Landhelgisgæslan

Um fimmtíu manns berjast við meiriháttar sinubruna í Heiðmörk sem teygir sig í austurátt
Allt tiltækt lið slökkviliðs, þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarfólk hefur sinnt illviðráðanlegum sinubruna í Heiðmörk síðan rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Samkvæmt slökkviliðinu er bruninn að færast í aukana og teygir sig í austurátt.

Þyrla Gæslunnar aðstoðar við slökkvistarf
Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði í gærkvöldi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við að hafa hemil á gróðureldi við Búrfellsgjá við Helgafell. Þar hljóp eldur í mosa og erfitt var að koma slökkvibifreið á staðinn og því takmarkaður slökkvibúnaður meðferðis.

Kolbeinsey nú tuttugu metrar frá vestri til austurs
Fjarlægðin milli vestur- og austurodda Kolbeinseyjar er nú um tuttugu metrar. Frá norðri til suðurs er eyjan nú 14,5 metrar.

Þyrla Gæslunnar sótti konu á gosstöðvarnar í nótt
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til að sækja konu á gosstöðvarnar í Geldingadölum. Hún hafði orðið viðskila við hóp sem hún var í laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi.

Fiskibátur strandaði í Krossavík
Fiskibátur á netaveiðum með tvo um borð strandaði í Krossavík, austan við Reykjanestá, í hádeginu í dag.

Þyrla Gæslunnar sótti veikan mann að gosstöðvum
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fyrr í kvöld miðaldra karlmann sem missti meðvitund eftir að hafa gengið að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann var kominn niður frá gosstöðvunum og var á bílastæðinu á svæðinu þegar hann féll niður.

Vélsleðaslys við Hrafntinnusker
Vélsleðamaður slasaðist við Hrafntinnusker nú laust eftir hádegi í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og flutti manninn á Landspítalann.

Þyrla kölluð að gosstöðvunum vegna konu sem slasaðist
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út að Geldingadölum vegna slasaðrar konu við gosstöðvarnar.

Þyrla Gæslunnar kölluð út til leitar
Lögreglan á Suðurnesjum óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar upp úr klukkan hálfátta í morgun til að aðstoða við leit að fólki í nágrenni gosstöðvanna í Geldingadal.

Tvennt flutt með þyrlu á Landspítalann eftir bílveltu
Umferðarslys varð á Skaftártunguvegi við Fagradal síðdegis í dag, skammt frá Kirkjubæjarklaustri, þegar bíll valt. Ökumaður bílsins og farþegi voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur.

Vonar að næsta skáldsaga Sigríðar Hagalín fái titilinn „Endalaus hamingja“
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flug yfir gosstöðvarnar í Geldingadal með þyrlu Landhelgisgæslunnar í hádeginu í dag. Hann segist ekki áður hafa séð eldgos úr nálægð og vonar að þeir sem leggi leið sína að eldgosinu fari í einu og öllu varlega. Um sögulegt eldgos sé að ræða.

Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir.

Líklegast að skaðvaldurinn hafi verið rekaviðardrumbur
Betur fór en á horfðist þegar leki kom að farþegabátnum Bjarma á fimmta tímanum í gær. Tökulið breska ríkisútvarpsins BBC, sem var í bátnum, var híft um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í varúðarskyni í gærkvöldi. Eigandi bátsins segir engan bilbug á hópnum en hann fékk engu að síður áfallahjálp. Talið er að báturinn hafi keyrt á rekaviðardrumb.

Tökumenn BBC um borð í vélarvana bát á Hornströndum
Farþegar um borð í farþegabáti sem lak og varð vélarvana á fimmta tímanum norður af Hornströndum voru hluti af tökuliði á vegum breska ríkisútvarpsins BBC.

Tvö björgunarskip og TF-EIR kölluð út vegna vélarvana báts
Rétt upp úr klukkan fjögur í dag voru tvö björgunarskip og TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, kölluð út vegna vélarvana báts. Átta eru um borð en báturinn er staddur í nágrenni Hlöðuvíkur á Hornströndum.

„Gengur ekki að spila svona með mannslíf”
Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir bilun farþegaferjunnar Baldurs í gær hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Óboðlegt sé að spila með mannslíf með þessum hætti og kallar eftir tafarlausum úrbótum. Farþegi um borð segir fólk hafa orðið óttaslegið en sé komið með nóg af aðgerðarleysi.

Baldur kominn í höfn í Stykkishólmi
Breiðafjarðarferjan Baldur er komin í höfn í Stykkishólmi. Þar lenti hún skömmu fyrir klukkan tvö í dag eftir að hafa orðið vélarvana á Breiðafirði síðdegis í gær.

Þrjú þyrluútköll á einum degi
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út þrisvar sinnum í gær og áhöfnin á varðskipinu Þór einu sinni.

Þór sendur til Grindavíkur með varaafl
Varðskipið Þór er nú á leið til Grindavíkur þar sem það verður til taks ef framleiða þarf varaafl fyrir hluta bæjarins. Rafmagnslaust hefur verið í helmingi bæjarins frá því klukkan 13:40 í dag.

Nýtt varðskip sem fær líklega nafnið Freyja
Ríkisstjórnin hefur fallist á tillögu dómsmálaráðherra þess efnis að hafist verði handa við kaup á nýlegu varðskipi. Ástæðan er alvarleg bilun í vél varðskipsins Týs. Kostnaður við viðgerð er talin nema meiru en sem svarar verðmæti skipsins eða um hundrað milljónum króna.

Formaður flugvirkja segir Frontex-verkefni Landhelgisgæslunnar í uppnámi
Landhelgisgæslan hefur „skipað“ flugvirkjum að fara utan þrátt fyrir að ekkert sé fjallað um störf utan landsteinanna í nýjum kjarasamning. Þetta segir Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands.

Mest traust til Landhelgisgæslunnar en minnst til borgarstjórnar
Landhelgisgæslan er sú stofnun sem flestir landsmenn bera mest traust til samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup eða 86 prósent. Fæstir segjast aftur á móti bera mest traust til borgarstjórnar Reykjavíkur eða 22 prósent. Í langflestum tilvikum hefur traust landsmanna til ýmissa stofnanna aukist milli ára samkvæmt könnuninni.

130 liðsmenn norska flughersins á leið til landsins
Alls munu um 130 liðsmenn norska flughersins annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst eftir helgi.

Flugvirkjar afar ósáttir við úrskurð gerðardóms
Langvinnri kjaradeilu flugvirkja við ríki lauk með niðurstöðu gerðardóms. Hún var birt á vef á vef ríkissáttasemjara í dag.

Þurftu að koma vél Landhelgisgæslunnar í skjól þegar eldfjall fór að gjósa
Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, þurfti að hafa hraðann á síðdegis í dag þegar eldfjallið Etna byrjaði skyndilega að gjósa.

Innlit á æfingu Landhelgisgæslunnar
Þeir leggja sig í hættu við að bjarga öðrum og gætu ekki hugsað sér betra starf.

Fór úr mjaðmarlið og beið í níutíu mínútur í kuldanum
Þórður Mar Árnason má ekkert stíga í fótinn næstu sex vikurnar eftir að hafa farið úr mjaðmarlið í vélsleðaslysi á Tröllaskaga þann 15. janúar síðastliðinn. Hann þakkar fyrir að hafa ekki fengið vélsleðann ofan á sig þar sem hann rúllaði niður bratta fjallshlíð. Eða að æð hafi ekki farið í sundur í fæti hans. Þá hefði fátt komið í veg fyrir að honum hefði blætt út.

Var á þriggja metra dýpi þegar hann heyrði drunurnar í bátunum og þyrlunni
Mikael Dubik var á um þriggja metra dýpi í Kleifarvatni í dag þegar hann heyrði einhverjar drunur og velti vöngum yfir því hvort einhver væri kominn með bát á vatnið. Hann hafði oft áður kafað í Kleifarvatni og var yfirleitt einn á ferð. Þá skapaði bátur tiltekna hættu fyrir hann.

Týr flutti sjúkling frá Siglufirði
Áhöfnin á varðskipinu Tý var kölluð til í gær vegna sjúkraflutnings frá Siglufirði. Hvorki var hægt að flytja sjúkling landleiðina né í sjúkraflugi vegna slæms veðurs og ófærðar.

Varðskipið Þór heldur vestur á firði
Varðskipið Þór verður til taks í samvinnu við lögregluna á Vestfjörðum og almannavarnir vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Varðskipið verður þar á meðan þurfa þykir.