefur komið á Xbox leikjavélina var lengi vel Halo. Engin annar leikur hefur náð sömu hæðum og hann fyrr en nú. Halo 2 tekur við forystuhlutverkinu frá forvera sínum með nýjungum og viðbótum fyrir seríuna. Master Chief mætir aftur í sögufléttuna eftir að hafa eyðilagt risastóran dularfullan hring í útgeimi sem var í rauninni ofurvopn. Illu geimverurnar í Covenant eru nú á leið til jarðarinnar og þarf Master Chief að bjarga heimaplánetunni sinni frá innrás þeirra. Leikjavísir 13.10.2005 19:01 Shadow Of Rome Skylmingarþrælar urðu aftur svaka töffarar með mynd Ridley Scott “Gladiator”. Í Shadow Of Rome er umfjöllunarefnið Róm til forna stuttu eftir að Sesar er myrtur. Agrippa er hermaður sem snýr heim til Rómar og kemst að því að faðir hans er grunaður um tilræðið. Með hjálp félaga síns Octavianus ætla þeir að afhjúpa morðingjann og bjarga föður Agrippa frá dauðadóm í hringleikahúsinu ógurlega. Agrippa gerist skylmingarþræll í þeirri von að geta unnið leikanna en sigurvegarinn fær það böðulshlutverk að taka morðingja Sesars af lífi. Leikjavísir 17.10.2005 23:41 Killzone Þegar Killzone leikurinn var í framleiðslu þá var hann hylltur af mörgum sem andstæðingur skotleiksins Halo 2 en í rauninni eiga þeir lítið sameiginlegt nema að vera báðir fyrstu persónu skotleikir og hafa fjöldaspilunarmöguleika fyrir leikjatölvur. Killzone gerist í framtíðinni þar sem mannkynið hefur lagt undir sig aðrar plánetur í sólkerfinu og skiptist mannkynið niður í tvær fylkingar, Leikjavísir 13.10.2005 19:01 Mercenaries Það er ljóst að áhrif GTA leikjanna eru ótvíræð í leikjaheiminum. Það sannast enn og aftur í leiknum Mercenaries sem ber mikinn GTA keim. Leikurinn fjallar um málaliða sem þurfa takast á við öfgastjórn í Norður Kóreu sem hafa hertekið landið með áform um frekari landvinninga með kjarnorkuvopnum.Öfgastjórnin kallast “Deck of 52” því skúrkarnir sem þú eltist við eru 52 talsins. Ef þú nærð þeim á lífi þá þrengist hringurinn en ef þú nærð þeim látnum þá tekur lengri tíma að fara í gegnum stokkinn og einnig fær málaliðinn minna borgað fyrir vikið. Leikjavísir 13.10.2005 19:01 « ‹ 1 2 ›
Doom 3 Doom leikirnir hafa ávalt verið skrefi á undan í tæknilegum framförum. Markmiðið er einfalt, gefa spilaranum upplifun sem gleymist ekki með algjörum hryllingi. Barátta eins manns við helvíti á annari plánetu er sagan sem umvefur Doom og í nýjasta afsprengi eins hornsteins fyrstu persónu skotleikja er kveðið með sama tón. Leikjavísir 13.10.2005 19:16
Call OF Duty Fines Hour Ég var nokkuð spenntur þegar ég skellti Finest Hour í Playstation vélina enda hefur Call Of Duty valdið usla í PC heiminum. Leikurinn er fyrstu persónu skotleikur sem gerist í seinni heimstyrjöldinni og spilast frá sjónarhorni Rússa, Breta og Ameríkana. Spilarinn flakkar á milli Rússlands, Afríku og Evrópu og er markmiðið að sjálfsögðu að brjóta her Hitlers á bak aftur. Leikurinn byrjar í orrustunni um Stalingrad og minnir upphafsborðið óneitanlega á atriði úr kvikmyndinni Enemy at the Gates. Leikjavísir 13.10.2005 19:16
Splinter Cell: Chaos Theory Tom Clancy hefur um árabil verið einn fremsti rithöfundur bóka sem tengjast hernaði og spennu. Bækur hans hafa verið yfirfærðar á kvikmyndaformið með góðum árangri en á undanförnum árum hefur Clancy unnið að gerð tölvuleikja með frábærum árangri og má þar helst nefna Splinter Cell og Rainbow Six seríurnar. Í Chaos Theory er Sam Fisher mættur aftur til leiks. Viðfangsefnið er rafrænn hernaður sem ýtir Kína, Japan, Norður Kóreu og Bandaríkjamönnum í stríðsástand. Leikjavísir 13.10.2005 19:16
Lemmings á leiðinni í PSP Litlu grænu kallarnir sem kallast Lemmings munu mæta aftur í nýju Sony PSP leikjavélina í vetur. Leikjavísir 13.10.2005 19:16
Half Life 2 Árið 1998 kom út fyrstu persónu skotleikur sem hristi ærlega uppí leikjaheiminum. Leikurinn heitir Half-Life og fór sigurför um heiminn og hirti flest öll “leik ársins” verðlaunin það árið. Framhald leiksins er nú komið og ekki seinna vænna. Söguhetjan Gordon Freeman mætir aftur í baráttuna og er sögusviðið City 17 í nánustu framtíð. Mannfólkið býr í ánauð og stóri bróðir fylgist með öllu og öllum. Gordon nær sambandi við gamla starfsfélaga úr Black Mesa tilraunarstöðinni sem eru nú í andspyrnuhreyfingu gegn stóra bróðir og fyrrum yfirmanni Black Mesa, Dr. Breen Leikjavísir 13.10.2005 19:15
Republic Commando Stjörnustríðsleikirnir eru nú orðnir ansi margir og misjafnir eru þeir líka. Í hvert sinn sem ég skelli nýjum stjörnustríðsleik í gang þá fæ ég smá angistartilfinningu yfir því hvort hann sé útþynnt útgáfa eða frábær afurð gerð að metnaði. Republic Commando segir frá fjórum klónuðum hermönnum sem eru partur af sérsveit. Þeir eru hæfari en allir aðrir klónar enda með meiri þjálfun í farteskinu. Þetta er Delta sveitin sem tekur að sér erfið sérverkefni sem aðrir klónar ráða ekki við. Leikjavísir 13.10.2005 19:02
Full Spectrum Warrior Margir rauntíma hernaðarleikir hafa litið dagsins ljós undanfarin ár með misjöfnum áherslum og útkomum. Full Spectrum Warrior er sérstakur leikur í þessum geira. Hann er í raun æfingaleikur hannaður sérstaklega fyrir Bandaríska herinn til að þjálfa hermenn í baráttu á strætum Íraks. Leikurinn kennir hermönnum að meta hættu og bregðast við umhverfinu. Tvö teymi Alpha og Bravo þurfa að vinna saman til að halda lífi í hermönnum teymanna og tapast leikurinn ef einhver liðsmaður fellur. Leikjavísir 13.10.2005 19:02
EyeToy: Play 2 EyeToy myndavélin hefur farið sigurför um leikjaheiminn enda alveg frábær viðbót fyrir Playstation 2. Þeir sem þekkja ekki til EyeToy þá er það myndavél sem tengist með usb tengi við Playstation 2 vélina og er sett ofan á sjónvarpið. Leikmaðurinn stillir sér upp fyrir framan sjónvarpið og notar handa og fótahreyfingar til að spila leikina. Í EyeToy: Play 2 eru tólf nýir leikir sem ættu að ná vel í mark enda mismunandi spilunarleikar í boði. Leikjavísir 13.10.2005 19:01
Halo 2 Stærsti leikurinn sem hefur komið á Xbox leikjavélina var lengi vel Halo. Engin annar leikur hefur náð sömu hæðum og hann fyrr en nú. Halo 2 tekur við forystuhlutverkinu frá forvera sínum með nýjungum og viðbótum fyrir seríuna. Master Chief mætir aftur í sögufléttuna eftir að hafa eyðilagt risastóran dularfullan hring í útgeimi sem var í rauninni ofurvopn. Illu geimverurnar í Covenant eru nú á leið til jarðarinnar og þarf Master Chief að bjarga heimaplánetunni sinni frá innrás þeirra. Leikjavísir 13.10.2005 19:01
Shadow Of Rome Skylmingarþrælar urðu aftur svaka töffarar með mynd Ridley Scott “Gladiator”. Í Shadow Of Rome er umfjöllunarefnið Róm til forna stuttu eftir að Sesar er myrtur. Agrippa er hermaður sem snýr heim til Rómar og kemst að því að faðir hans er grunaður um tilræðið. Með hjálp félaga síns Octavianus ætla þeir að afhjúpa morðingjann og bjarga föður Agrippa frá dauðadóm í hringleikahúsinu ógurlega. Agrippa gerist skylmingarþræll í þeirri von að geta unnið leikanna en sigurvegarinn fær það böðulshlutverk að taka morðingja Sesars af lífi. Leikjavísir 17.10.2005 23:41
Killzone Þegar Killzone leikurinn var í framleiðslu þá var hann hylltur af mörgum sem andstæðingur skotleiksins Halo 2 en í rauninni eiga þeir lítið sameiginlegt nema að vera báðir fyrstu persónu skotleikir og hafa fjöldaspilunarmöguleika fyrir leikjatölvur. Killzone gerist í framtíðinni þar sem mannkynið hefur lagt undir sig aðrar plánetur í sólkerfinu og skiptist mannkynið niður í tvær fylkingar, Leikjavísir 13.10.2005 19:01
Mercenaries Það er ljóst að áhrif GTA leikjanna eru ótvíræð í leikjaheiminum. Það sannast enn og aftur í leiknum Mercenaries sem ber mikinn GTA keim. Leikurinn fjallar um málaliða sem þurfa takast á við öfgastjórn í Norður Kóreu sem hafa hertekið landið með áform um frekari landvinninga með kjarnorkuvopnum.Öfgastjórnin kallast “Deck of 52” því skúrkarnir sem þú eltist við eru 52 talsins. Ef þú nærð þeim á lífi þá þrengist hringurinn en ef þú nærð þeim látnum þá tekur lengri tíma að fara í gegnum stokkinn og einnig fær málaliðinn minna borgað fyrir vikið. Leikjavísir 13.10.2005 19:01