Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttamynd

Tveir hand­teknir eftir hópslagsmál

Tveir voru handteknir í gærkvöldi eða í nótt eftir hópslagsmál við skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Þeir voru í kjölfarið færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru vistaðir í fangaklefa. Málið er í rannsókn.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Frank Walter Sands er fallinn frá

Frank Walter Sands, at­hafnamaður og stofn­andi veit­ingastaðanna Vega­móta og Reykja­vík Bag­el Comp­any, er lát­inn, aðeins 58 ára gam­all. Frank lést á sjúkra­hús­inu í Avignon 8. októ­ber sl. af völd­um hast­ar­legra of­næmisviðbragða og hjarta­áfalls þar sem hann var stadd­ur í fríi í Suður-Frakklandi.

Innlent
Fréttamynd

Segir að­för Eflingar með ó­líkindum

Rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg er gjaldþrota. Eigandi staðarins segir augljóst að aðgerðir stéttarfélagsins Eflingar hafi valdið gjaldþrotinu en að enginn hafi tapað jafnmikið á málinu og Efling. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Starfs­fólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt

Starfsfólk Ítalíu mætti á skrifstofur Eflingar við Guðrúnartún nú rétt fyrir hádegi, til þess að krefjast þess að fulltrúar stéttarfélagsins hættu að leggja sendiferðabíl fyrir utan veitingastaðinn. Á bílinn hafa verið sett skilaboð um að viðskipti við Ítalíu séu fjármögnun launaþjófnaðar, vinnuréttarbrota og skattsvika. 

Innlent
Fréttamynd

Allt í banönum á Brút

Bananar og hetjur hafa tekið yfir veggi vinsæla veitingastaðarins Brút en þar opnaði einstök listasýning um síðustu helgi í samstarfi við Gallery Port og David Molesky. Margt var um manninn og fólk gæddi sér meðal annars á banönum meðan það skoðaði bananalistina gaumgæfilega.

Menning
Fréttamynd

Helga Mogensen látin

Helga Mogensen matarfrömuður og frumkvöðull lést sunnudaginn 29. september á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, sjötíu ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Segir engar breytingar hafa verið gerðar á upp­skrift SS pylsna

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, SS, segir fyrirtækið taka það mjög alvarlega ef fólk upplifi einhver frávik í vörum fyrirtækisins. Þónokkrir hringdu inn í Bítið á Bylgjunni í gær til að ræða breytt bragð af pylsunum. Þáttastjórnendur sögðust sjálfir hafa upplifað það líka. 

Neytendur
Fréttamynd

Komo keppir á stærstu götubitakeppni í heimi

Atli Snær matreiðslumeistari, eigandi Komo veisluþjónustu, mun keppa fyrir Íslands hönd á evrópsku götubitaverðlaunum. Um er að ræða stærstu götutakeppni í heimi þar sem nítján þjóðir keppist um titillinn: Besti Götubitinn í Evrópu.

Lífið
Fréttamynd

Flytja Fri­day's innan Smára­lindar og fjölga stöðunum

Eigendur TGI Friday´s hafa samið við veitingamanninn Elís Árnason um kaup á veitingastaðnum Sport & Grill og kaffihúsinu Adesso í Smáralind og hafa tekið við rekstri staðanna. Gert er ráð fyrir því að Friday‘s flytji í húsnæði Sport og grill í Smáralind þegar búið er að breyta rýminu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Helga Magnúsi Hermannssyni framkvæmdastjóra Friday‘s.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir það al­rangt að Elvar skuldi ekki nema tvær milljónir í laun

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, skuldi um tvær milljónir í laun. Á þessari stundu séu 3,8 milljónir hjá lögmanni í innheimtu fyrir hönd fólks sem hafi leitað til Eflingar vegna launaþjófnaðar.

Innlent
Fréttamynd

Elvar á Ítalíu viður­kennir erfið­leika við launa­greiðslur

Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári.

Innlent