Dýr

Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott
Rónni í Eskifirði var raskað þegar einmana hrefna var við veiðar í gær og komst í gott.

Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana
Frambjóðandi líklegs næsta stjórnarflokks Tékklands var tekinn af framboðslistum hans eftir fréttir um að hann hefði rætt um að ráða hund kærustu fyrrverandi eiginmanns hans af dögum. Fréttirnar hafa vakið sérstaka hneykslun þar sem hundahald er óvíða meira en í Tékklandi.

„Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“
Það er óalgengt að rottur hoppi upp í rúm fólks meðan það sefur enda eru þær ekki sérstaklega mannblendnar verur, að sögn meindýraeyðis. Kakkalökkum hefur fjölgað til muna í Reykjavík síðustu mánuði.

Vöknuðu með rottu upp í rúmi
Sara Bjarney Ólafsdóttir og maður hennar fengu afar óvelkominn gest heim til sín í nótt, þegar stærðarinnar rotta var komin til þeirra upp í rúm. Maður hennar fór fram, náði í brauðbretti og afgreiddi málið.

Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt
„Maður kemur til vinnu og veit aldrei við hverju er að búast,“ segir Helena Gylfadóttir í þætti af Íslandi í dag sem var á Sýn í síðustu viku.

Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“
Íslensk hestakona lauk keppni í erfiðustu kappreiðum í heimi í dag. Hún er ánægð með að hafa náð að ljúka keppninni og mun fagna árangrinum í kvöld.

Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám
Minkur sem borgarbúi á gönguferð meðfram Elliðaám myndaði neðan Elliðavatnsstíflu í fyrradag virtist afar gæfur og lét ekki manninn trufla sig, þótt hann stæði aðeins nokkra metra frá honum.

Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana
Nýverið hefur verið fjallað um þátttöku hestakonu í erlendri kappreið sem ber yfirskriftina The Mongol Derby og kynnt sem krefjandi ævintýri á hálfvilltum hestum. Kappreiðin fer fram í Mongólíu og gengur út á að keppendur fari eins hratt og hægt er 1.000 kílómetra á hestbaki.

Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum
Kínverskur maður, Wei Qiang Lin, hefur játað að hafa flutt um það bil 850 verndaðar skjaldbökur frá Bandaríkjunum og til Hong Kong.

Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun sveitarstjóra Mýrdalshrepps um aflífun hundanna Kols og Korku, sem voru aflífaðir 16. maí. Ekki hafi legið fyrir sönnun þess að hundarnir hefðu bitið lamb, sem þeim var gefið að sök að hafa bitið til ólífs.

Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús
Matvælastofnun hefur sektað bónda í Norðausturumdæmi um 260 þúsund króna vegna flutnings hans á kú í sláturhús á Akureyri fimm dögum eftir burð. Kýrin drapst á leiðinni í sláturhúsið.

Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin
Dýragarðurinn í Álaborg býður nú upp á að fólk gefi garðinum gæludýr á borð við kanínur, hænur og naggrísi til að nota sem fóður fyrir rándýrin þeirra.

Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað
Hryssan Atorka féll frá fjögurra vikna folaldinu Tígli sem tók að horast í kjölfarið. Á nálægum bæ hafði hryssan Hermína misst folaldið sitt í köstun. Þau voru kynnt hvort fyrir öðru og hefur myndast með þeim fallegt mæðginasamband.

Fundu engan hvítabjörn
Enginn hvítabjörn fannst í eftirlitsflugi á Hornströndum fyrr í dag á vegum Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar á Vestfjörðum.

Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit
Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað vestur á firði á tíunda tímanum í morgun þar sem hún mun sinna hvítabjarnareftirliti í samstarfi við lögregluna á Vestfjörðum.

Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi
Refafjölskylda í Snæfellsjökulsþjóðgarði hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum sem heimsækja svæðið. Læða með sjö yrðlinga lætur sér fátt um finnast þótt ferðamenn séu í nánd, en landverðir passa að refirnir fái að vera í friði.

Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum
Matvælastofnun hefur borist tilkynning um óeðlilegan fjölda dauðra dúfna í Vestmannaeyjum. Almenningi er ráðið frá því að handfjatla mögulega veika eða dauða fugla án viðeigandi smitvarna, eða nálgast fugla sem virðast óeðlilega gæfir.

Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum
Lögreglan á Vestfjörðum og Landhelgisgæslan eru nú í ísbjarnareftirliti, einkum yfir Hornströndum vegna myndbands sem lögreglunni barst í gær.

Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú
Á ferðum sínum um landið þegar RAX vann fyrir Morgunblaðið, hittu hann og blaðamaðurinn Guðni Einarsson margar merkilegar og áhugaverðar týpur. Þeirra á meðal var hinn tækisinnaði Jóhann Þorsteinsson á Sandaseli. Hann hafði frá unga aldri sýnt mikinn áhuga á tækjum og tækni.

„Það er verið að taka aðeins of mikið“
Sérfræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands segir lundastofninn hér á landi hafa minnkað um meira en helming á 30 árum. Hann segir litlar veiðitölur hafa heilmikil áhrif þegar nýliðun stofnsins sé léleg.

Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar
Lundaveiði er heimiluð í Vestmannaeyjum frá og með 25. júí og mega standa yfir til 15. ágúst. Veiðimenn í Eyjum eru ósammála mati Náttúrufræðistofnunar Suðurlands að ofveiði hafi átt sér stað síðustu ár sem stuðlað hafi að fækkun lundans.

Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur
Alþjóðalögreglan Interpol hefur fjarlægt aðgerðarsinnann og hvalavininn Paul Watson af lista sínum yfir eftirlýsta glæpamenn. Hann var handtekinn á síðasta ári á Grænlandi en er einnig alræmdur innan hvalveiðiiðnaðarins á Íslandi.

Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa
Sjaldséður beinhákarl sást í hvalaskoðunarferð á vegum Eldingar hvalaskoðunar í gær. Beinhákarlar hafa verið sjaldséð sjón í flóanum síðustu fimm ár að sögn hvalaskoðunarfyrirtækisins.

Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu
Fjórir af sex köttum sem saknað er eftir eldsvoða í íbúð á Tryggvagötu aðfaranótt laugardags eru fundir. Tveggja er enn saknað og vinna sjálfboðaliðar að leitinni.

Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann
Einn fjögurra katta sem leitað hefur verið að í dag er fundinn. Fjórir kettir týndust eftir bruna í íbúðahúsnæði í Tryggvagötu í morgun. Það er í lagi með köttinn.

Fjórir kettir týndust í brunanum
Gæludýrasamtökin Dýrfinna lýsa eftir fjórum köttum sem týndust í brunanum við Tryggvagötu í morgun.

135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi
Sextán eldishús fyrir kjúklingaræktun eru nú á Ásmundarstöðum í Ásahreppi á Suðurlandi en nú er samtals pláss fyrir um 135 þúsund fugla í húsunum á staðnum með tilkomu nýjasta hússins.

Grátrana vappaði um í Gunnarsholti
Grátrana sást að spóka sig í Gunnarsholti í dag. Grátrana er sjaldgæfur flækingsfugl á Íslandi og sérstaklega á Suðurlandi.

„Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“
Veðurfræðingur segir að það gæti jafnvel orðið hlýrra á sumum stöðum í dag en var í gær og að núverandi hitabylgja endist líklega út vikuna. Dýraverndunarsamtökin Dýrfinna hvetja hundaeigendur til að þekkja einkenni hitaslags en það getur orðið lífshættulegt á örskotsstundu.

Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum
Veðurstofa Íslands spáir 14 til 28 stiga hita á landinu í dag; hlýjast norðaustanlands en svalara í þokulofti. Matvælastofnun minnir fólk á að skilja hundinn ekki eftir í bílnum í hitanum.