Ítalía

Fréttamynd

Neikvæð niðurstaða úr fíkniefnaprófi söngvarans

Niðurstöður fíkniefnaprófs söngvarans Damiano David leiddu í ljós að hann hefði ekki neytt fíkniefna á úrslitakvöldi Eurovision söngvakeppninnar. David er söngvari hljómsveitarinnar Måneskin sem fór með sigur af hólmi í keppninni í ár fyrir hönd Ítalíu. 

Lífið
Fréttamynd

Ítalski söngvarinn verður prófaður fyrir fíkni­efnum

Damiano David, söngvarinn í Måneskin, sem sigraði Eurovision í gærkvöldi, mun gangast undir fíkniefnapróf þegar hann kemur heim til Ítalíu seinna í dag. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um mögulega fíkniefnanotkun hans eftir að hann virtist hafa tekið kókaín í beinni útsendingu í gær.

Lífið
Fréttamynd

Minnst átta dánir í kláf­ferju­slysi á Ítalíu

Minnst átta eru dánir eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore vatni á Norður-Ítalíu. Ítalskir miðlar segja að tvö börn hafi verið flutt á sjúkrahús af vettvangi. Ítalska fréttastofan Ansa greinir frá því að ellefu hafi verið um borð í ferjunni.

Erlent
Fréttamynd

Ítalía vann Eurovision

Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig.

Lífið
Fréttamynd

Berlusconi sagður alvarlega veikur

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er alvarlega veikur. Saksóknari sem rekur mál gegn honum í Mílanó hefur óskað eftir því að réttarhöldum verði tímabundið frestað vegna veikinda hans.

Erlent
Fréttamynd

Berlusconi á sjúkrahúsi

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur legið á sjúkrahúsi frá því á mánudag. Ekki hefur verið greint frá því hvað plagar Berlusconi en ekki er gert ráð fyrir að hann geti komið fram opinberlega á næstunni.

Erlent
Fréttamynd

Ítalir stefna á að hraða bólu­setningum til muna

Ítölsk stjórnvöld hyggjast vera búin að bólusetja minnst áttatíu prósent ítölsku þjóðarinnar við kórónuveirunni fyrir septemberlok á þessu ári. Stjórnvöld hafa mátt þola gagnrýni fyrir hægan gang bólusetninga í landinu, sem er eitt þeirra Evrópuríkja sem verst hefur orðið fyrir kórónuveirufaraldrinum.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að framleiða rússneska bóluefnið á Ítalíu

Rússar hafa gert samkomulag um að framleiða Spútnik V-bóluefni sitt við kórónuveirunni á Ítalíu, fyrsta samninginn þess efnis í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu hefur hvatt Evrópusambandsríki til að veit ekki leyfi fyrir rússneska bóluefninu í bili.

Erlent
Fréttamynd

Ítalir stöðvuðu sendingu á bóluefni til Ástralíu

Stjórnvöld á Ítalíu komi í veg fyrir að 250.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem voru framleiddir þar í landi yrðu fluttir til Ástralíu. Ákvörðunin nýtur stuðnings framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og byggir á nýjum reglum sem leyfa ríkjum að stöðva útflutning á bóluefni ef framleiðendur þess hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sambandinu.

Erlent
Fréttamynd

Etna spúði kviku í kílómetra hæð

Eldfjallið Etna, stærsta virka eldfjall Evrópu, lét aftur á sér kræla í nótt þegar það spúði kviku hátti til himins. Mikil virkni hefur verið í eldfjallinu undanfarið en byggðir á Sikiley hafa ekki verið í hættu.

Erlent
Fréttamynd

„Ekkert merkilegt“ en sjónrænt eldgos í Etnu

Etna, stærsta virka eldfjall Evrópu, byrjaði að gjósa með látum gær og sendir reyk og ösku hátt til himins. Sérfræðingar á Sikiley segjast þó hafa séð það verra og er eldgosið ekki sagt ógna nærliggjandi byggðum en þrjú þorp eru vöktuð.

Erlent