Costco

Ekki enn náð sér á strik eftir að Costco notaði klósettpappírinn sem beitu
Koma Costco til Íslands hefur haft veigamikil áhrif á eina framleiðanda salernispappírs á Íslandi. Nú rúmum fjórum árum eftir að tólf þúsund fermetra vöruhúsið opnaði í Kauptúni hefur pappírssala Papco ekki enn náð sér á strik og velta alls dregist saman um 45 prósent.

100 dagar til jóla: „Það eru gestirnir sem koma með jólin til mín“
Slagorð Ikea hefur löngum verið „Jólin þín byrja í Ikea“. Síðustu ár hafa jólin komið í Ikea í október en nágranninn Costco hefur nú þegar hafið sölu á einstaka jólavöru og þar geta jólabörn nú þegar fest kaup á mannhæðarháum hnotubrjót, jólaljósum og gjafapappír.

Costco á Íslandi hagnaðist um 463 milljónir
Costco á Íslandi hagnaðist um 462,9 milljónir króna á síðasta rekstrarári sem endaði í ágúst 2020. Nam sala félagsins 20,5 milljörðum króna á tímabilinu og jókst um 3,7 prósent milli rekstrarára.

Costco ekki orðið við kröfu MAST um innköllun á hundanammi
Matvælastofnun (MAST) varar við tiltekinni lotu af hundanamminu Super foods for dogs: Chicken treats with sweet potato, carrot & pumpkin frá Irish Dog Food vegna málmflísa sem kaupandi fann í vörunni. Costco flytur vöruna inn og selur í verslun sinni í Kauptúni.

„Megi þeim ganga sem best að standa af sér orkuskiptin“
Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafirði, gefur lítið fyrir meinta góðmennsku og hugulsemi Orkufólksins

Mest ánægja með eldsneytissölu Costco en minnst með þjónustu Póstsins
Pósturinn mældist með lægstu einkunn allra fyrirtækja sem tóku þátt í Íslensku ánægjuvoginni í fyrra, eða 56,6 stig af 100. Eldsneytissala Costco var aftur á móti hæst með 85,8 stig og er það í fjórða árið í röð sem viðskiptavinir eldsneytissölunnar mælast þeir ánægðustu á Íslandi með marktækum hætti.

Costco dæmt til að greiða sjö milljónir
Costco á Íslandi var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmt til að greiða Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) 7,3 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna vangoldinna félagsgjalda.

Vara við neyslu á orkustykkjum úr Costco
Öll þau sem keypt hafa umrædd orkustykki frá 1. mars eru beðin um að hafa varann á og skila þeim til Costco í Kauptúni.

Munu bjóða Costco-vörur í nýjum verslunum undir merkinu Extra
Tvær nýjar matvöruverslanir undir vörumerkinu Extra hafa verið opnaðar í Reykjanesbæ og á Akureyri.

Samkomubannið minnkaði eldsneytissölu um tugi prósenta
Kúvending varð á sölu eldsneytis eftir gildistöku samkomubannsins vegna kórónuveirunnar þann 16. mars.

Syndir í Costco-sundlaug í bílskúrnum
Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona þarf að fara öðruvísi leiðir vegna samkomubannsins sem nú stendur yfir. Þríþraut er hlaup, sund og hjól í sömu íþróttinni og því mæðir mikið á Guðlaugu Eddu.

Costco lækkar bensínverð duglega
Meðfram lækkandi heimsmarkaðsverði á olíu hefur mátt gæta verðlækkunar við bensíndælurnar - hvergi þó meiri en hjá Costco í Kauptúni.

Afhenda skólatöskur meðfram matargjöf
Costco færði Fjölskylduhjálp Íslands 175 skólatöskur í vikunni sem til stendur að úthluta með mataraðstoð í Breiðholti og Reykjanesbæ í næstu viku. Skólatöskurnar eiga eftir að koma sér vel fyrir efnalitlar fjölskyldur segir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálpinni.

Costco sýknað í innkaupakerrumáli
Verslunin Costco var á fimmtudag sýknuð af bótakröfu fyrir Héraðsdómi Reykjaness en krafa hafði verið lögð fram á hendur verslunarinnar vegna tjóns á bíl sem árekstur við innkaupakerrur olli.

Korthöfum í Costco fækkar
Stuðningsfólk Miðflokksins er líklegast til að eiga Costco-kort.

Ryð á Costco-fílnum og gíraffanum: Ekki að ástæðulausu að þessi dýr lifa ekki á norðurslóðum
Fáar vörur vöktu eins mikla athygli og fíllinn og gíraffinn þegar Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ árið 2017.

Eldsneytissala Costco hæst allra í Íslensku ánægjuvoginni
Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2018 voru kynntar í dag í tuttugasta skiptið.

Costco-gaurnum þykir jólagjöf Costco heldur nánasarleg
Er að spá í að breyta og kalla sig Bláa lóns-gaurinn.

Jólaösin lagði kassana í Costco
Töluverð örtröð og óróleiki skapaðist í stórversluninni Costco í Kauptúni í gær þegar kassakerfi verslunarinnar hrundi í hálfa aðra klukkustund.

Fjarðarkaup hrifsar toppsætið af Netflix og vinsældir Costco dvína
Viðskiptavinir Fjarðarkaupa reyndust líklegri til að mæla með þjónustu Fjarðarkaupa en viðskiptavinir annarra fyrirtækja á Íslandi.

Landsmenn eyddu tæplega 90 milljónum á dag í Costco
Heildarvelta Costco á þriggja mánaða tímabili var 8,65 milljarðar króna.

Innreið Costco breytir ekki stöðu Haga
Samkeppniseftirlitið telur ekki að innkoma Costco á innlendan dagvörumarkað hafi breytt stöðu Haga á markaðinum í grundvallaratriðum. Hagar telja "alls ekki rök fyrir umfangsmeiri ráðstöfun eigna“ en lagt er til í sáttatillögum félagsins vegna kaupa þess á Olís.

Bjórtilboð sem framkvæmdastjóri Costco þvertók fyrir til komið vegna mistaka
Pöntuðu alltof mikinn bjór sem er við það að renna út.

Hagnaður Samkaupa dróst saman um átján prósent á milli ára
Hagnaður Samkaupa, þriðju stærstu matvörukeðju landsins, nam 258 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 58 milljónir eða ríflega 18 prósent á milli ára.

Engin uppgjöf í verðstríði þrátt fyrir sex króna hækkun
„Við erum ekkert að fara að hætta í þessari baráttu. Við erum í þessu af fullri alvöru.“

Bjórinn á rúmlega hundrað kall í Costco
Kassi af Bud Light bjór, tuttugu 330 mL flöskur, kostar 2163 krónur í Costco í dag en það er verð sem stendur til boða til 4. júní. Framkvæmdastjóri Costco á Íslandi kannast þó ekki við neinn afslátt af bjór í versluninni.

Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands
Atlantsolía segir nágrönnum sínum í Costco stríð á hendur á stöð sinni í Kaplakrika. Afnema alla afslætti, krefjast engra meðlimakorta eða skráningar og lækka lítraverð á bensíni og dísil umtalsvert.

Aukið flug og lagerhald kemur niður á íslensku Costco-verði
Viðskiptastjóri Costco segir dýrari flutningsleiðir en gert hafði verið ráð fyrir, gengissviptingar og aukið lagerhald á vinsælum vörum hafa leitt til verðhækkana hjá versluninni á Íslandi. Verðkannanir Fréttablaðsins hafa sýnt fram á töluverðar hækkanir og margir viðskiptavinir fengið sig fullsadda á síhækkandi verði.

Matarkarfan hækkar í verði
Meirihluti matvörunnar í verðkönnun Fréttablaðsins hjá Costco og Bónus hefur hækkað milli kannana. Viðskiptavinir kvarta á Facebook yfir verðhækkunum hjá Costco. Kílóverð á hveiti hækkað mest hjá Bónus

Jarðarberjastríð milli matvöruverslana
Costco skók markaðinn í fyrra en kílóverð jarðarberja hefur hækkað þar um 21,8 prósent síðan í haust. Nú er svo komið að kílóverð jarðarberja hjá Costco reyndist það næsthæsta hjá þeim fimm verslunum sem Fréttablaðið gerði verðathugun hjá.