Athafnamaðurinn Þráinn Hafstein Kristjánsson látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. október 2024 22:31 Þráinn Hafstein Kristjánsson stofnaði og rak fjölda veitingastaða í Bandaríkjunum og Kanada. Þráinn Hafstein Kristjánsson, athafnamaður, tónlistarmaður og veitingastjóri, er látinn, 84 ára gamall. Hann lést 2. október síðastliðinn og verður jarðsettur þriðjudaginn 8. október í Steinbach í Manitoba. Foreldrar Þráins voru Kristján Gíslason veitingamaður og Svandís Gísladóttir húsfrú. Saman áttu þau sex börn og fæddist þeim Þráinn þann 1. ágúst 1940. Þráinn byrjaði níu ára gamall í veitingabransanum sem móttökustjóri á veitingastað föður síns, Selfoss. Þar tók hann á móti fólki klæddur í kjólföt og lakkskó. Nítján ára gamall var hann orðinn yfirþjónn á Hótel Borg og á Naustinu. Þráinn var einnig mikill áhugamaður um jazz, spilaði á bæði píanó og sílófón og var um tíma formaður Jazzklúbbs Reykjavíkur. Hann hjálpaði einnig bróður sínum, Hilmari Kristjánssyni, að koma hljómsveitinni Dátum á legg og var umboðsmaður hennar. Þráinn fékk einnig erlendar hljómsveitir til að spila á Íslandi og má þar nefna The Hollies. Stórtækur í veitingarekstri vestanhafs Þráinn hafði mikla ástríðu fyrir faglegri framkomu og veitingastjórnun og fór því í nám við Minnesotaháskóla þar sem lagði stund á hótel- og veitingahúsarekstur. Illa gekk þó að fá atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og eftir námið flutti hann ásamt eiginkonu sinni, Eddu Ólafsdóttur og börnum þeirra, Önnu Bertu og Kristján Hafstein til Winnipeg í Kanada. Seinna fæddist þeim annar sonur, Víkingur, en Þráinn átti fyrir dótturina Guðrúnu sem býr nú á austurströnd Bandaríkjanna. Í Winnipeg vann hann með amerísku fyrirtæki að stofnun steikhúsakeðjunnar The Round Table og opnaði fyrsti veitingastaður hennar þann 7. október 1973. Þráinn opnaði síðan fyrsta Grape’s-staðinn árið 1980 og var fljótlega fenginn til að aðstoða fjárfesta við að koma öðram veitingastað á laggirnar, Jonathan’s. Hann tók starfið að sér í þrjú ár en ákvað árið 1985 að gera Grape’s að veitingahúsakeðju og rak á tímabili fimm Grape’s-staði og fjóra Round Table-staði. Þá var hann yfirmaður yfir 243 svokölluðum „country kitchens“ í Norður-Ameríku, má þar nefna Swensons, Jonathan’s, The Golden Spike og Gringo’s. Fjölskyldan í fyrsta sæti Þrátt fyrir mikla vinnusemi þá var fjölskylda Þráins alltaf í fyrsta sæti að sögn fjölskyldumeðlima hans. Helsta ástríða Þráins voru stundirnar sem hann átti með sinni fjölskyldu, bæði í Winnipeg og á Íslandi. Hann ræktaði fjölskyldutengslin af mikilli ást og umhyggju. Þráinn var trúrækin maður og vann alla sína tíð í að koma boðskapnum áfram. Eftir að hann seldi sitt fyrsta og síðasta veitingahús, The Round Table, til Kristjáns sonar síns þá flutti hann frá Selkirk til Steinbach þar sem yngsti sonur hans býr ásamt fjölskyldu sinni. Þar tók Þráinn að sér sjálfboðastarf við kirkjuna þar, Southland Church. Andlát Kanada Bandaríkin Veitingastaðir Íslendingar erlendis Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Foreldrar Þráins voru Kristján Gíslason veitingamaður og Svandís Gísladóttir húsfrú. Saman áttu þau sex börn og fæddist þeim Þráinn þann 1. ágúst 1940. Þráinn byrjaði níu ára gamall í veitingabransanum sem móttökustjóri á veitingastað föður síns, Selfoss. Þar tók hann á móti fólki klæddur í kjólföt og lakkskó. Nítján ára gamall var hann orðinn yfirþjónn á Hótel Borg og á Naustinu. Þráinn var einnig mikill áhugamaður um jazz, spilaði á bæði píanó og sílófón og var um tíma formaður Jazzklúbbs Reykjavíkur. Hann hjálpaði einnig bróður sínum, Hilmari Kristjánssyni, að koma hljómsveitinni Dátum á legg og var umboðsmaður hennar. Þráinn fékk einnig erlendar hljómsveitir til að spila á Íslandi og má þar nefna The Hollies. Stórtækur í veitingarekstri vestanhafs Þráinn hafði mikla ástríðu fyrir faglegri framkomu og veitingastjórnun og fór því í nám við Minnesotaháskóla þar sem lagði stund á hótel- og veitingahúsarekstur. Illa gekk þó að fá atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og eftir námið flutti hann ásamt eiginkonu sinni, Eddu Ólafsdóttur og börnum þeirra, Önnu Bertu og Kristján Hafstein til Winnipeg í Kanada. Seinna fæddist þeim annar sonur, Víkingur, en Þráinn átti fyrir dótturina Guðrúnu sem býr nú á austurströnd Bandaríkjanna. Í Winnipeg vann hann með amerísku fyrirtæki að stofnun steikhúsakeðjunnar The Round Table og opnaði fyrsti veitingastaður hennar þann 7. október 1973. Þráinn opnaði síðan fyrsta Grape’s-staðinn árið 1980 og var fljótlega fenginn til að aðstoða fjárfesta við að koma öðram veitingastað á laggirnar, Jonathan’s. Hann tók starfið að sér í þrjú ár en ákvað árið 1985 að gera Grape’s að veitingahúsakeðju og rak á tímabili fimm Grape’s-staði og fjóra Round Table-staði. Þá var hann yfirmaður yfir 243 svokölluðum „country kitchens“ í Norður-Ameríku, má þar nefna Swensons, Jonathan’s, The Golden Spike og Gringo’s. Fjölskyldan í fyrsta sæti Þrátt fyrir mikla vinnusemi þá var fjölskylda Þráins alltaf í fyrsta sæti að sögn fjölskyldumeðlima hans. Helsta ástríða Þráins voru stundirnar sem hann átti með sinni fjölskyldu, bæði í Winnipeg og á Íslandi. Hann ræktaði fjölskyldutengslin af mikilli ást og umhyggju. Þráinn var trúrækin maður og vann alla sína tíð í að koma boðskapnum áfram. Eftir að hann seldi sitt fyrsta og síðasta veitingahús, The Round Table, til Kristjáns sonar síns þá flutti hann frá Selkirk til Steinbach þar sem yngsti sonur hans býr ásamt fjölskyldu sinni. Þar tók Þráinn að sér sjálfboðastarf við kirkjuna þar, Southland Church.
Andlát Kanada Bandaríkin Veitingastaðir Íslendingar erlendis Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira