
Ráðningar

Magnús Kristinn nýr framkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar
Magnús Kristinn Ásgeirsson lögfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar.

Nýtt skipurit innleitt hjá Icelandair
Í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið hjá Icelandair Group, og tilkynnt var um í nóvember síðastliðnum, hefur verið ákveðið að innleiða nýtt skipurit hjá félaginu.

Helena til Lýðháskólans á Flateyri
Stjórn félags um stofnun Lýðháskóla á Flateyri hefur ráðið Helenu Jónsdóttur, sálfræðing, sem framkvæmdastjóra Lýðháskólans á Flateyri.

Claes ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá ORF líftækni
Claes er sænskur en hefur starfað í Bandaríkjunum undanfarinn áratug.

Páll orðinn forseti EFTA-dómstólsins
Páll Hreinsson hefur verið skipaður forseti EFTA-dómstólsins frá og með 1. janúar síðastliðnum.

Aðalbjörn til Gildis lífeyrissjóðs
Aðalbjörn Sigurðsson tók um áramót við stöðu forstöðumanns upplýsingamála hjá Gildi-lífeyrissjóði. Ráðningin er liður í stefnu sjóðsins um aukna upplýsingagjöf til sjóðsfélaga og almennings.

Breytt framkvæmdastjórn Samskipa
Birgir Gunnarsson og Gunnar Kvaran, framkvæmdastjórar innflutnings- og útflutningssviðs, taka sæti í framkvæmdastjórn. Þá hefur millilandasvið verið lagt af og í stað koma þrjú ný svið.

Styrmir Guðmundsson til Kviku banka
Styrmir Guðmundsson, sem starfaði síðast sem sjóðstjóri hjá Summu Rekstrarfélagi, hefur verið ráðinn til markaðsviðskipta Kviku banka. Hóf hann störf hjá fjárfestingabankanum fyrr í þessum mánuði.

Ágúst Bjarni og Ingveldur aðstoða Sigurð Inga
Ingveldur Sæmundsdóttir og Ágúst Bjarni Garðarsson hafa verið ráðin aðstoðarmenn Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Nýir rekstraraðilar veitingastaðarins á Hótel Holti
Eigendur Dill Restaurant, KEX hostels og Hótel Holts hafa gert með sér samkomulag um veitingarekstur á Hótel Holti um áramót.

Eyjólfur Magnús nýr forstjóri Advania Data Centers
Hann hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra rekstrarlausnasviðs Advania frá árinu 2010 og samhliða því leitt starfsemi gagnaveranna frá 2011.

Björg ráðin til Tulipop
Björg Arnardóttir hefur verið ráðin til Tulipop sem sérfræðingur í nytjaleyfum.

Skarphéðinn Berg skipaður ferðamálastjóri
Skarphéðinn Berg Steinarsson hefur verið skipaður ferðamálastjóri til næstu fimm ára.

Kristrún nýr aðalhagfræðingur Kviku
Kristrún Mjöll Frostadóttir hefur verið ráðin aðalhagfræðingur Kviku banka og mun hún hefja störf um miðjan janúar næstkomandi.

Konráð nýr hagfræðingur Viðskiptaráðs
Hagfræðingurinn Konráð S. Guðjónsson mun taka við starfi Kristrúnar Frostadóttur sem hagfræðingur Viðskiptaráðs. Kristrún verður aðalhagfræðingur Kvikubanka.

Hafþór aðstoðar Lilju
Hafþór Eide Hafþórsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hann hefur þegar hafið störf.

Lára Björg nýr upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar
Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Þórólfur nýr forstöðumaður stefnumótunar hjá Landsvirkjun
Forstöðumaður stefnumótunar leiðir fjölbreytt stefnumarkandi verkefni í samvinnu við stjórnendur fyrirtækisins og starfar með öllum starfseiningum að þróun árangursmælikvarða og markmiða sem unnið er að hverju sinni. Forstöðumaður stefnumótunar mun jafnframt vera virkur í að miðla stefnunni í nánu samstarfi við yfirstjórn.

Þrjú ný hjá Samtökum iðnaðarins
Guðrún Birna Jörgensen, Vilhjálmur Hilmarsson og Signý Jóna Hreinsdóttir hafa verið ráðin til Samtaka iðnaðarins. Guðrún mun gegna starfi viðskiptastjóra á framleiðslusviði, Vilhjálmur er ráðinn sem sérfræðingur í greiningum og Signý mun koma til með að vera viðskiptastjóri á hugverkasviði samtakanna.

Herdís kjörin fyrsti varaforseti Feneyjanefndarinnar
Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hefur kjörin næst æðsti stjórnandi Feneyjanefndar.

Jóna Bjarnadóttir ráðin forstöðumaður umhverfisdeildar hjá Landsvirkjun
Jóna hefur starfað hjá Landsvirkjun frá árinu 2014 sem verkefnisstjóri og hafa hennar verkefni meðal annars snúið að mati á umhverfisáhrifum nýrra virkjana og stjórnun umhverfismála vegna byggingar Þeistareykjavirkjunar. Áður starfaði hún sem ráðgjafi lengst af hjá Mannviti þar sem hún var einnig umsjónarmaður umhverfisstjórnunarkerfis.

Kristbjörg nýr útibússtjóri Arion banka í Borgartúni
Kristbjörg Héðinsdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Arion banka í Borgartúni. Hún tekur við starfinu af Elísabetu Árnadóttur.

Helga hættir í Kastljósi
Tekur við starfi sem yfirritstjóri hjá Birtíngi.

Salóme Hallfreðsdóttir í stöðu framkvæmdastjóra Landverndar
Ráðið hefur verið tímabundið í stöðu framkvæmdastjóra Landverndar

Iðunn aðstoðar Svandísi
Iðunn Garðarsdóttir mun aðstoða Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar.

Kristín nýr framkvæmdastjóri Borgarleikhússins
Kristín Ögmundsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Borgarleikhússins. Hún tekur við starfinu af Berglindi Ólafsdóttur sem ráðin var í fyrra.

Unnur til Uniconta á Íslandi
Unnur Björnsdóttir hefur verið ráðin tæknilegur framkvæmdastjóri Uniconta á Íslandi.

Bjarki Pétursson ráðinn til Símans
Hann mun gegna starfi forstöðumanns fyrirtækjasölu hjá fyrirtækinu.

Þrír nýir framkvæmdastjórar hjá CenterHotels
Sara Kristófersdóttir verður framkvæmdastjóri viðskiptasviðs, Sigríður Helga Stefánsdóttir framkvæmdastjóri markaðssviðs og Stefán Örn Einarsson framkvæmdastjóri sölusviðs.

Lísa og Bergþóra aðstoða Katrínu
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu.