Tveir handteknir eftir hópslagsmál Tveir voru handteknir í gærkvöldi eða í nótt eftir hópslagsmál við skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Þeir voru í kjölfarið færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru vistaðir í fangaklefa. Málið er í rannsókn. Innlent 9.11.2024 07:36
Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Hressó hefur skipað fastan sess í flóru veitingahúsa á Íslandi allt frá árinu 1932. Í dag er rammíslenskur matur í öndvegi en þó með smá tvisti. Afar ólíkar áherslur hafa einkennt reksturinn gegnum árin og kynslóðir tengja Hressó ekki allar við það sama. Lífið samstarf 8.11.2024 08:47
Nebraska heyrir sögunni til Veitingastaðnum og tískuvöruversluninni Nebraska, sem var til húsa á Barónsstíg 6, hefur verið lokað. Viðskipti innlent 7.11.2024 17:24
Nýr framkvæmdastjóri á Oche Davíð Lúther Sigurðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri veitinga- og afþreyingastaðarins Oche Reykjavík í Kringlunni. Davíð Lúther er einnig einn af eigendum staðarins. Viðskipti innlent 21. október 2024 10:50
Frank Walter Sands er fallinn frá Frank Walter Sands, athafnamaður og stofnandi veitingastaðanna Vegamóta og Reykjavík Bagel Company, er látinn, aðeins 58 ára gamall. Frank lést á sjúkrahúsinu í Avignon 8. október sl. af völdum hastarlegra ofnæmisviðbragða og hjartaáfalls þar sem hann var staddur í fríi í Suður-Frakklandi. Innlent 14. október 2024 10:23
Veitingahús mega vænta kæru eftir eftirlitsferðir lögreglu Ýmislegt reyndist óbótavant þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti skipulögðu eftirliti með veitingahúsum víða um borgina í nótt. Nokkur veitingahús eru sögð mega eiga von á kæru. Fjórir gistu fangageymslur lögreglunnar í nótt. Innlent 13. október 2024 07:24
Segir aðför Eflingar með ólíkindum Rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg er gjaldþrota. Eigandi staðarins segir augljóst að aðgerðir stéttarfélagsins Eflingar hafi valdið gjaldþrotinu en að enginn hafi tapað jafnmikið á málinu og Efling. Viðskipti innlent 12. október 2024 12:22
Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Einkahlutafélagið Ítalgest ehf. var úrskurðað gjaldþrota á miðvikudaginn og hefur lögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson verið skipaður skiptastjóri búsins. Ítalgest er rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg. Viðskipti innlent 11. október 2024 20:02
Vann til verðlauna fyrir götubitann Atli Snær matreiðslumeistari, eigandi Komo veisluþjónustu, stóð uppi sem sigurvegari á evrópsku götubitaverðlaunum liðna helgi. Lífið 7. október 2024 15:31
Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Eigandi veitingastaðarins Ítalíu segir að staðnum hafi verið lokað tímabundið og ljóst sé að hann verði ekki opnaður aftur á Frakkastíg. Hann segist bíða eftir að Efling leggi fram gögn fyrir ásökunum sínum um launaþjófnað sem urðu kveikja að mótmælum við staðinn. Viðskipti innlent 7. október 2024 15:20
Athafnamaðurinn Þráinn Hafstein Kristjánsson látinn Þráinn Hafstein Kristjánsson, athafnamaður, tónlistarmaður og veitingastjóri, er látinn, 84 ára gamall. Hann lést 2. október síðastliðinn og verður jarðsettur þriðjudaginn 8. október í Steinbach í Manitoba. Innlent 6. október 2024 22:31
Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt Starfsfólk Ítalíu mætti á skrifstofur Eflingar við Guðrúnartún nú rétt fyrir hádegi, til þess að krefjast þess að fulltrúar stéttarfélagsins hættu að leggja sendiferðabíl fyrir utan veitingastaðinn. Á bílinn hafa verið sett skilaboð um að viðskipti við Ítalíu séu fjármögnun launaþjófnaðar, vinnuréttarbrota og skattsvika. Innlent 4. október 2024 12:46
Culiacan lokað á Suðurlandsbraut Veitingastaðnum Culiacan hefur verið lokað þar sem hann var til húsa um árabil á Suðurlandsbraut í Reykjavík. Í gluggum kemur nú fram að húsnæðið sé laust til leigu fyrir annan rekstraraðila. Viðskipti innlent 2. október 2024 10:30
Allt í banönum á Brút Bananar og hetjur hafa tekið yfir veggi vinsæla veitingastaðarins Brút en þar opnaði einstök listasýning um síðustu helgi í samstarfi við Gallery Port og David Molesky. Margt var um manninn og fólk gæddi sér meðal annars á banönum meðan það skoðaði bananalistina gaumgæfilega. Menning 2. október 2024 10:01
Alþjóðlegur risi leysir Wok on af hólmi Stærsta keðja svokallaðra „wok-veitingastaða“ í heiminum stefnir á opnun þriggja til fjögurra veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu. Sú tegund veitingastaða er vel þekkt hér á landi undir merkjum keðjunnar Wok on. Viðskipti innlent 1. október 2024 12:10
Helga Mogensen látin Helga Mogensen matarfrömuður og frumkvöðull lést sunnudaginn 29. september á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, sjötíu ára að aldri. Innlent 30. september 2024 09:13
Enn eitt félag Quangs gjaldþrota Vietnam restaurant ehf. varð á dögunum sjötta félagið í eigu athafnamannsins Quangs Lé, sem úrskurðað hefur verið gjaldþrota. Viðskipti innlent 24. september 2024 13:41
Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, SS, segir fyrirtækið taka það mjög alvarlega ef fólk upplifi einhver frávik í vörum fyrirtækisins. Þónokkrir hringdu inn í Bítið á Bylgjunni í gær til að ræða breytt bragð af pylsunum. Þáttastjórnendur sögðust sjálfir hafa upplifað það líka. Neytendur 19. september 2024 09:06
Komo keppir á stærstu götubitakeppni í heimi Atli Snær matreiðslumeistari, eigandi Komo veisluþjónustu, mun keppa fyrir Íslands hönd á evrópsku götubitaverðlaunum. Um er að ræða stærstu götutakeppni í heimi þar sem nítján þjóðir keppist um titillinn: Besti Götubitinn í Evrópu. Lífið 18. september 2024 15:32
Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Íslendingar elska fátt meira en góðan skyndibita. En skyndibiti getur verið ansi dýr hér á klakanum. Neytendur 15. september 2024 15:01
Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Eigendur TGI Friday´s hafa samið við veitingamanninn Elís Árnason um kaup á veitingastaðnum Sport & Grill og kaffihúsinu Adesso í Smáralind og hafa tekið við rekstri staðanna. Gert er ráð fyrir því að Friday‘s flytji í húsnæði Sport og grill í Smáralind þegar búið er að breyta rýminu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Helga Magnúsi Hermannssyni framkvæmdastjóra Friday‘s. Viðskipti innlent 14. september 2024 12:05
Segir það alrangt að Elvar skuldi ekki nema tvær milljónir í laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, skuldi um tvær milljónir í laun. Á þessari stundu séu 3,8 milljónir hjá lögmanni í innheimtu fyrir hönd fólks sem hafi leitað til Eflingar vegna launaþjófnaðar. Innlent 14. september 2024 08:52
Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. Innlent 13. september 2024 14:11
„Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Formaður Eflingar segir mótmæli fyrir utan Ítalíu tilkomin vegna stórfellds launaþjófnaðar eigandans. Vandinn sé að á Íslandi er ekkert mál að stela launum. Menn komi sér því upp viðskiptamódeli sem gangi út að ráða erlent verkafólk og greiða þeim ekki laun. Innlent 12. september 2024 21:44