Republic Commando 9. apríl 2005 00:01 Stjörnustríðsleikirnir eru nú orðnir ansi margir og misjafnir eru þeir líka. Í hvert sinn sem ég skelli nýjum stjörnustríðsleik í gang þá fæ ég smá angistartilfinningu yfir því hvort hann sé útþynnt útgáfa eða frábær afurð gerð að metnaði. Republic Commando segir frá fjórum klónuðum hermönnum sem eru partur af sérsveit. Þeir eru hæfari en allir aðrir klónar enda með meiri þjálfun í farteskinu. Þetta er Delta sveitin sem tekur að sér erfið sérverkefni sem aðrir klónar ráða ekki við. Umgjörð Leikurinn byrjar á plánetunni Geonosis í bardaganum mikla sem sést í enda myndarinnar Attack of the Clones. Söguþráðurinn er keyrður áfram samhliða kynningum á hverju verkefni og svo samtölum í samskiptabúnaði klónanna. Undirrót sögunnar er klónastríðið og er Delta sveitin framvarðarsveitin í því stríði og nokkurskonar eina von andspyrnunnar í stjörnuþokunni. Delta sveitina skipa þessir fjórir klónar og hafa þeir allir sína bardaga sérstöðu (leyniskytta, sprengjusérfræðingur, tölvuhakkari) en spilarinn leikur foringjann sem getur skipað sveitinni fyrir. Skipanirnar eru einfaldar en oft á köflum áhrifamiklar. Sveitarmeðlimir eru bardagavélar og plumma sig vel í orrustum samhliða spilaranum sem er þægilegt í miklum hasar þar sem þarf að kljást við marga óvini í einu. Ef einn eða fleiri liðsmenn falla í bardaga þá er hægt að lífga þá við en ef öll sveitin fellur þá er öll von úti. Þessi fídus er skemmtilegur að því leiti að sveitin virðist samstíga og tengir persónurnar saman. Sveitarmeðlimir hafa allir sinn karakter sem er á skjön við þá hugmynd klónanna að þeir eru ekki einstaklingar heldur stríðstól en skapar hinsvegar dýpt í Deltasveitina. Spilun Verkefnin í leiknum eru mismunandi og gerast á þrem mismunandi svæðum (Geonosis, Starship og Kashyyyk) með mismunandi umhverfum. Verkefnin eru uppfull af óvinum sem skapa mikinn hasar og má sjá farartæki, landsvæði og óvinatýpur sem munu koma fram í þriðja hluta stjörnustríðsseríunnar. Það er mikið flæði í spiluninni og Delta sveitin hegðar sér eins og alvöru sérsveit enda var sérsveitarforingi fenginn til liðs við framleiðandann til að slípa aðferðir Delta sveitarinnar til. Grafík og hljóð Grafíkin er mjög góð og uppfull af smáatriðum sem gera leikinn rennilegri. Tónlistin er að sjálfsögðu fengin úr smiðju John Williams og klikkar hún ekki frekar enn fyrri daginn. Hljóðsetning er fín með þrusu umhverfishljóðum og ágætis talsetningu. Framsetningin er smart hönnuð og fær spilarinn bónusefni þegar ákveðnir hlutar leiksins eru kláraðir. Það sem dregur leikinn niður er hversu stuttur hann er enda er hægt að klára hann á tveimur kvöldstundum. Svo var að finna einstaka bögga í forrituninni en ekkert sem að varð til trafala. Leikurinn kom skemmtilega á óvart og mæli ég eindregið með honum fyrir skotleikjaáhugamenn. Hasarinn í fyrirrúmi. Niðurstaða Flottur skotleikur sem gerist í Stjörnustríðsheiminum. Áherslan lögð á samvinnu klónaðra sérsveitarmanna. Innsýn inn í umhverfi og óvini þriðju myndarinnar í seríunni. Heldur stuttur en uppfullur af skemmtilegum hasar. Vélbúnaður: Xbox Framleiðandi: Lucasarts Útgefandi: Lucasarts Franz Leikjavísir Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Stjörnustríðsleikirnir eru nú orðnir ansi margir og misjafnir eru þeir líka. Í hvert sinn sem ég skelli nýjum stjörnustríðsleik í gang þá fæ ég smá angistartilfinningu yfir því hvort hann sé útþynnt útgáfa eða frábær afurð gerð að metnaði. Republic Commando segir frá fjórum klónuðum hermönnum sem eru partur af sérsveit. Þeir eru hæfari en allir aðrir klónar enda með meiri þjálfun í farteskinu. Þetta er Delta sveitin sem tekur að sér erfið sérverkefni sem aðrir klónar ráða ekki við. Umgjörð Leikurinn byrjar á plánetunni Geonosis í bardaganum mikla sem sést í enda myndarinnar Attack of the Clones. Söguþráðurinn er keyrður áfram samhliða kynningum á hverju verkefni og svo samtölum í samskiptabúnaði klónanna. Undirrót sögunnar er klónastríðið og er Delta sveitin framvarðarsveitin í því stríði og nokkurskonar eina von andspyrnunnar í stjörnuþokunni. Delta sveitina skipa þessir fjórir klónar og hafa þeir allir sína bardaga sérstöðu (leyniskytta, sprengjusérfræðingur, tölvuhakkari) en spilarinn leikur foringjann sem getur skipað sveitinni fyrir. Skipanirnar eru einfaldar en oft á köflum áhrifamiklar. Sveitarmeðlimir eru bardagavélar og plumma sig vel í orrustum samhliða spilaranum sem er þægilegt í miklum hasar þar sem þarf að kljást við marga óvini í einu. Ef einn eða fleiri liðsmenn falla í bardaga þá er hægt að lífga þá við en ef öll sveitin fellur þá er öll von úti. Þessi fídus er skemmtilegur að því leiti að sveitin virðist samstíga og tengir persónurnar saman. Sveitarmeðlimir hafa allir sinn karakter sem er á skjön við þá hugmynd klónanna að þeir eru ekki einstaklingar heldur stríðstól en skapar hinsvegar dýpt í Deltasveitina. Spilun Verkefnin í leiknum eru mismunandi og gerast á þrem mismunandi svæðum (Geonosis, Starship og Kashyyyk) með mismunandi umhverfum. Verkefnin eru uppfull af óvinum sem skapa mikinn hasar og má sjá farartæki, landsvæði og óvinatýpur sem munu koma fram í þriðja hluta stjörnustríðsseríunnar. Það er mikið flæði í spiluninni og Delta sveitin hegðar sér eins og alvöru sérsveit enda var sérsveitarforingi fenginn til liðs við framleiðandann til að slípa aðferðir Delta sveitarinnar til. Grafík og hljóð Grafíkin er mjög góð og uppfull af smáatriðum sem gera leikinn rennilegri. Tónlistin er að sjálfsögðu fengin úr smiðju John Williams og klikkar hún ekki frekar enn fyrri daginn. Hljóðsetning er fín með þrusu umhverfishljóðum og ágætis talsetningu. Framsetningin er smart hönnuð og fær spilarinn bónusefni þegar ákveðnir hlutar leiksins eru kláraðir. Það sem dregur leikinn niður er hversu stuttur hann er enda er hægt að klára hann á tveimur kvöldstundum. Svo var að finna einstaka bögga í forrituninni en ekkert sem að varð til trafala. Leikurinn kom skemmtilega á óvart og mæli ég eindregið með honum fyrir skotleikjaáhugamenn. Hasarinn í fyrirrúmi. Niðurstaða Flottur skotleikur sem gerist í Stjörnustríðsheiminum. Áherslan lögð á samvinnu klónaðra sérsveitarmanna. Innsýn inn í umhverfi og óvini þriðju myndarinnar í seríunni. Heldur stuttur en uppfullur af skemmtilegum hasar. Vélbúnaður: Xbox Framleiðandi: Lucasarts Útgefandi: Lucasarts
Franz Leikjavísir Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira