Slökkvilið

Eldur í ruslageymslu á Selfossi
Slökkviliðsmenn á Suðurlandi voru ræstir út um klukkan 15.30 í dag til að slökkva eld í ruslageymslu í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi.

Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla
Fimm til sex kyrrstæðir bílar eru skemmdir eftir að ekið var á þá við bensínstöð Olís við Rauðavatn í morgun. Enginn er alvarlega slasaður.

Eldur í geymslu í blokk á Selfossi
Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út á tíunda tímanum í morgun vegna bruna í geymslu í blokk á Selfossi. Slökkviliðsmenn vinna að reykræstingu. Engan sakaði í brunanum.

Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi
Einn var fluttur á bráðamóttöku vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsi í austurborg Reykjavíkur í nótt.

Sextán ára kveikti í herbergi sínu
Sextán ára piltur var handtekinn fyrir að kveikja eld inni í herbergi sínu í gærkvöldi. Hann býr í íbúð í Hafnarfirði á vegum hins opinbera og tveir starfsmenn voru með honum í íbúðinni þegar hann kveikti í.

„Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“
Fjármálaráðherra segir það koma vel til greina að endurskoða lög um brunatryggingar og tekur undir að það skorti hvata hér á landi svo eigendur húsnæðis fylgi á eftir öryggismálum. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir ábyrgð eigenda í brunavörnum vera mikla.

Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur
Tveir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans eftir harðan árekstur á Vífilsstaðavegi fyrr í kvöld.

Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð
Allar fjórar stöðvar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út vegna elds í íbúð við Sóleyjarhlíð í Hafnarfirði á áttunda tímanum. Slökkvistarfi er lokið.

„Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“
Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir mannskæðan bruna á Bræðraborgarstíg fyrir fimm árum enn liggja þungt á slökkviliðsmönnum. Sérstök ráðstefna fór fram á Grand hótel í morgun vegna þessara tímamóta þar sem fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, slökkviliðsins, Alþýðusambandsins og ríkisstjórnarinnar fóru yfir breytingar síðustu fimm ára.

Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli við Gróttu á fimmta tímanum í dag vegna einstaklings sem fallið hafði í sjóinn. Sjúkrabíll og bátur voru sendir á svæðið og kafarar voru settir í viðbragðsstöðu.

Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt
Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að samþykkja umsókn um leyfi til að endurbyggja stálgrindarhús að Grettisgötu 87 hefur verið ógilt. Húsið hýsti um árabil réttingarverkstæði þangað til að það brann árið 2016 í kjölfar íkveikju.

Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti
Slökkviliðið réð niðurlögum elds sem kviknaði í bíl í Vesturbergi í Breiðholtinu síðdegis í dag. Engan sakaði en bíllin er talinn ónýtur.

Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi
Eldur logaði í fólksbíl í Kópavogi um sexleytið síðdegis. Slökkviliðið er enn á vettvangi. Á myndum af vettvangi má sjá logandi bíl liggja á hvolfi og dökkan reykmökk rísa upp úr bifreiðinni.

Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi
Slökkviliðið fór í tvö útköll í nótt vegna bílbruna. Fyrri bruninn átti sér stað upp úr eittleytinu í Hafnarfirði og sá seinni á Lynghálsi upp úr þrjúleytinu.

Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að vanmeta íslenska sólarljósið, sem geti sannarlega kveikt eld inni í húsum við ákveðnar aðstæður. Til að mynda hafi eldur nýverið kviknað vegna vatnsfylltrar glerkúlu í gluggakistu húss í Reykjavík.

Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði?
Samkvæmt lögum ber að brunatryggja öll hús á Íslandi og er tryggingaupphæðin byggð á brunabótamati hússins, en mikilvægt er að fylgjast með brunabótamatinu.

Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti í eldi sem kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þegar útlit var fyrir að eldurinn væri meiri en hann reyndist svo vera.

Eldur á Kleppsvegi
Eldur kom upp undir klæðningu í blokk á Kleppsvegi í Reykjavík. Slökkvilið er á vettvangi.

„Það bjó enginn í húsinu“
Enginn býr í hesthúsinu sem brann í Hafnarfirði um helgina að sögn hestamanns sem leigir húsið undir hrossin sín. Dæmi hafi þó komið upp um að fólk dvelji í hesthúsum á svæðinu. Hestarnir hans voru blessunarlega ekki inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en hann er miður sín yfir tjóninu enda hafi margir munir „fuðrað upp“ í brunanum.

Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“
Fólk hefur búið í hesthúsum í Hafnarfirði þar sem eldur kom upp í nótt. Sveinn Heiðar Jóhannesson, varaformaður stjórnar Hestamannafélagsins Sörla, greinir frá því í samtali við fréttastofu og segir að félagið og aðrir hafi talað um það fyrir daufum eyrum Hafnarfjarðarbæjar.

Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum
Víða er tjón eftir mikið vatnaveður sem reið yfir höfuðborgarsvæðið síðdegis í gær. Vatn lak inn í kjallara á Kjarvalsstöðum í Reykjavík en málverk urður ekki fyrir skemmdum. Í heimahúsum fór vatn að flæða upp úr klósettum og niðurföllum.

Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði
Slökkviliði og lögreglu var tilkynnt um eld í hesthúsi í Hafnarfirði í nótt. Í dagbók lögreglunnar segir að þegar hana hafi borið að garði hafi talverður eldur verið í þaki hússins.

Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í átján útköll vegna vatnstjóns á höfuðborgarsvæðinu á um tveimur klukkustundum. Meðal útkalla var vatnstjón á Kjarvalsstöðum.

Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa
Líkamsræktarstöð World Class í Laugum í Reykjavík var rýmd í kvöld vegna heitavatnsleka.

Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka
Líkamsræktarstöð World Class í Laugum í Reykjavík hefur verið rýmd eftir að heitavatnsleki kom upp í húsnæðinu.

Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju
Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkveikju á Akranesi.

Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju
Lögreglan á Vesturlandi hefur handtekið mann á Akranesi vegna gruns um íkveikju. Eldur kviknaði í gömlu timburhúsi nálægt miðbæ Akraness fyrir hádegi í dag, búið er að ráða niðurlögum eldsins en miklar skemmdir urðu á húsinu.

Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum
Eldur kviknaði í gömlu timburhúsi nálægt miðbæ Akraness fyrir hádegi í dag. Búið er að ráða niðurlögum eldsins, en miklar skemmdir urðu á húsinu.

Alelda bíll á Emstruleið
Rallýbíll af Land Rover-tegund er gjöreyðilagður eftir að eldur kviknaði í honum á Emstruleið nærri Þórsmörk í morgun.

Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn
Eldur kviknaði í nýbyggingu sem verið er að reisa við hjúkrunarheimili á Höfn í Hornafirði um hádegisbilið í dag.