Slökkvilið

Fréttamynd

Einn hand­tekinn vegna gruns um í­kveikju

Lögreglan á Vesturlandi hefur handtekið mann á Akranesi vegna gruns um íkveikju. Eldur kviknaði í gömlu timburhúsi nálægt miðbæ Akraness fyrir hádegi í dag, búið er að ráða niðurlögum eldsins en miklar skemmdir urðu á húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Al­elda bíll á Emstruleið

Rallýbíll af Land Rover-tegund er gjöreyðilagður eftir að eldur kviknaði í honum á Emstruleið nærri Þórsmörk í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Eldur í verslunar­hús­næði á Lauga­vegi

Tilkynnt var um eld sem komið hafði upp í verslunarhúsnæði á horni Laugavegs og Ingólfsstrætis á tólfta tímanum í dag. Um var ræða minniháttar eld og hann hefur þegar verið slökktur.

Innlent
Fréttamynd

Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu

Brunavarnir Árnessýslu eru enn að störfum eftir að eldur kviknaði í hrúgu af trjákurli á Selfossi og gert er ráð fyrir að slökkvistörf haldi áfram fram á nótt. Tugir slökkviliðsmanna hafa komið að verkefninu.

Innlent
Fréttamynd

Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu

Fjölmennt lið slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu hefur unnið að því frá klukkan 14 í gær að ráða niðurlögum elds sem kom upp í stóru fjalli af trjákurli á athafnasvæði Íslenska gámafélagsins við Hrísmýri á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Kviknaði í haug af timburkurli

Brunavarnir Árnessýslu eru við slökkvistörf á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins á Selfossi. Þar kviknaði eldur í stórum haug af timburkurli.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykja­nes­bæ

Slökkviliðið slökkti eld í heimahúsi á sunnudagsmorgun við Grænásbraut í Ásbrú í Reykjanesbæ. Samkvæmt heimildum fréttastofu leikur grunur á um að maður hafi kveikt í húsinu. Íbúi í nágrenninu segir að maður á fimmtugsaldri hafi verið handtekinn á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á sjö ára barn í Borgar­túni

Bíl var ekið á sjö ára barn í Borgartúninu í Reykjavík um fjögurleytið í dag. Bíllinn mun hafa verið á litlum hraða, en barnið var flutt á sjúkrahús til skoðunar. Ekki er talið að meiðsli þess séu alvarleg.

Innlent
Fréttamynd

Bíll í ljósum logum á Skaganum

Bíll stóð í ljósum logum fyrir utan blokk við Holtsflöt á Akranesi um sexleytið í kvöld. Búið er að ráða niðurlögum eldsins en bíllinn er ónýtur.

Innlent
Fréttamynd

Vatnslögn í sundur í Smára­lind

Slökkviliðið var kallað út á tíunda tímanum í morgun vegna vatnsleka í Smáralind, og voru tveir dælubílar sendir á vettvang. Umsjónarmaður Smáralindar segir að ekkert stórtjón hafi orðið, allar verslanir hafi opnað í morgun nema ein.

Innlent
Fréttamynd

Bíll valt í Kópa­vogi

Bíll valt á hliðina í umferðinni í Kópavogi á fimmta tímanum eftir hádegi í dag. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slasaðist lítillega.

Innlent
Fréttamynd

Ekki um sama þvott að ræða í Björg og Fönn

Mikið tjón varð eftir eldsvoða í efnalaug Bjargar við Háaleitisbraut í síðustu viku. Fjallað hefur verið um að þvottur sem hafi verið í húsnæði Bjargar hafi verið í húsnæði efnalaugarinnar Fannar þar sem kviknaði í í gærkvöldi en samkvæmt eiganda Fannar er það ekki rétt. Samt sem áður hafi þvottur sem sóttur hafi verið fyrr um daginn til rekstraraðila Bjargar verið í hreinsun hjá þvottahúsi Fannar.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í tveimur taugrindum

Betur fór en á horfðist er kviknaði í þvotthúsinu Fönn við Klettháls í Reykjavík seint í gærkvöldi. Verkstjórinn segir eldsvoðann ekki hafa haft áhrif á starfsemi þvottahússins.

Innlent